Innlent

Skýrslan um mótmælin aðgengileg á vefnum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá mótmælunum í búsáhaldabyltingunni.
Frá mótmælunum í búsáhaldabyltingunni. Vísir/Pjetur
Skýrsla Geirs Jóns Þórissonar um mótmælin á árunum 2008-2011 er nú aðgengileg á vefsíðunni Associated Whistleblowing Press. Ekki er þó hægt að greina neinar persónuupplýsingar í skýrslunni en eins og kunnugt er lét lögreglan eintök í hendur fjölmiðla, bæði á pappír og rafrænt, þar sem hægt var að greina nöfn einstaklinga sem áttu að vera ógreinanleg.

Ekki er vitað hverjir settu skýrsluna á vefsíðu Associated Whistleblowing Press. DV greindi frá.

Það kennir ýmissa grasa í skýrslu Geirs Jóns; þingmaður vildi meðal annars að Álfheiður Ingadóttir og Steingrímur J. Sigfússon yrðu kærð af lögreglu í tengslum við mótmælin fyrir utan Alþingishúsið þann 20. janúar 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×