Innlent

Hefði aldrei samþykkt að greiða 14 milljónir fyrir vopnin

Atli Ísleifsson skrifar
„Ég hefði aldrei samþykkt að greiða fjórtán milljónir fyrir þetta. Ef það var einhver misskilningur á ferðinni og þetta er ekki gjöf þá verður vopnunum skilað,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 fyrr í kvöld þar sem var meðal annars rætt um vopnakaup Landhelgisgæslunnar.

Hanna Birna segir að umræðan í kringum vopnaburð lögreglu hafa verið eilítið villandi og ósanngjörn. „Ég held að við séum [...] stundum að finna okkur ágreiningsefni. Það er enginn ágreiningur um það í íslenskum stjórnmálum að við viljum viðhafa eins lítinn vopnaburð og mögulegt er. Það er mín persónulega skoðun. Ég held að það sé skoðun flestra Íslendinga. Við erum friðelskandi og viljum ekki að lögreglan beri almennt vopn,“ sagði Hanna Birna.

Hanna Birna ræddi einnig frumvarp þingmanna Framsóknarflokksins um að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins.

Sjá má viðtalið í heild sinni í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×