Innlent

Gosmengun á höfuðborgarsvæðinu

Atli Ísleifsson skrifar
Samkvæmt ráðleggingum Umhverfisstofnunar ber að forðast áreynslu utandyra.
Samkvæmt ráðleggingum Umhverfisstofnunar ber að forðast áreynslu utandyra. Vísir/Stefán
Gasdreifingarspá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir að búast megi við gasmengun á höfuðborgarsvæðinu í dag og er hún þegar farin að mælast. Gildi brennisteinsdíoxíðs klukkan hálf níu mældist mest 940 µg/m3 í Grafarvogi.

Mælarnir í Dalsmára í Kópavogi, Norðlingaholti, Hveragerði og Hellisheiðarvirkjun sýndu einnig gildi yfir 600 sem talin eru slæm fyrir viðkvæma.

Umhverfisstofnun segir einkenni frá öndunarfærum líkleg hjá einstaklingum með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma, en að gildi sem þessi eigi að fylgja lítil vandamál hjá heilbrigðum. Þó beri að forðast áreynslu utandyra. „Áhrif á heilsufar ólíkleg en gagnlegt að draga úr áreynslu utandyra,“ segir í ráðleggingum Umhverfisstofnunar.

Blágræna svæðið sýnir hvar líkur eru á mengun frá eldgosinu í dag.Mynd/Veðurstofan
Gasdreifingarlíkan − Sunnudagur kl. 10.Mynd/Veurstofan
Bleika svæðið sýnir hvar líkur eru á mengun frá eldgosinu á morgun.Mynd/Veðurstofan



Fleiri fréttir

Sjá meira


×