Höfða mál gegn borginni ef flugbraut tefur framkvæmdir Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2014 19:30 Framkvæmdastjóri Valsmanna hf. segir félagið vilja hefja uppbygginigu á nýju íþróttasvæði og hverfi á Hlíðarenda strax næsta vor. Ef deilur um minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar tefji framkvæmdirnar muni Valsmenn hefja málaferli við borgina til að verja fjárfestingu sína á svæðinu. Fyrir um áratug keyptu Valsmenn hf. land við endann á hinni umdeildu NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar til uppbyggingar. Spurningin er því hvað taki næst við hjá Valsmönnum? „Við höldum bara áfram því starfi sem við erum að vinna að. Það er á fullu hönnun. Það eru þrjár verkfræðistofur að vinna að undirbúningi jarðvegsframkvæmda. Við erum að teikna byggingarnefndarteikningar og munum skila þeim fyrir áramót. Þannig að okkar vinna er á fullri ferð í að undirbúa framkvæmdir,“ segir Brynjar Harðarson framkvæmdastjóri Valsmanna hf. Framkvæmdanefnd svæðisins hefur fengið samþykkt að hefja megi gerð vegar sem á að skilja af íþróttasvæði Vals og væntanlegt byggingarsvæði Valsmanna og borgarinnar. Áætlanir Valsmanna ganga síðan út á að hefja framkvæmdir næsta vor. Brynjar segir lóðasamninga sem þinglýst var á síðasta ári hafa verið kvaðalausa. „Við viljum auðvitað byrja sem fyrst. Það er að mörgu leyti kraftaverk að við skulum hafa lifað af í tíu ár. Það má ekki gleyma því að skuldir gufa ekki upp og það ættu Íslendingar að hafa lært. Við greiddum hálfan milljarð fyrir landið hinn 11. maí 2005 og þær skuldir erum við búnir að vera með á bakinu í tíu ár. Það er útilokað að hægt sé að bera þann fjármagnskostnað í rauninni deginum lengur,“ segir Brynjar. Valsmenn hafi ekkert á móti Reykjavíkurflugvelli með tveimur flugbrautum og flugvöllurinn geti starfað áfram þrátt fyrir byggingu þessa svæðis. „Valsmenn taka enga afstöðu til flugvallarins og hafa ekkert á móti honum. En það er ekki til að vinna fyrir almannahagsmuni að berjast fyrir þessari braut og stoppa alla uppbyggingu í Reykjavík,“ segir Brynjar. Reykjavíkurborg geri sér grein fyrir afleiðingum þess ef flugbrautin stöðvi framkvæmdir. „Ef þessi plön okkar fara í einhverja frestun og við getum ekki staðið við okkar skuldbindingar þá snúum við okkur að sjálfsögðu að Reykjavíkurborg og förum með þann skaða á Reykjavíkurborg. Svo er það Reykjavíkurborgar að fara með skaðann á ríkið ef hún telur svo vera,“ segir Brynjar.Þú ert að tala um dómsmál? „Að sjálfsögðu,“ segir Brynjar Harðarson. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira
Framkvæmdastjóri Valsmanna hf. segir félagið vilja hefja uppbygginigu á nýju íþróttasvæði og hverfi á Hlíðarenda strax næsta vor. Ef deilur um minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar tefji framkvæmdirnar muni Valsmenn hefja málaferli við borgina til að verja fjárfestingu sína á svæðinu. Fyrir um áratug keyptu Valsmenn hf. land við endann á hinni umdeildu NA-SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar til uppbyggingar. Spurningin er því hvað taki næst við hjá Valsmönnum? „Við höldum bara áfram því starfi sem við erum að vinna að. Það er á fullu hönnun. Það eru þrjár verkfræðistofur að vinna að undirbúningi jarðvegsframkvæmda. Við erum að teikna byggingarnefndarteikningar og munum skila þeim fyrir áramót. Þannig að okkar vinna er á fullri ferð í að undirbúa framkvæmdir,“ segir Brynjar Harðarson framkvæmdastjóri Valsmanna hf. Framkvæmdanefnd svæðisins hefur fengið samþykkt að hefja megi gerð vegar sem á að skilja af íþróttasvæði Vals og væntanlegt byggingarsvæði Valsmanna og borgarinnar. Áætlanir Valsmanna ganga síðan út á að hefja framkvæmdir næsta vor. Brynjar segir lóðasamninga sem þinglýst var á síðasta ári hafa verið kvaðalausa. „Við viljum auðvitað byrja sem fyrst. Það er að mörgu leyti kraftaverk að við skulum hafa lifað af í tíu ár. Það má ekki gleyma því að skuldir gufa ekki upp og það ættu Íslendingar að hafa lært. Við greiddum hálfan milljarð fyrir landið hinn 11. maí 2005 og þær skuldir erum við búnir að vera með á bakinu í tíu ár. Það er útilokað að hægt sé að bera þann fjármagnskostnað í rauninni deginum lengur,“ segir Brynjar. Valsmenn hafi ekkert á móti Reykjavíkurflugvelli með tveimur flugbrautum og flugvöllurinn geti starfað áfram þrátt fyrir byggingu þessa svæðis. „Valsmenn taka enga afstöðu til flugvallarins og hafa ekkert á móti honum. En það er ekki til að vinna fyrir almannahagsmuni að berjast fyrir þessari braut og stoppa alla uppbyggingu í Reykjavík,“ segir Brynjar. Reykjavíkurborg geri sér grein fyrir afleiðingum þess ef flugbrautin stöðvi framkvæmdir. „Ef þessi plön okkar fara í einhverja frestun og við getum ekki staðið við okkar skuldbindingar þá snúum við okkur að sjálfsögðu að Reykjavíkurborg og förum með þann skaða á Reykjavíkurborg. Svo er það Reykjavíkurborgar að fara með skaðann á ríkið ef hún telur svo vera,“ segir Brynjar.Þú ert að tala um dómsmál? „Að sjálfsögðu,“ segir Brynjar Harðarson.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira