Innlent

Tónlistarkennarar skrá sig úr Samfylkingunni vegna kjaradeilna

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Tónlistarkennarar sem hafa verið skráðir félagar í Samfylkingunni hafa skráð sig úr flokknum í dag. Birta þeir úrsagnabréf sín á Facebook þar sem þeir segjast ekki geta stutt pólitískt afl sem leynt og ljóst vinnur að niðurlægingu heillar starfsstéttar, sem eru tónlistarkennarar.

Þeir sem birt hafa úrsögn sína opinberlega segja að Reykjavíkurborg veiti ekki samninganefnd sveitarfélaga umboð til að jafna kjör tónlistarkennara við aðrar kennarastéttir í landinu. Samfylkingin leiðir meirihlutasamstarf fjögurra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur en Dagur B. Eggertsson, oddviti flokksins, er borgarstjóri.

Um fimm hundruð félagar í Félagi tónlistarkennara, sem er hluti af Kennarasambandi Íslands, hafa verið í verkfalli í viku en verkfallsaðgerðirnar hófstu síðastliðinn miðvikudag. Verkfallsboðun var samþykkt með 93 prósentum atkvæða í kosningu meðal félagsmanna.

Tónlistarkennarar efndu til kröfugöngu í dag þar sem gengið var frá Skólavörðuholti niður á Austurvöll. Kennararnir báru kröfuskilti og spiluðu á hljóðfæri af krafti. Myndband frá mótmælunum má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.