Allt sem við vitum um byssurnar á 90 sekúndum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. október 2014 13:11 Vopnin hafa verið daglega í umræðunni frá því að fyrst var greint frá þeim. Vísir / Getty Það er ekki furða að margir skuli vera búnir að tapa áttum í byssumálinu. Fullyrðingar málsaðila hafa ítrekað stangast á og mönnum hefur ekki einu sinni borið saman um hvort byssurnar hafi verið keyptar eða fengnar að gjöf. Vísir tók því saman staðreyndir málsins. Í árslok 2013 var undirritaður samningur um kaup Landhelgisgæslunnar á 250 hríðskotabyssum frá norska hernum. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi norska hersins. Byssurnar kostuðu 11,2 milljónir króna, eða um 46 þúsund krónur stykkið. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti greiðsla mun fara fram en fullyrt er að engin greiðsla hafi verið innt af hendi enn sem komið er. Byssurnar voru afhentar Landhelgisgæslunni og eru samkvæmt upplýsingum frá gæslunni á geymslusvæði á Suðurnesjum. Lögreglan hefur staðfest að fjöldi lögreglumanna hefur farið á námskeið og æfingu í að skjóta með byssunum á umræddu svæði. Fullyrt er að byssurnar hafi ekki verið tollaafgreiddar en það hefur ekki fengist staðfest frá öðrum en gæslunni. Um er að ræða byssur af gerðinni MP5 sem eru hríðskotabyssur sem skjóta 9mm skotum. Það er sama stærð af skotum og notaðar eru í skammbyssum lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar.Ráðamenn hafa fullyrt að þeir hafi ekki vitað af kaupunum fyrr en þau hafi verið gengin í gegn. Heldur hafi það ekki komið á borð ráðherra þegar lögregluembættum um landið var boðið að fá hluta af byssunum til sín. Það stangast á við heimildir Vísis úr forsætisráðuneytinu um að minnisblað hafi verið unnið af ríkislögreglustjóra fyrir dómsmálaráðherra þar sem áformin voru kynnt. Það sem enn liggur ekki ljóst fyrir er hvort að greiðsla hafi farið fram, hversu margar byssur fara til hvers lögregluembættis og hvort að stjórnvöld hafi verið upplýst um kaupin. Þá hafa heldur ekki fengist upplýsingar um vopnaeign Landhelgisgæslunnar eða hvaða breytingar hafa orðið á vopnaeign lögreglunnar síðan árið 2012. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Það er ekki furða að margir skuli vera búnir að tapa áttum í byssumálinu. Fullyrðingar málsaðila hafa ítrekað stangast á og mönnum hefur ekki einu sinni borið saman um hvort byssurnar hafi verið keyptar eða fengnar að gjöf. Vísir tók því saman staðreyndir málsins. Í árslok 2013 var undirritaður samningur um kaup Landhelgisgæslunnar á 250 hríðskotabyssum frá norska hernum. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi norska hersins. Byssurnar kostuðu 11,2 milljónir króna, eða um 46 þúsund krónur stykkið. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti greiðsla mun fara fram en fullyrt er að engin greiðsla hafi verið innt af hendi enn sem komið er. Byssurnar voru afhentar Landhelgisgæslunni og eru samkvæmt upplýsingum frá gæslunni á geymslusvæði á Suðurnesjum. Lögreglan hefur staðfest að fjöldi lögreglumanna hefur farið á námskeið og æfingu í að skjóta með byssunum á umræddu svæði. Fullyrt er að byssurnar hafi ekki verið tollaafgreiddar en það hefur ekki fengist staðfest frá öðrum en gæslunni. Um er að ræða byssur af gerðinni MP5 sem eru hríðskotabyssur sem skjóta 9mm skotum. Það er sama stærð af skotum og notaðar eru í skammbyssum lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar.Ráðamenn hafa fullyrt að þeir hafi ekki vitað af kaupunum fyrr en þau hafi verið gengin í gegn. Heldur hafi það ekki komið á borð ráðherra þegar lögregluembættum um landið var boðið að fá hluta af byssunum til sín. Það stangast á við heimildir Vísis úr forsætisráðuneytinu um að minnisblað hafi verið unnið af ríkislögreglustjóra fyrir dómsmálaráðherra þar sem áformin voru kynnt. Það sem enn liggur ekki ljóst fyrir er hvort að greiðsla hafi farið fram, hversu margar byssur fara til hvers lögregluembættis og hvort að stjórnvöld hafi verið upplýst um kaupin. Þá hafa heldur ekki fengist upplýsingar um vopnaeign Landhelgisgæslunnar eða hvaða breytingar hafa orðið á vopnaeign lögreglunnar síðan árið 2012.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira