Innlent

Hátt í 5000 hafa skráð afstöðu til líffæragjafar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
4500 manns höfðu skráð vilja sinn til líffæragjafar, þegar starfsmenn Landlæknis skoðuðu gagnagrunninn í morgun. Á föstudag var sett upp vefsíða þar sem fólk getur skráð sig sem mögulega líffæragjafa. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra varð fyrstur til að skrá sig.

Áður en vefsíðan var opnuð voru engar tölur um það hversu margir vildu gefa líffæri, segir Jórlaug Heimisdóttir, verkefnastjóri hjá Landlækni. „Það hefur ekki verið hægt að skrá sig rafrænt. Þetta hefur bara verið að líffæragjafakortinu þannig að fólk hefur verið hvatt til að fylla það út og bera í veskinu sínu. Við höfum ekki haft möguleika á að halda utan um fjölda þess sem skrá afstöðu sinna fram til þessa. Þetta er í fyrsta sinn sem við höfum tækifæri til þess,“ segir hún. Hún segir að þessi gagnagrunnur sé kominn til að vera til frambúðar.

Við skráningu í gagnagrunninn getur fólk merkt við líffæragjöf sem nær til allra líffæra, líffæragjöf sem takmarkast við ákveðin líffæri, eða að heimila ekki líffæragjöf. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×