Segir gjaldtökuna vel heppnaða Freyr Bjarnason skrifar 18. mars 2014 10:15 Þessir erlendu ferðamenn vildu ekki borga sig inn á Geysissvæðið og fylgdust þess í stað með fyrir utan girðinguna. Fréttablaðið/Pjetur „Heilt yfir hefur þetta gengið alveg prýðilega. Gestir eru jákvæðir og þeir eru boðnir velkomnir og kvaddir,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélags Geysis, spurður út í gjaldtökuna á svæðinu. „Við erum mjög sátt og höfum bara fundið fyrir velvild og fengið hvatningu mjög víða.“ Mikil umræða hefur verið uppi um gjaldtökuna sem félagið hóf um helgina. Sex hundruð krónur kostar inn á hverasvæðið í Haukadal fyrir þá sem eru eldri en sextán ára en þeir sem eru yngri þurfa ekkert að greiða. Um eitt þúsund ferðamenn heimsóttu svæðið á laugardag og innheimti félagið um fimm hundruð þúsund krónur. Eitthvað hefur verið um að ferðamenn hafa neitað að borga sig inn og þess í stað hafa þeir staðið fyrir utan girðingu eða setið inni í rútu og horft á það sem fyrir augu ber þaðan. Garðar hefur lítið um það að segja. „Þetta er þá partur af einhvers konar aðgangsstýringu og þá er minna álag á svæðinu sjálfu. Fólk hefur bara val og frelsi til athafna. Við gerum enga athugasemd við það.“ Óánægja er með það meðal ferðaþjónustufyrirtækja hversu skammur fyrirvari var á gjaldtökunni. Garðar blæs á þessar athugasemdir. „Við getum engan veginn gert að því. Fyrir átján mánuðum stofnuðum við Landeigendafélagið og kynntum áform okkar bæði þá og síðar. Ef fólk í ferðaþjónustu hefur ekki tekið mark á því getum við í sjálfu sér ekkert gert í því. En við höfum alltaf verið heiðarleg og tilkynnt á öllum stigum um þessi áform og hvergi hvikað.“ Spurður um næstu skref Landeigendafélagsins segir Garðar að eftir fyrstu vikuna verði staðan endurmetin. „Við reynum að læra eitthvað nýtt á hverjum degi.“ Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
„Heilt yfir hefur þetta gengið alveg prýðilega. Gestir eru jákvæðir og þeir eru boðnir velkomnir og kvaddir,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélags Geysis, spurður út í gjaldtökuna á svæðinu. „Við erum mjög sátt og höfum bara fundið fyrir velvild og fengið hvatningu mjög víða.“ Mikil umræða hefur verið uppi um gjaldtökuna sem félagið hóf um helgina. Sex hundruð krónur kostar inn á hverasvæðið í Haukadal fyrir þá sem eru eldri en sextán ára en þeir sem eru yngri þurfa ekkert að greiða. Um eitt þúsund ferðamenn heimsóttu svæðið á laugardag og innheimti félagið um fimm hundruð þúsund krónur. Eitthvað hefur verið um að ferðamenn hafa neitað að borga sig inn og þess í stað hafa þeir staðið fyrir utan girðingu eða setið inni í rútu og horft á það sem fyrir augu ber þaðan. Garðar hefur lítið um það að segja. „Þetta er þá partur af einhvers konar aðgangsstýringu og þá er minna álag á svæðinu sjálfu. Fólk hefur bara val og frelsi til athafna. Við gerum enga athugasemd við það.“ Óánægja er með það meðal ferðaþjónustufyrirtækja hversu skammur fyrirvari var á gjaldtökunni. Garðar blæs á þessar athugasemdir. „Við getum engan veginn gert að því. Fyrir átján mánuðum stofnuðum við Landeigendafélagið og kynntum áform okkar bæði þá og síðar. Ef fólk í ferðaþjónustu hefur ekki tekið mark á því getum við í sjálfu sér ekkert gert í því. En við höfum alltaf verið heiðarleg og tilkynnt á öllum stigum um þessi áform og hvergi hvikað.“ Spurður um næstu skref Landeigendafélagsins segir Garðar að eftir fyrstu vikuna verði staðan endurmetin. „Við reynum að læra eitthvað nýtt á hverjum degi.“
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira