Refum er tekið að fækka Birta Björnsdóttir skrifar 9. nóvember 2014 21:00 Þó ekki sé enn ástæða til að hafa áhyggjur ber okkur að vernda stofninn, sem er í útrýmingarhættu í nágrannalöndum okkar, segir spendýravistfræðingur. Eina upprunalega landspendýrið á Íslandi hefur verið kallað ýmsum nöfnum í gegnum tíðina, en melrakki, tóa, holtaþór og gráfóta eru meðal þeirra nafna sem refurinn gegnir. Refum hér á landi er nú farið að fækka eftir samfelldan vöxt stofnsins um áratugaskeið. „Í sumar fann ég talsvert mikið af dauðum dýrum þegar ég kem í vor og mikið af nýjum pörum á grenjum. Af þessum sex grenjum sem ég vakta mjög gaumgæfilega voru vara tvö pör sem komu upp yrðlingum, en undanfarin 16 ár hafa öll sex pörin komið upp afkvæmum. Af þessum tveimur pörum sem komu upp yrðlingum missti annað þeirra helming afkvæmanna og restin var mjög mögur og ræfilsleg svo ég efast um að þeir komi til með að lifa af veturinn. Það er því eitthvað skrýtið sem komið hefur upp þarna í sumar,” segir Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „Við höfum fundið mjög mikla mengun í íslenskum tófum sem búa við ströndina, en vitum ekki enn hvaða afleiðingar það hefur. Það þarf líka að skoða fleiri þætti því þetta eru áreiðanlega margir samverkandi þættir sem koma til. Eins getur verið að þakinu hafi einfaldlega verið náð á sínum tíma.” Eftirlit með refastofninum er alfarið háð refaveiðimönnum, að þeir komi hræjum til Náttúrufræðistofnunar sem sjá um rannsóknir á stofninum. „Ég fæ þetta rannsóknarverkefni í arf frá Páli heitnum Hersteinssyni, sem vaktaði stofninn frá því að hann kom úr sínu doktorsnámi á áttunda áratungum. Hann kom á þessu samstarfsverkefni sem er auðvitað alveg frábært,” segir Ester. „Eftir andlát hans átti ég smá brasi til að byrja með til að fá veiðimenn til að treysta mér. En ég hafði unnið talsvert með Páli svo það tókst vel og ég er gríðarlega þakklát fyrir þetta samstarf.” En er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu mála? „Nei, því stofninn er mjög stór ennþá og virðist ekki vera illa haldin. Að sjálfsögðu fylgjumst við þó vel með, því í nágrannalöndum okkar er tófan í útrýmingarhættu. Við eigum stærsta stofninn á Norðurlöndunum og berum auðvitað mikla ábyrgð á honum. Ég veit ekki hvort við myndum ráða við það ef það kæmi eitthvað alvarlegt uppá.” Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Sjá meira
Þó ekki sé enn ástæða til að hafa áhyggjur ber okkur að vernda stofninn, sem er í útrýmingarhættu í nágrannalöndum okkar, segir spendýravistfræðingur. Eina upprunalega landspendýrið á Íslandi hefur verið kallað ýmsum nöfnum í gegnum tíðina, en melrakki, tóa, holtaþór og gráfóta eru meðal þeirra nafna sem refurinn gegnir. Refum hér á landi er nú farið að fækka eftir samfelldan vöxt stofnsins um áratugaskeið. „Í sumar fann ég talsvert mikið af dauðum dýrum þegar ég kem í vor og mikið af nýjum pörum á grenjum. Af þessum sex grenjum sem ég vakta mjög gaumgæfilega voru vara tvö pör sem komu upp yrðlingum, en undanfarin 16 ár hafa öll sex pörin komið upp afkvæmum. Af þessum tveimur pörum sem komu upp yrðlingum missti annað þeirra helming afkvæmanna og restin var mjög mögur og ræfilsleg svo ég efast um að þeir komi til með að lifa af veturinn. Það er því eitthvað skrýtið sem komið hefur upp þarna í sumar,” segir Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „Við höfum fundið mjög mikla mengun í íslenskum tófum sem búa við ströndina, en vitum ekki enn hvaða afleiðingar það hefur. Það þarf líka að skoða fleiri þætti því þetta eru áreiðanlega margir samverkandi þættir sem koma til. Eins getur verið að þakinu hafi einfaldlega verið náð á sínum tíma.” Eftirlit með refastofninum er alfarið háð refaveiðimönnum, að þeir komi hræjum til Náttúrufræðistofnunar sem sjá um rannsóknir á stofninum. „Ég fæ þetta rannsóknarverkefni í arf frá Páli heitnum Hersteinssyni, sem vaktaði stofninn frá því að hann kom úr sínu doktorsnámi á áttunda áratungum. Hann kom á þessu samstarfsverkefni sem er auðvitað alveg frábært,” segir Ester. „Eftir andlát hans átti ég smá brasi til að byrja með til að fá veiðimenn til að treysta mér. En ég hafði unnið talsvert með Páli svo það tókst vel og ég er gríðarlega þakklát fyrir þetta samstarf.” En er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu mála? „Nei, því stofninn er mjög stór ennþá og virðist ekki vera illa haldin. Að sjálfsögðu fylgjumst við þó vel með, því í nágrannalöndum okkar er tófan í útrýmingarhættu. Við eigum stærsta stofninn á Norðurlöndunum og berum auðvitað mikla ábyrgð á honum. Ég veit ekki hvort við myndum ráða við það ef það kæmi eitthvað alvarlegt uppá.”
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Sjá meira