Gæsluvarðhald yfir manni sem handtekinn var fyrir hnífsstungu á Frakkastíg var í gær framlengt um fjórar vikur. Rannsókn málsins er lokið og er beðið eftir að málið verði tekið fyrir í héraðsdómi. Þetta segir Kristján Ingi Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Áður hefur gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum verið framlengdur og var það gert á grundvelli almannahagsmuna. Í þeim úrskurði kom fram að fórnarlamb árásarinnar hafi verið stungið fjórum sinnum; yfir hægri öxl, yfir hægra herðablaði, stungu í hægri lægri bakhluta brjósthols og í hægri nára.
Verði maðurinn dæmdur má búast við því að gæsluvarðhaldið dragist frá refsingu.

