Refum er tekið að fækka Birta Björnsdóttir skrifar 9. nóvember 2014 21:00 Þó ekki sé enn ástæða til að hafa áhyggjur ber okkur að vernda stofninn, sem er í útrýmingarhættu í nágrannalöndum okkar, segir spendýravistfræðingur. Eina upprunalega landspendýrið á Íslandi hefur verið kallað ýmsum nöfnum í gegnum tíðina, en melrakki, tóa, holtaþór og gráfóta eru meðal þeirra nafna sem refurinn gegnir. Refum hér á landi er nú farið að fækka eftir samfelldan vöxt stofnsins um áratugaskeið. „Í sumar fann ég talsvert mikið af dauðum dýrum þegar ég kem í vor og mikið af nýjum pörum á grenjum. Af þessum sex grenjum sem ég vakta mjög gaumgæfilega voru vara tvö pör sem komu upp yrðlingum, en undanfarin 16 ár hafa öll sex pörin komið upp afkvæmum. Af þessum tveimur pörum sem komu upp yrðlingum missti annað þeirra helming afkvæmanna og restin var mjög mögur og ræfilsleg svo ég efast um að þeir komi til með að lifa af veturinn. Það er því eitthvað skrýtið sem komið hefur upp þarna í sumar,” segir Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „Við höfum fundið mjög mikla mengun í íslenskum tófum sem búa við ströndina, en vitum ekki enn hvaða afleiðingar það hefur. Það þarf líka að skoða fleiri þætti því þetta eru áreiðanlega margir samverkandi þættir sem koma til. Eins getur verið að þakinu hafi einfaldlega verið náð á sínum tíma.” Eftirlit með refastofninum er alfarið háð refaveiðimönnum, að þeir komi hræjum til Náttúrufræðistofnunar sem sjá um rannsóknir á stofninum. „Ég fæ þetta rannsóknarverkefni í arf frá Páli heitnum Hersteinssyni, sem vaktaði stofninn frá því að hann kom úr sínu doktorsnámi á áttunda áratungum. Hann kom á þessu samstarfsverkefni sem er auðvitað alveg frábært,” segir Ester. „Eftir andlát hans átti ég smá brasi til að byrja með til að fá veiðimenn til að treysta mér. En ég hafði unnið talsvert með Páli svo það tókst vel og ég er gríðarlega þakklát fyrir þetta samstarf.” En er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu mála? „Nei, því stofninn er mjög stór ennþá og virðist ekki vera illa haldin. Að sjálfsögðu fylgjumst við þó vel með, því í nágrannalöndum okkar er tófan í útrýmingarhættu. Við eigum stærsta stofninn á Norðurlöndunum og berum auðvitað mikla ábyrgð á honum. Ég veit ekki hvort við myndum ráða við það ef það kæmi eitthvað alvarlegt uppá.” Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Þó ekki sé enn ástæða til að hafa áhyggjur ber okkur að vernda stofninn, sem er í útrýmingarhættu í nágrannalöndum okkar, segir spendýravistfræðingur. Eina upprunalega landspendýrið á Íslandi hefur verið kallað ýmsum nöfnum í gegnum tíðina, en melrakki, tóa, holtaþór og gráfóta eru meðal þeirra nafna sem refurinn gegnir. Refum hér á landi er nú farið að fækka eftir samfelldan vöxt stofnsins um áratugaskeið. „Í sumar fann ég talsvert mikið af dauðum dýrum þegar ég kem í vor og mikið af nýjum pörum á grenjum. Af þessum sex grenjum sem ég vakta mjög gaumgæfilega voru vara tvö pör sem komu upp yrðlingum, en undanfarin 16 ár hafa öll sex pörin komið upp afkvæmum. Af þessum tveimur pörum sem komu upp yrðlingum missti annað þeirra helming afkvæmanna og restin var mjög mögur og ræfilsleg svo ég efast um að þeir komi til með að lifa af veturinn. Það er því eitthvað skrýtið sem komið hefur upp þarna í sumar,” segir Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „Við höfum fundið mjög mikla mengun í íslenskum tófum sem búa við ströndina, en vitum ekki enn hvaða afleiðingar það hefur. Það þarf líka að skoða fleiri þætti því þetta eru áreiðanlega margir samverkandi þættir sem koma til. Eins getur verið að þakinu hafi einfaldlega verið náð á sínum tíma.” Eftirlit með refastofninum er alfarið háð refaveiðimönnum, að þeir komi hræjum til Náttúrufræðistofnunar sem sjá um rannsóknir á stofninum. „Ég fæ þetta rannsóknarverkefni í arf frá Páli heitnum Hersteinssyni, sem vaktaði stofninn frá því að hann kom úr sínu doktorsnámi á áttunda áratungum. Hann kom á þessu samstarfsverkefni sem er auðvitað alveg frábært,” segir Ester. „Eftir andlát hans átti ég smá brasi til að byrja með til að fá veiðimenn til að treysta mér. En ég hafði unnið talsvert með Páli svo það tókst vel og ég er gríðarlega þakklát fyrir þetta samstarf.” En er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu mála? „Nei, því stofninn er mjög stór ennþá og virðist ekki vera illa haldin. Að sjálfsögðu fylgjumst við þó vel með, því í nágrannalöndum okkar er tófan í útrýmingarhættu. Við eigum stærsta stofninn á Norðurlöndunum og berum auðvitað mikla ábyrgð á honum. Ég veit ekki hvort við myndum ráða við það ef það kæmi eitthvað alvarlegt uppá.”
Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira