Innlent

Myndir vikunnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Myndir segja meira en þúsund orð.
Myndir segja meira en þúsund orð.
Airwaves hátiðin hefur verið fyrirferðarmikil í fréttum vikunnar. Sem og fjölmenn mótmæli á Austurvelli og margt fleira. Myndir segja meira en þúsund orð og það er ástæða þess að hinir harðduglegu ljósmyndarar Vísis og Fréttablaðsins eru alltaf á ferð og flugi.

Þeir að sjálfsögðu náðu þessu öllu saman, og meiru til, á mynd en myndirnar má sjá hér að neðan.

Veikir og slasaðir bangsar áttu kost á læknisaðstoð á Landspítalanum á sunnudaginn.Vísir/Ernir
Á fimmta þúsund manns mótmæltu á Austurvelli þann 3. nóvember.Vísir/Ernir
Hundruðum aðgerða var frestað í vikunni vegna verkfalls lækna.Vísir/Ernir
Ungir tónlistarnemendur sýndi tónlistarkennurum samstöðu í Ráðhúsi Reykjavíkur.Vísir/Ernir
Tónlistarkennarar í verkfalli mótmæltu á Austurvelli.Vísir/Ernir
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósent á miðvikudaginn.Vísir/Stefán
Tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant spilaði á fyrstu tónleikum Airwaves hátíðarinnar, sem haldnir voru á elliheimilinu Grund.Vísir/GVA
Lið KR og Breiðabliks öttu kappi í Dominos deild kvenna.Vísir/Valli
Þeir Guðjón Sigurðsson og Arnar Helgi vöktu athygli á því að engin leið væri fyrir fatlaðað einstaklinga að komast út í Viðey.Vísir/GVA
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hóf sölu Neyðarkallsins í Smáralindinni á fimmtudaginn.Vísir/Vilhelm
Langar biðraðir mynduðust í Hörpu vegna Airwaves hátíðarinnar sem hófst í vikunni.Vísir/Andri
Hverfisgata opnar á ný eftir miklar framkvæmdir.Vísir/vilhelm
Fjöldi erlendra ferðamanna sækja Reykjavík heim vegna Airwaves.Vísir/Ernir
Tæplega átta þúsund manns tóku þátt í göngu gegn einelti í Kópavogi í dag.Vísir/Vilhelm
Fjölmargar hljómsveitir spila á Airwaves hátíðinni. Hér má sjá hljómsveitina Le Femme spila í Hörpu.Vísir/Ernir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×