Staðfesti lögbann við gjaldtöku við Geysi Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2014 16:47 Vísir/Pjetur Héraðsdómur Suðurlands staðfesti í dag lögbann við gjaldtöku af gestum sem heimsækja Geysissvæðið. Landeigendur vilja viðræður við ríkið um framtíð Geysissvæðisins og segja nauðsynlegt að allir landeigendur vinni að því saman. Í tilkynningu frá Landeigendafélagi Geysis, sem Bjarni Karlsson formaður félagsins skrifar undir, segir að dómur héraðsdóms leysi þó ekki þann vanda sem málið hafi í raun snúist um. Það hvernig landeigendur geti unnið saman að uppbyggingu og verndun svæðisins. Þar segir að ríkinu hafi verið boðin þátttaka í Landeigendafélaginu við stofnun þess en hafi ekki þáð það. Þá hafi ríkið ekki viljað hafa neitt samstarf við sameigendur en hafi þó frá stofnun félagsins verið upplýst um allar fyrirætlanir þess. „Tilgangur félagsins er fyrst og fremst að vernda svæðið og byggja upp aðstöðu sem tryggir öruggan aðgang ferðamanna og var gjaldtakan hugsuð til að mæta kostnaði við þær framkvæmdir. Uppbygging og verndun svæðisins til langframa er ómöguleg nema með samstarfi allra eigenda svæðisins. Ef það tekst ekki, tapar náttúran sem allir eru sammála að eigi að vernda. Bráðabirgðalausnir duga ekki til, lítill plástur er ekki settur á stórt svöðusár.“ Landeigendafélagið mun gefa sér tíma til að fara yfir dóminn og ákveða hvert framhaldið verður. „Hvert sem svo það verður er ljóst að nú verður ríkið að hefja viðræður við okkur um framtíð Geysissvæðisins.“ Tengdar fréttir Ríkissjóður tilbúinn í fjárfestingu við Geysi fyrir tugi milljóna Fjármálaráðuneytið segir tilboð ríkissjóðs ekki fela i sér afsal réttinda landeigenda. 7. apríl 2014 17:17 Segir gjaldtökuna vel heppnaða Umræðan um gjaldtökuna á Geysissvæðinu hefur verið mikil upp á síðkastið og ekki eru allir á eitt sáttir. Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélags Geysis, segir fyrstu daga gjaldtökunnar hafa gengið prýðilega. 18. mars 2014 10:15 Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48 Verslunin á Geysi hættir að selja aðgöngumiða að hverasvæðinu Verslunin og veitingasalan á Geysi í Haukadal hefur hætt milligöngu um sölu aðgöngumiða að hverasvæðinu á Geysi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá versluninni. 21. mars 2014 10:32 Ríkið með lögbannið til dómstóla Helstu hverir svæðisins, Geysir, Strokkur og Blesi á svæði sem er séreign ríkisins. 14. mars 2014 14:21 Mest lesið Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Erlent Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Erlent Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Innlent Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Innlent Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Innlent „Ég stend við þessa ákvörðun“ Innlent Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Erlent Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Erlent Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur Innlent Kviknaði í út frá kerti á svölum Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í út frá kerti á svölum Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur „Ég stend við þessa ákvörðun“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum í Reykjavík Ráðherra stendur fastur á sínu og möguleg ofgreining á ADHD „Við erum hundfúl yfir þessu“ Rúta í ljósum logum á Ísafirði Hallað hafi á embættið í moldviðri Helga Magnúsar Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Grænt ljós á Flensborgarhöfn Lagði á flótta á Vegmúla Sýkna Sólveigar stendur Bjóða almenningi í heimsókn „Upp með pelana og fjörið“ Áhersla á stuðning við jaðarsetta hópa í menntakerfinu Samningur um bakaðgerðir á lokametrunum og mótmælt fyrir utan Ítalíu Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Þiggja boð konungs um sögulega heimsókn Virkjanaleyfið kært aftur Viðgerð lokið eftir að strengur slitnaði við Elliðaárbrú Ákærður fyrir að kasta óþekktum hlut í konu sem höfuðkúpubrotnaði Lögregla kölluð til vegna manns með eggvopn í strætó Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Telur niðurstöðu dómsmálaráðherra órökrétta Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands staðfesti í dag lögbann við gjaldtöku af gestum sem heimsækja Geysissvæðið. Landeigendur vilja viðræður við ríkið um framtíð Geysissvæðisins og segja nauðsynlegt að allir landeigendur vinni að því saman. Í tilkynningu frá Landeigendafélagi Geysis, sem Bjarni Karlsson formaður félagsins skrifar undir, segir að dómur héraðsdóms leysi þó ekki þann vanda sem