Allt sem við vitum um byssurnar á 90 sekúndum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. október 2014 13:11 Vopnin hafa verið daglega í umræðunni frá því að fyrst var greint frá þeim. Vísir / Getty Það er ekki furða að margir skuli vera búnir að tapa áttum í byssumálinu. Fullyrðingar málsaðila hafa ítrekað stangast á og mönnum hefur ekki einu sinni borið saman um hvort byssurnar hafi verið keyptar eða fengnar að gjöf. Vísir tók því saman staðreyndir málsins. Í árslok 2013 var undirritaður samningur um kaup Landhelgisgæslunnar á 250 hríðskotabyssum frá norska hernum. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi norska hersins. Byssurnar kostuðu 11,2 milljónir króna, eða um 46 þúsund krónur stykkið. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti greiðsla mun fara fram en fullyrt er að engin greiðsla hafi verið innt af hendi enn sem komið er. Byssurnar voru afhentar Landhelgisgæslunni og eru samkvæmt upplýsingum frá gæslunni á geymslusvæði á Suðurnesjum. Lögreglan hefur staðfest að fjöldi lögreglumanna hefur farið á námskeið og æfingu í að skjóta með byssunum á umræddu svæði. Fullyrt er að byssurnar hafi ekki verið tollaafgreiddar en það hefur ekki fengist staðfest frá öðrum en gæslunni. Um er að ræða byssur af gerðinni MP5 sem eru hríðskotabyssur sem skjóta 9mm skotum. Það er sama stærð af skotum og notaðar eru í skammbyssum lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar.Ráðamenn hafa fullyrt að þeir hafi ekki vitað af kaupunum fyrr en þau hafi verið gengin í gegn. Heldur hafi það ekki komið á borð ráðherra þegar lögregluembættum um landið var boðið að fá hluta af byssunum til sín. Það stangast á við heimildir Vísis úr forsætisráðuneytinu um að minnisblað hafi verið unnið af ríkislögreglustjóra fyrir dómsmálaráðherra þar sem áformin voru kynnt. Það sem enn liggur ekki ljóst fyrir er hvort að greiðsla hafi farið fram, hversu margar byssur fara til hvers lögregluembættis og hvort að stjórnvöld hafi verið upplýst um kaupin. Þá hafa heldur ekki fengist upplýsingar um vopnaeign Landhelgisgæslunnar eða hvaða breytingar hafa orðið á vopnaeign lögreglunnar síðan árið 2012. Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Það er ekki furða að margir skuli vera búnir að tapa áttum í byssumálinu. Fullyrðingar málsaðila hafa ítrekað stangast á og mönnum hefur ekki einu sinni borið saman um hvort byssurnar hafi verið keyptar eða fengnar að gjöf. Vísir tók því saman staðreyndir málsins. Í árslok 2013 var undirritaður samningur um kaup Landhelgisgæslunnar á 250 hríðskotabyssum frá norska hernum. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi norska hersins. Byssurnar kostuðu 11,2 milljónir króna, eða um 46 þúsund krónur stykkið. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti greiðsla mun fara fram en fullyrt er að engin greiðsla hafi verið innt af hendi enn sem komið er. Byssurnar voru afhentar Landhelgisgæslunni og eru samkvæmt upplýsingum frá gæslunni á geymslusvæði á Suðurnesjum. Lögreglan hefur staðfest að fjöldi lögreglumanna hefur farið á námskeið og æfingu í að skjóta með byssunum á umræddu svæði. Fullyrt er að byssurnar hafi ekki verið tollaafgreiddar en það hefur ekki fengist staðfest frá öðrum en gæslunni. Um er að ræða byssur af gerðinni MP5 sem eru hríðskotabyssur sem skjóta 9mm skotum. Það er sama stærð af skotum og notaðar eru í skammbyssum lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar.Ráðamenn hafa fullyrt að þeir hafi ekki vitað af kaupunum fyrr en þau hafi verið gengin í gegn. Heldur hafi það ekki komið á borð ráðherra þegar lögregluembættum um landið var boðið að fá hluta af byssunum til sín. Það stangast á við heimildir Vísis úr forsætisráðuneytinu um að minnisblað hafi verið unnið af ríkislögreglustjóra fyrir dómsmálaráðherra þar sem áformin voru kynnt. Það sem enn liggur ekki ljóst fyrir er hvort að greiðsla hafi farið fram, hversu margar byssur fara til hvers lögregluembættis og hvort að stjórnvöld hafi verið upplýst um kaupin. Þá hafa heldur ekki fengist upplýsingar um vopnaeign Landhelgisgæslunnar eða hvaða breytingar hafa orðið á vopnaeign lögreglunnar síðan árið 2012.
Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira