Haturskommentin nú fleiri en fimm hundruð Atli Ísleifsson skrifar 9. nóvember 2014 12:46 Einar Kárason rithöfundur. Vísir/Vilhelm „Þetta er búið að vera mikið grín og mikið gaman. Haturskommentin eru orðin fleiri en fimm hundruð,“ segir Einar Kárason rithöfundur sem virðist hafa reitt ákveðinn hluta landsmanna til reiði með færslu sinni þar sem hann gagnrýndi frumvarp þingmanna Framsóknarmanna um að skipulagsvald yfir Reykjavíkur flugvellinum skyldi flutt frá borginni og til Alþingis. „Menn eru gífurlega reiðir og hóta öllu illu. Þeir ætla aldrei að lesa eftir mig bók og henda öllum bókum sem þeir eiga. Helst ætla þeir að handrota mig og fleira,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann segist gera ráð fyrir að það sé fyrst og fremst fólk af landsbyggðinni sem hafi haft samband við sig þó að hann þekki „fæst af þessu liði“. Einar segir að flest skilaboðin hafi borist í gegnum Facebook eða þá í athugasemdakerfum við fréttir á netinu. „Það var heilmikið skemmtilegt þar.“ Hann segir að fjölmörg skilaboðin hafi verið nafnlaus þó margir hafi einnig skrifað undir fullu nafni. Einar segist hafa verið til í að ýta aðeins við fólki. „Ég er búinn að fá á tilfinninguna að þetta sé mörgum svo svakalega mikið hjartans mál, þessar þrjár malbikuðu rennibrautir í Vatnsmýrinni. Menn telja þetta vera eins og Þingvelli eða eitthvað svoleiðis. Að þetta sé helgur staður. Ég ákvað að prófa, ýta við þessu og sjá hvernig menn myndu bregðast við. Þetta reyndist hárrétt hjá mér. Þetta er eins og Grátmúrinn fyrir gyðingana.“ Hann segir það vera sanngjarna kröfu að það sé flugvöllur í Reykjavík. „En þeir vilja ákveða nákvæmlega hvar hann sé. Ætla að taka það vald frá okkur sem búum hér og það finnst mér alveg yfirgengilegt. Til dæmis ef okkur dytti í hug að færa hann út í Skerjafjörð þá kemur það ekki til greina. Þeir vilja hafa hann þarna. Þetta er verðmætasta eign Íslendinga segir einhver. Annar segir að þetta hafi verið gjöf Breta árið 1942 til allrar þjóðarinnar. Þetta er að verða eins og einhvers konar helgur reitur, eins og helgiskrín og grátmúr.“ Í opinni færslu Einars á Facebook kom meðal annars fram: „En frekjan í hyskinu af landsbyggðinni sem heimtar að fá að stjórna nærumhverfi okkar sem hér búum er svo yfirgengileg að mér finnst að við ættum segja þeim að gjöra svo vel að gera Þórshöfn á Langanesi að höfuðborg (eða hvaða þorp sem þeir kjósa).“ Einar minnti á að á Þórshöfn sé að finna fínan flugvöll, nokkuð nýjan sem sé að flestu leyti betur búinn en Reykjavíkurflugvöll að því hann telji. Auk þess sé örstutt í enn fínni flugvöll á Húsavík sem gæti nýst sem varaflugvöllur. Benti hann þó að flugvellirnir séu að vísu „aldrei notaðir.“ „Og það væri landhreinsun fyrir okkur við Faxaflóann að losna við ríkisstjórnina og ráðuneytin og það. Good riddance!“ Einar segist alltaf hafa þótt vænt um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. „Ég er alinn upp rétt hjá honum, nálægt Öskjuhlíðinni. Sem krakki var ég oft í Öskjuhlíðinni og fylgdist með flugvélunum koma og fara. Ég var aðallega að athuga hvort þetta væri rétt tilfinning hjá mér að fólk væri búið að gera þetta að svona miklu hjartans máli og það reyndist svo.“ Tengdar fréttir Ósáttur við frekjuna í hyskinu á landsbyggðinni Einar Kárason, rithöfundur og Reykvíkingur, er ósáttur við umræðuna um Reykjavíkurflugvöll. 8. nóvember 2014 17:36 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
„Þetta er búið að vera mikið grín og mikið gaman. Haturskommentin eru orðin fleiri en fimm hundruð,“ segir Einar Kárason rithöfundur sem virðist hafa reitt ákveðinn hluta landsmanna til reiði með færslu sinni þar sem hann gagnrýndi frumvarp þingmanna Framsóknarmanna um að skipulagsvald yfir Reykjavíkur flugvellinum skyldi flutt frá borginni og til Alþingis. „Menn eru gífurlega reiðir og hóta öllu illu. Þeir ætla aldrei að lesa eftir mig bók og henda öllum bókum sem þeir eiga. Helst ætla þeir að handrota mig og fleira,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann segist gera ráð fyrir að það sé fyrst og fremst fólk af landsbyggðinni sem hafi haft samband við sig þó að hann þekki „fæst af þessu liði“. Einar segir að flest skilaboðin hafi borist í gegnum Facebook eða þá í athugasemdakerfum við fréttir á netinu. „Það var heilmikið skemmtilegt þar.“ Hann segir að fjölmörg skilaboðin hafi verið nafnlaus þó margir hafi einnig skrifað undir fullu nafni. Einar segist hafa verið til í að ýta aðeins við fólki. „Ég er búinn að fá á tilfinninguna að þetta sé mörgum svo svakalega mikið hjartans mál, þessar þrjár malbikuðu rennibrautir í Vatnsmýrinni. Menn telja þetta vera eins og Þingvelli eða eitthvað svoleiðis. Að þetta sé helgur staður. Ég ákvað að prófa, ýta við þessu og sjá hvernig menn myndu bregðast við. Þetta reyndist hárrétt hjá mér. Þetta er eins og Grátmúrinn fyrir gyðingana.“ Hann segir það vera sanngjarna kröfu að það sé flugvöllur í Reykjavík. „En þeir vilja ákveða nákvæmlega hvar hann sé. Ætla að taka það vald frá okkur sem búum hér og það finnst mér alveg yfirgengilegt. Til dæmis ef okkur dytti í hug að færa hann út í Skerjafjörð þá kemur það ekki til greina. Þeir vilja hafa hann þarna. Þetta er verðmætasta eign Íslendinga segir einhver. Annar segir að þetta hafi verið gjöf Breta árið 1942 til allrar þjóðarinnar. Þetta er að verða eins og einhvers konar helgur reitur, eins og helgiskrín og grátmúr.“ Í opinni færslu Einars á Facebook kom meðal annars fram: „En frekjan í hyskinu af landsbyggðinni sem heimtar að fá að stjórna nærumhverfi okkar sem hér búum er svo yfirgengileg að mér finnst að við ættum segja þeim að gjöra svo vel að gera Þórshöfn á Langanesi að höfuðborg (eða hvaða þorp sem þeir kjósa).“ Einar minnti á að á Þórshöfn sé að finna fínan flugvöll, nokkuð nýjan sem sé að flestu leyti betur búinn en Reykjavíkurflugvöll að því hann telji. Auk þess sé örstutt í enn fínni flugvöll á Húsavík sem gæti nýst sem varaflugvöllur. Benti hann þó að flugvellirnir séu að vísu „aldrei notaðir.“ „Og það væri landhreinsun fyrir okkur við Faxaflóann að losna við ríkisstjórnina og ráðuneytin og það. Good riddance!“ Einar segist alltaf hafa þótt vænt um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. „Ég er alinn upp rétt hjá honum, nálægt Öskjuhlíðinni. Sem krakki var ég oft í Öskjuhlíðinni og fylgdist með flugvélunum koma og fara. Ég var aðallega að athuga hvort þetta væri rétt tilfinning hjá mér að fólk væri búið að gera þetta að svona miklu hjartans máli og það reyndist svo.“
Tengdar fréttir Ósáttur við frekjuna í hyskinu á landsbyggðinni Einar Kárason, rithöfundur og Reykvíkingur, er ósáttur við umræðuna um Reykjavíkurflugvöll. 8. nóvember 2014 17:36 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Ósáttur við frekjuna í hyskinu á landsbyggðinni Einar Kárason, rithöfundur og Reykvíkingur, er ósáttur við umræðuna um Reykjavíkurflugvöll. 8. nóvember 2014 17:36