málið hafi í raun snúist um. Það hvernig landeigendur geti unnið saman að uppbyggingu og verndun svæðisins. Þar segir að ríkinu hafi verið boðin þátttaka í Landeigendafélaginu við stofnun þess en hafi ekki þáð það. Þá hafi ríkið ekki viljað hafa neitt samstarf við sameigendur en hafi þó frá stofnun félagsins verið upplýst um allar fyrirætlanir þess. „Tilgangur félagsins er fyrst og fremst að vernda svæðið og byggja upp aðstöðu sem tryggir öruggan aðgang ferðamanna og var gjaldtakan hugsuð til að mæta kostnaði við þær framkvæmdir. Uppbygging og verndun svæðisins til langframa er ómöguleg nema með samstarfi allra eigenda svæðisins. Ef það tekst ekki, tapar náttúran sem allir eru sammála að eigi að vernda. Bráðabirgðalausnir duga ekki til, lítill plástur er ekki settur á stórt svöðusár.“ Landeigendafélagið mun gefa sér tíma til að fara yfir dóminn og ákveða hvert framhaldið verður. „Hvert sem svo það verður er ljóst að nú verður ríkið að hefja viðræður við okkur um framtíð Geysissvæðisins.“
Tengdar fréttir Ríkissjóður tilbúinn í fjárfestingu við Geysi fyrir tugi milljóna Fjármálaráðuneytið segir tilboð ríkissjóðs ekki fela i sér afsal réttinda landeigenda. 7. apríl 2014 17:17 Segir gjaldtökuna vel heppnaða Umræðan um gjaldtökuna á Geysissvæðinu hefur verið mikil upp á síðkastið og ekki eru allir á eitt sáttir. Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélags Geysis, segir fyrstu daga gjaldtökunnar hafa gengið prýðilega. 18. mars 2014 10:15 Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48 Verslunin á Geysi hættir að selja aðgöngumiða að hverasvæðinu Verslunin og veitingasalan á Geysi í Haukadal hefur hætt milligöngu um sölu aðgöngumiða að hverasvæðinu á Geysi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá versluninni. 21. mars 2014 10:32 Ríkið með lögbannið til dómstóla Helstu hverir svæðisins, Geysir, Strokkur og Blesi á svæði sem er séreign ríkisins. 14. mars 2014 14:21 Mest lesið Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Erlent Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Erlent Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Innlent Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Innlent Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Innlent „Ég stend við þessa ákvörðun“ Innlent Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Erlent Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Erlent Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur Innlent Kviknaði í út frá kerti á svölum Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í út frá kerti á svölum Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur „Ég stend við þessa ákvörðun“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum í Reykjavík Ráðherra stendur fastur á sínu og möguleg ofgreining á ADHD „Við erum hundfúl yfir þessu“ Rúta í ljósum logum á Ísafirði Hallað hafi á embættið í moldviðri Helga Magnúsar Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Grænt ljós á Flensborgarhöfn Lagði á flótta á Vegmúla Sýkna Sólveigar stendur Bjóða almenningi í heimsókn „Upp með pelana og fjörið“ Áhersla á stuðning við jaðarsetta hópa í menntakerfinu Samningur um bakaðgerðir á lokametrunum og mótmælt fyrir utan Ítalíu Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Þiggja boð konungs um sögulega heimsókn Virkjanaleyfið kært aftur Viðgerð lokið eftir að strengur slitnaði við Elliðaárbrú Ákærður fyrir að kasta óþekktum hlut í konu sem höfuðkúpubrotnaði Lögregla kölluð til vegna manns með eggvopn í strætó Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Telur niðurstöðu dómsmálaráðherra órökrétta Sjá meira
Ríkissjóður tilbúinn í fjárfestingu við Geysi fyrir tugi milljóna Fjármálaráðuneytið segir tilboð ríkissjóðs ekki fela i sér afsal réttinda landeigenda. 7. apríl 2014 17:17
Segir gjaldtökuna vel heppnaða Umræðan um gjaldtökuna á Geysissvæðinu hefur verið mikil upp á síðkastið og ekki eru allir á eitt sáttir. Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélags Geysis, segir fyrstu daga gjaldtökunnar hafa gengið prýðilega. 18. mars 2014 10:15
Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48
Verslunin á Geysi hættir að selja aðgöngumiða að hverasvæðinu Verslunin og veitingasalan á Geysi í Haukadal hefur hætt milligöngu um sölu aðgöngumiða að hverasvæðinu á Geysi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá versluninni. 21. mars 2014 10:32
Ríkið með lögbannið til dómstóla Helstu hverir svæðisins, Geysir, Strokkur og Blesi á svæði sem er séreign ríkisins. 14. mars 2014 14:21