Píka eða budda, pjalla eða klobbi? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. október 2014 20:39 Ekki eru allir á eitt sáttir með hvaða orð skuli nota yfir kynfæri stúlkna og kvenna. Sigrún Bragadóttir skrifar opið bréf til bókaútgáfunnar Óðinsauga á vefritið knuz.is í dag. Í bréfinu gagnrýnir Sigrún bækurnar Líkaminn hennar Söru og Líkaminn hans Jóa en þær komu út í fyrra. Bækurnar eru ætlaðar börnum og fjalla um líkamann, eins og titlarnir gefa til kynna. Bréfið kallar Sigrún „Buddubréf“ og vísar þar til orðsins „budda“ sem notað er yfir kynfæri Söru í bókunum. Sigrún bendir á að það orð sé einnig notað yfir peningabuddur. Kynfæri Jóa eru hins vegar einfaldlega kölluð „typpi“. Sigrún vísar í upphafi greinarinnar í það að á Akureyri séu píkur kallaðar buddur, og peningabuddur nefndar eitthvað annað. Í bréfinu spyr hún hvað greini að píku og buddu, fyrir utan notkunina á orðinu fyrir norðan. Hún veltir því upp hvort að fullorðið fólk þori ekki að nefna líkamshluta sínum réttu nöfnum: „Það vill nefnilega þannig til að ytri kynfæri stúlkna og kvenna heita píkur en vegna þess hve gildishlaðið orðið„píka“ er á margt fólk í stökustu vandræðum að tala um þennan líkamshluta. Kannski er það ekkert skrítið því fáir líkamshlutar hafa verið jafn niðurlægðir í gegnum tíðina, brotið á þeim, hrækt á þá eða þeir uppnefndir á viðurstyggilegan hátt. Af því leiðir líklega að í viðleitni til að tala fallega um píkur eru iðulega dregin upp hin furðulegustu gælunöfn á borð við dúlla, blúnda, kjallari, kisa, stína, klobbi, pjása, rifa og……BUDDA!“ Sigrún telur það algjöran óþarfa að nota orðið „budda“ yfir píku í nýlegum barnabókum, þrátt fyrir að fólk frá Akureyri myndi aldrei nota orðið í merkingunni „peningabudda“. „Buddur geyma klink, píkur geyma t.d leg og eggjastokka. Í buddur má troða ýmsu smálegu en ekki í píkur, það getur verið hættulegt. [...] Hversu gagnlegt er það fyrir líkamsmynd og kynverund stúlkna að fá þau skilaboð að þær séu með buddu í klofinu?“ Í svari við greinina segir útgefandi bókarinnar, Huginn Þór Grétarsson, segir það ekki á dagskrá Óðinsauga að hefta tjáningarfrelsi rithöfunda og að þeir megi nota þau orð sem þeim er tamt að nota. Huginn segir jafnframt: „Við hjá bókaútgáfunni Óðinsauga höfum greinilega misst af þeim fundi allsráðandi tungumálafrömuða þar sem sú ákvörðun var tekin að aðeins eitt orð megi nota um kynfæri ungra stúlkna. Að héðan í frá sé eitt „ríkisorð“ og noti höfundar okkar önnur áður góð og gild orð úr íslenskri tungu verði þeir fyrir aðkasti á opinberum vettvangi.“ Hann segir að budda, klobbi, pjalla og fleiri orð hafi verið notuð yfir kynfæri stúlkna og þau séu öll góð og gild. Að úthrópa þau sem eitthvað pjatt sé frekt og merki um þröngsýni. Þá tekur Huginn fram að orðið „píka“ geti líka haft fleiri en eina merkingu en honum þyki það þó hið ágætasta orð. Honum þykir umræðan bera vott af ofríki og segir það ekki á dagskrá útgáfunnar „að hefta tjáningarfrelsi höfunda, vegna hreyfingar sem telur sig hafa fundið hið eina sanna orð yfir kynfæri stúlkna/kvenna.“ Nokkrar umræður hafa líka spunnist um greinina á Facebook-síðu knuz.is en þar segir Sigga Dögg kynfræðingur meðal annars þetta: „Þetta er ekki spurning um að banna önnur orð heldur að kenna rétta orðið. Auðvitað eru til gælunefni en það verður að hafa réttnefni með og kenna muninn þar á. Er mín skoðun (og annarra sérfræðinga).“ Post by knuz.is. Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Sigrún Bragadóttir skrifar opið bréf til bókaútgáfunnar Óðinsauga á vefritið knuz.is í dag. Í bréfinu gagnrýnir Sigrún bækurnar Líkaminn hennar Söru og Líkaminn hans Jóa en þær komu út í fyrra. Bækurnar eru ætlaðar börnum og fjalla um líkamann, eins og titlarnir gefa til kynna. Bréfið kallar Sigrún „Buddubréf“ og vísar þar til orðsins „budda“ sem notað er yfir kynfæri Söru í bókunum. Sigrún bendir á að það orð sé einnig notað yfir peningabuddur. Kynfæri Jóa eru hins vegar einfaldlega kölluð „typpi“. Sigrún vísar í upphafi greinarinnar í það að á Akureyri séu píkur kallaðar buddur, og peningabuddur nefndar eitthvað annað. Í bréfinu spyr hún hvað greini að píku og buddu, fyrir utan notkunina á orðinu fyrir norðan. Hún veltir því upp hvort að fullorðið fólk þori ekki að nefna líkamshluta sínum réttu nöfnum: „Það vill nefnilega þannig til að ytri kynfæri stúlkna og kvenna heita píkur en vegna þess hve gildishlaðið orðið„píka“ er á margt fólk í stökustu vandræðum að tala um þennan líkamshluta. Kannski er það ekkert skrítið því fáir líkamshlutar hafa verið jafn niðurlægðir í gegnum tíðina, brotið á þeim, hrækt á þá eða þeir uppnefndir á viðurstyggilegan hátt. Af því leiðir líklega að í viðleitni til að tala fallega um píkur eru iðulega dregin upp hin furðulegustu gælunöfn á borð við dúlla, blúnda, kjallari, kisa, stína, klobbi, pjása, rifa og……BUDDA!“ Sigrún telur það algjöran óþarfa að nota orðið „budda“ yfir píku í nýlegum barnabókum, þrátt fyrir að fólk frá Akureyri myndi aldrei nota orðið í merkingunni „peningabudda“. „Buddur geyma klink, píkur geyma t.d leg og eggjastokka. Í buddur má troða ýmsu smálegu en ekki í píkur, það getur verið hættulegt. [...] Hversu gagnlegt er það fyrir líkamsmynd og kynverund stúlkna að fá þau skilaboð að þær séu með buddu í klofinu?“ Í svari við greinina segir útgefandi bókarinnar, Huginn Þór Grétarsson, segir það ekki á dagskrá Óðinsauga að hefta tjáningarfrelsi rithöfunda og að þeir megi nota þau orð sem þeim er tamt að nota. Huginn segir jafnframt: „Við hjá bókaútgáfunni Óðinsauga höfum greinilega misst af þeim fundi allsráðandi tungumálafrömuða þar sem sú ákvörðun var tekin að aðeins eitt orð megi nota um kynfæri ungra stúlkna. Að héðan í frá sé eitt „ríkisorð“ og noti höfundar okkar önnur áður góð og gild orð úr íslenskri tungu verði þeir fyrir aðkasti á opinberum vettvangi.“ Hann segir að budda, klobbi, pjalla og fleiri orð hafi verið notuð yfir kynfæri stúlkna og þau séu öll góð og gild. Að úthrópa þau sem eitthvað pjatt sé frekt og merki um þröngsýni. Þá tekur Huginn fram að orðið „píka“ geti líka haft fleiri en eina merkingu en honum þyki það þó hið ágætasta orð. Honum þykir umræðan bera vott af ofríki og segir það ekki á dagskrá útgáfunnar „að hefta tjáningarfrelsi höfunda, vegna hreyfingar sem telur sig hafa fundið hið eina sanna orð yfir kynfæri stúlkna/kvenna.“ Nokkrar umræður hafa líka spunnist um greinina á Facebook-síðu knuz.is en þar segir Sigga Dögg kynfræðingur meðal annars þetta: „Þetta er ekki spurning um að banna önnur orð heldur að kenna rétta orðið. Auðvitað eru til gælunefni en það verður að hafa réttnefni með og kenna muninn þar á. Er mín skoðun (og annarra sérfræðinga).“ Post by knuz.is.
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira