Hafnfirskur hjólreiðamaður fær engar bætur frá 15 ára nágranna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2014 15:00 Maðurinn sagðist hafa verið á fimm til tíu kílómetra hraða á klukkustund. Vísir/Getty Hæstiréttur staðfesti á fimmtudag dóm Héraðsdóms Reykjaness sem í febrúar síðastliðnum hafnaði bótakröfu 37 ára karlmanns á hendur móður 15 ára drengs og tryggingafélagi fjölskyldunnar. Maðurinn slasaðist þegar hann kastaðist af reiðhjóli sínu í september 2010 þegar drengurinn var 11 ára. Kenndi hann drengnum um sem hann sagði hafa hlaupið í veg fyrir sig með fyrrnefndum afleiðingum. Hefði slysið valdið tímabundinni 100 prósenta örorku og varnarlegri átta prósenta örorku. Maðurinn var á reiðhjóli og kominn skamma leið frá heimili sínu. Var hann að hjóla niður götu þegar drengurinn gengur út á götuna, hægra megin frá hjólreiðamanninum séð, en á sama tíma var vörubifreið ekið upp götuna. Maðurinn sagði drenginn, sem er nágranni hans, ekki hafa sýnt nægilega aðgát en sjálfur hafi hann verið á fimm til tíu kílómetra hraða á klukkustund. Drengurinn sagðist hins vegar hafa litið í báðar áttir áður en hann hélt yfir götuna. Þó hafi hann ekki orðið var við manninn. Lentu þeir saman með fyrrnefndum afleiðingum fyrir hjólreiðamanninn. Hjólreiðamaðurinn taldi tryggingafyrirtækið skaðabótaskylt en lögmaður foreldranna benti á að engin fordæmi væru fyrir því að gangandi vegfarendur þyrftu að bæta tjón vegna óhappa í umferðinni. Gæti slíkt leitt til óvissu um stöðu gangandi vegfarenda, hvort þeir væru þá almennt skaðabótaskyldir í umferðinni. Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu og komist var að í héraði að takmarkaðar upplýsingar væru um aðdraganda slyssins auk þess sem maðurinn hefði átt að sýna sérstaka árverkni í ljósi þess að hann varð var við bæði vörubifreiðina og drenginn. Var bótakröfu mannsins því hafnað og móðir drengsins, fyrir hans hönd, sýknuð af kröfunni. Málskostnaður fyrir Hæstarétti var látinn falla niður. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti á fimmtudag dóm Héraðsdóms Reykjaness sem í febrúar síðastliðnum hafnaði bótakröfu 37 ára karlmanns á hendur móður 15 ára drengs og tryggingafélagi fjölskyldunnar. Maðurinn slasaðist þegar hann kastaðist af reiðhjóli sínu í september 2010 þegar drengurinn var 11 ára. Kenndi hann drengnum um sem hann sagði hafa hlaupið í veg fyrir sig með fyrrnefndum afleiðingum. Hefði slysið valdið tímabundinni 100 prósenta örorku og varnarlegri átta prósenta örorku. Maðurinn var á reiðhjóli og kominn skamma leið frá heimili sínu. Var hann að hjóla niður götu þegar drengurinn gengur út á götuna, hægra megin frá hjólreiðamanninum séð, en á sama tíma var vörubifreið ekið upp götuna. Maðurinn sagði drenginn, sem er nágranni hans, ekki hafa sýnt nægilega aðgát en sjálfur hafi hann verið á fimm til tíu kílómetra hraða á klukkustund. Drengurinn sagðist hins vegar hafa litið í báðar áttir áður en hann hélt yfir götuna. Þó hafi hann ekki orðið var við manninn. Lentu þeir saman með fyrrnefndum afleiðingum fyrir hjólreiðamanninn. Hjólreiðamaðurinn taldi tryggingafyrirtækið skaðabótaskylt en lögmaður foreldranna benti á að engin fordæmi væru fyrir því að gangandi vegfarendur þyrftu að bæta tjón vegna óhappa í umferðinni. Gæti slíkt leitt til óvissu um stöðu gangandi vegfarenda, hvort þeir væru þá almennt skaðabótaskyldir í umferðinni. Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu og komist var að í héraði að takmarkaðar upplýsingar væru um aðdraganda slyssins auk þess sem maðurinn hefði átt að sýna sérstaka árverkni í ljósi þess að hann varð var við bæði vörubifreiðina og drenginn. Var bótakröfu mannsins því hafnað og móðir drengsins, fyrir hans hönd, sýknuð af kröfunni. Málskostnaður fyrir Hæstarétti var látinn falla niður.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira