„Menningarbylting“ í Breiðholtinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. október 2014 19:30 Borgaryfirvöld hafa lagst í miklar umbætur í Breiðholti með það fyrir augum að gera hverfið meira aðlaðandi. Nýlistasafnið er komið í Völvufell og tæknivædd þrívíddarhönnun finnst nú í Eddufelli. Hefur verið rætt um menningarbyltingu í Breiðholti. Á síðustu misserum hafa borgaryfirvöld varið talsverðu fjármagni í uppbyggingu í Breiðholtinu með það fyrir augum að gera hverfið meira aðlaðandi. Þá hefur borgin tekið allar skólalóðir í Breiðholtinu í gegn og farið í geðræktarátak.Börn og fullorðnir sækja í Fab Lab Helsta breytingin felst í því sem kalla mætti „menningarbyltingu í Breiðholtinu,“ í jákvæðri merkingu orðsins. Í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands opnaði Reykjavíkurborg FabLab (Fabrication Lab) í Eddufelli sem við sjáum hér en FabLab er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fólk á öllum aldri sækir í smiðjuna. „Þetta er allt frá mjög ungum krökkum til gamals fólks. Sumir vilja gera eitthvað skemmtilegt fyrir heimilið,sumir eru að hefja rekstur og vilja gera sínar eigin frumgerðir,hanna eitthvað til að uppfylla þarfir sínar, kannski húsgögn, kannski leikföng,“ segir Linda Wanders starfsmaður Fab Lab í Eddufelli. Heldurðu að þessi vinnustofa hafi endurlífgað menningarlega sjálfsmynd hverfisins? „Já, ég held það. Margir eru að fá meira sjálfstraust og þetta er góður vettvangur fyrir fólk að byrja á,“ segir Wanders. Í FabLab er meðal annars þrívíddarprentari og krakkarnir í hverfinu hafa komið og hannað sín eigin leikföng og framleitt þau í smiðjunni. „Hingað hafa komið ungir krakkar til að læra að móta hluti í þrívídd. Þau gerðu sína eigin Pokémon-fígúru og prentuðu hana út í þrívíddarprentaranum okkar. Það var frábært. Þannig lærðu þau þetta allt,“ segir Bas Withagen umsjónarmaður Fab Lab. Opnun safns liður í uppbyggingu félagsauðs Það er fleira sem heillar í Fellahverfinu. Fyrir tveimur vikum flutti Nýlistasafn Íslands í Völvufell en safnið fékk húsnæðið afhent fyrir sex vikum. Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri Breiðholts, segir að opnun safnsins sé liður í uppbyggingu félagsauðs (e. social capital) í hverfinu og að íbúarnir hafi tekið þessari menningarvakningu opnum örmum. Annað sem sett hefur sterkan svip á hverfið eru nýju vegglistaverkin. Þetta hér (sjá myndskeið) er verk eftir Söru Riel sem var klárað núna í haust. Þá má nefna þetta verk eftir Erró á vegg fjölbýlishúss í Álftahólum. Það sést að úr fjárlægð og vekur forvitni þeirra sem eiga leið hjá. Erró sjálfur var viðstaddur opnun verksins fyrr í haust og var virkilega ánægður með hvernig til tókst. Annað verk eftir Erró mun svo líta dagsins ljós á vegg íþróttamiðstöðvarinnar í Austurbergi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að þörfin hafi verið mest í Breiðholtinu þegar borgarstjórn hafi ákveðið að ráðast í uppbyggingu og hann segir að verkefninu sé hvergi nærri lokið. „Hér í Fellagörðum var ástand sem enginn var stoltur af, hvorki íbúarnir né borgin og þess vegna lögðum við áherslu á þetta svæði. En ég er mjög stoltur af Breiðholtinu og því sem er að gerast um allt hverfi,“ segir Dagur. Sjá má umfjöllun um menningarvakningu Breiðholtsins og viðtal við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í meðfylgandi myndskeiði. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Borgaryfirvöld hafa lagst í miklar umbætur í Breiðholti með það fyrir augum að gera hverfið meira aðlaðandi. Nýlistasafnið er komið í Völvufell og tæknivædd þrívíddarhönnun finnst nú í Eddufelli. Hefur verið rætt um menningarbyltingu í Breiðholti. Á síðustu misserum hafa borgaryfirvöld varið talsverðu fjármagni í uppbyggingu í Breiðholtinu með það fyrir augum að gera hverfið meira aðlaðandi. Þá hefur borgin tekið allar skólalóðir í Breiðholtinu í gegn og farið í geðræktarátak.Börn og fullorðnir sækja í Fab Lab Helsta breytingin felst í því sem kalla mætti „menningarbyltingu í Breiðholtinu,“ í jákvæðri merkingu orðsins. Í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands opnaði Reykjavíkurborg FabLab (Fabrication Lab) í Eddufelli sem við sjáum hér en FabLab er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fólk á öllum aldri sækir í smiðjuna. „Þetta er allt frá mjög ungum krökkum til gamals fólks. Sumir vilja gera eitthvað skemmtilegt fyrir heimilið,sumir eru að hefja rekstur og vilja gera sínar eigin frumgerðir,hanna eitthvað til að uppfylla þarfir sínar, kannski húsgögn, kannski leikföng,“ segir Linda Wanders starfsmaður Fab Lab í Eddufelli. Heldurðu að þessi vinnustofa hafi endurlífgað menningarlega sjálfsmynd hverfisins? „Já, ég held það. Margir eru að fá meira sjálfstraust og þetta er góður vettvangur fyrir fólk að byrja á,“ segir Wanders. Í FabLab er meðal annars þrívíddarprentari og krakkarnir í hverfinu hafa komið og hannað sín eigin leikföng og framleitt þau í smiðjunni. „Hingað hafa komið ungir krakkar til að læra að móta hluti í þrívídd. Þau gerðu sína eigin Pokémon-fígúru og prentuðu hana út í þrívíddarprentaranum okkar. Það var frábært. Þannig lærðu þau þetta allt,“ segir Bas Withagen umsjónarmaður Fab Lab. Opnun safns liður í uppbyggingu félagsauðs Það er fleira sem heillar í Fellahverfinu. Fyrir tveimur vikum flutti Nýlistasafn Íslands í Völvufell en safnið fékk húsnæðið afhent fyrir sex vikum. Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri Breiðholts, segir að opnun safnsins sé liður í uppbyggingu félagsauðs (e. social capital) í hverfinu og að íbúarnir hafi tekið þessari menningarvakningu opnum örmum. Annað sem sett hefur sterkan svip á hverfið eru nýju vegglistaverkin. Þetta hér (sjá myndskeið) er verk eftir Söru Riel sem var klárað núna í haust. Þá má nefna þetta verk eftir Erró á vegg fjölbýlishúss í Álftahólum. Það sést að úr fjárlægð og vekur forvitni þeirra sem eiga leið hjá. Erró sjálfur var viðstaddur opnun verksins fyrr í haust og var virkilega ánægður með hvernig til tókst. Annað verk eftir Erró mun svo líta dagsins ljós á vegg íþróttamiðstöðvarinnar í Austurbergi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að þörfin hafi verið mest í Breiðholtinu þegar borgarstjórn hafi ákveðið að ráðast í uppbyggingu og hann segir að verkefninu sé hvergi nærri lokið. „Hér í Fellagörðum var ástand sem enginn var stoltur af, hvorki íbúarnir né borgin og þess vegna lögðum við áherslu á þetta svæði. En ég er mjög stoltur af Breiðholtinu og því sem er að gerast um allt hverfi,“ segir Dagur. Sjá má umfjöllun um menningarvakningu Breiðholtsins og viðtal við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í meðfylgandi myndskeiði.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira