Landhelgisgæslan reiknar ekki með að borga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. október 2014 18:56 Forstjóri Landhelgisgæslunnar reiknar ekki með að Gæslan greiði fyrir þær 250 hríðskotabyssur sem norski herinn seldi henni. Ráðherrum hafi ekki verið greint frá kaupunum en aðilar innan innanríkisráðuneytisins hafi vitað af þeim. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir Gæsluna hafa átt gott samstarf við Norðmenn um áratugaskeið. „Í því samstarfi þá kom fram að Norðmenn væru að skipta út léttum vopnum. Norðmenn buðust til þess að útvega Íslendingum þessi vopn. Lögreglan ákvað að þiggja þetta góða boð og Landhelgisgæslan sömuleiðis,“ segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. 250 MP5-hríðskotabyssur komu svo til landsins í febrúar á þessu ári en yfirmaður sprengju- og öryggisdeildar Gæslunnar skrifaði undir samkomulag þess efnis fyrir hana. Í því samkomulagi kom fram að byssurnar kostuðu 11,5 milljónir króna. Landhelgisgæslan reiknaði þó aldrei með að greiða fyrir byssurnar. „Landhelgisgæslan hefur aldrei greitt eitt eða neitt fyrir þessa góðu aðstoð Norðmanna hvort sem það er á þessu sviði eða öðru. Það hefur hins vegar alltaf verið gert samkomulag um þessi mál og þjónusta eða búnaður hefur verið verðmerktur með ákveðnum tölum en það hefur aldrei verið innheimt. Það hefur aldrei verið sendur reikningur og við máttum ekki ætla annað en að það yrði eins í þessu tilfelli og það sama gildir um lögregluna,“ segir Georg. Landhelgisgæslan hafði fljótlega samband við ríkislögreglustjóra eftir að tilboðið barst og þá vissu einnig aðilar hjá innanríkisráðuneytinu af málinu. Georg segir þó ekki hafa verið óskað eftir aðkomu ráðuneyta að málinu. Ráðherra var ekki tilkynnt sérstaklega um málið af Gæslunni. Hann telur um eðlilega framkvæmd að ræða og endurnýjun og það því ekki hafa þurft. Vopnin eru enn á Keflavíkurflugvelli og hafa ekki verið afgreidd úr tollinum. Óljóst er hvort og hversu há tolla- og aðflutningsgjöldin verða og hvenær vopnin verða afgreidd. „Nú verða þessi mál tekin til skoðunar og ég veit ekki svo sem hvað verður en ég vona nú að úr þessu rætist og við getum haldið áfram þessu góða samstarfi við Norðmenn sem er okkur mjög mikilsvirði,“ segir Georg Lárusson. Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
Forstjóri Landhelgisgæslunnar reiknar ekki með að Gæslan greiði fyrir þær 250 hríðskotabyssur sem norski herinn seldi henni. Ráðherrum hafi ekki verið greint frá kaupunum en aðilar innan innanríkisráðuneytisins hafi vitað af þeim. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir Gæsluna hafa átt gott samstarf við Norðmenn um áratugaskeið. „Í því samstarfi þá kom fram að Norðmenn væru að skipta út léttum vopnum. Norðmenn buðust til þess að útvega Íslendingum þessi vopn. Lögreglan ákvað að þiggja þetta góða boð og Landhelgisgæslan sömuleiðis,“ segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. 250 MP5-hríðskotabyssur komu svo til landsins í febrúar á þessu ári en yfirmaður sprengju- og öryggisdeildar Gæslunnar skrifaði undir samkomulag þess efnis fyrir hana. Í því samkomulagi kom fram að byssurnar kostuðu 11,5 milljónir króna. Landhelgisgæslan reiknaði þó aldrei með að greiða fyrir byssurnar. „Landhelgisgæslan hefur aldrei greitt eitt eða neitt fyrir þessa góðu aðstoð Norðmanna hvort sem það er á þessu sviði eða öðru. Það hefur hins vegar alltaf verið gert samkomulag um þessi mál og þjónusta eða búnaður hefur verið verðmerktur með ákveðnum tölum en það hefur aldrei verið innheimt. Það hefur aldrei verið sendur reikningur og við máttum ekki ætla annað en að það yrði eins í þessu tilfelli og það sama gildir um lögregluna,“ segir Georg. Landhelgisgæslan hafði fljótlega samband við ríkislögreglustjóra eftir að tilboðið barst og þá vissu einnig aðilar hjá innanríkisráðuneytinu af málinu. Georg segir þó ekki hafa verið óskað eftir aðkomu ráðuneyta að málinu. Ráðherra var ekki tilkynnt sérstaklega um málið af Gæslunni. Hann telur um eðlilega framkvæmd að ræða og endurnýjun og það því ekki hafa þurft. Vopnin eru enn á Keflavíkurflugvelli og hafa ekki verið afgreidd úr tollinum. Óljóst er hvort og hversu há tolla- og aðflutningsgjöldin verða og hvenær vopnin verða afgreidd. „Nú verða þessi mál tekin til skoðunar og ég veit ekki svo sem hvað verður en ég vona nú að úr þessu rætist og við getum haldið áfram þessu góða samstarfi við Norðmenn sem er okkur mjög mikilsvirði,“ segir Georg Lárusson.
Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira