Hrægammasjóðum skipt út fyrir heimilin Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2014 12:54 Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að heimilin sjálf muni standa undir kostnaðinum við leiðréttingu húsnæðisskulda með hækkun virðisaukaskatts á matvæli. Ósvífinn málflutningur að mati forsætisráðherra. vísir/daníel Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir forsætisráðherra hafa skipt hrægammasjóðum sem áttu að standa undir leiðréttingu á skuldum heimilanna út fyrir heimilin sjálf, sem standa eigi undir kostnaðinum. Forsætisráðherra segir þingflokksformanninn fara með alger ósannindi. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að fyrir kosningar hefði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins talað um að hrægammasjóðir ættu að standa undir leiðréttingu á húsnæðisskuldum heimilanna. Eftir kosningar hefði forsætisráðherra hins vegar skipt hrægammasjóðunum út fyrir heimilin sjálf. „Þannig er skuldalækkun heimilanna sem fyrirhuguð er 5% af skuldum heimilanna. Og núna á sama tíma kemur flokkurinn fram með 5 prósenta hækkun á matarskattinum. Meðal skuldalækkun er um ein milljón króna á heimili. Það lækkar greiðslubyrðina um þetta fimm þúsund krónur á mánuði. Heimili með hundrað þúsund króna matarreikning fær fimm þúsund króna hækkun á matarskatti,“ sagði Helgi. „Ég veit bara ekki hvar ég á að byrja. Vegna þess að allt sem háttvirtur þingmaður sagði, allt, allt sem háttvirtur þingmaður sagði, hvert einasta atriði er rangt. Háttvirtur þingmaður hefur í gegnum tíðina oft á tíðum sýnt af sér ósvífni hér í ræðustól en í þetta skipti tókst honum að halda hér heila ræðu þar sem hann fór ekki með eitt atriði rétt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Skattabreytingar núverandi ríkisstjórnar muni auka kaupmátt heimilanna og ráðstöfunartekjur allra heimila. Þetta væri m.a. gert með skattalækkunum en síðasta ríkisstjórn hefði framkvæmt um 200 breytingar á skattkerfinu til hækkunar. „Ég hvet hæstvirtan forsætisráðherra til að gera grein fyrir þvi í hverjum þessara atriða ég var ósannindamaður. Því það er fullkomlega ósæmandi að hann hagi sér með þessum hætti, eða tali með þessum hætti hér í ræðustól Alþingis,“ sagði Helgi. Forsætisráðherra sagði síðustu ríkisstjórn hafa svikið fyrirheit sín um að lækka skuldir heimilanna þegar gullið tækifæri hafi verið til þess. „Síðasta ríkisstjórn barðist fyrir því að koma skuldum fallina einkafyrirtækja á heimilin. Þessi ríkisstjórn færir skuldir heimilanna niður og skattleggur fjármálafyrirtækin um tugi milljarða, sem samkvæmt skattakenningum vinstrimanna síðasta ríkisstjórn gaf fjármálafyrirtækjunum tugi milljarða á ári,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Alþingi í morgun. Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir forsætisráðherra hafa skipt hrægammasjóðum sem áttu að standa undir leiðréttingu á skuldum heimilanna út fyrir heimilin sjálf, sem standa eigi undir kostnaðinum. Forsætisráðherra segir þingflokksformanninn fara með alger ósannindi. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að fyrir kosningar hefði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins talað um að hrægammasjóðir ættu að standa undir leiðréttingu á húsnæðisskuldum heimilanna. Eftir kosningar hefði forsætisráðherra hins vegar skipt hrægammasjóðunum út fyrir heimilin sjálf. „Þannig er skuldalækkun heimilanna sem fyrirhuguð er 5% af skuldum heimilanna. Og núna á sama tíma kemur flokkurinn fram með 5 prósenta hækkun á matarskattinum. Meðal skuldalækkun er um ein milljón króna á heimili. Það lækkar greiðslubyrðina um þetta fimm þúsund krónur á mánuði. Heimili með hundrað þúsund króna matarreikning fær fimm þúsund króna hækkun á matarskatti,“ sagði Helgi. „Ég veit bara ekki hvar ég á að byrja. Vegna þess að allt sem háttvirtur þingmaður sagði, allt, allt sem háttvirtur þingmaður sagði, hvert einasta atriði er rangt. Háttvirtur þingmaður hefur í gegnum tíðina oft á tíðum sýnt af sér ósvífni hér í ræðustól en í þetta skipti tókst honum að halda hér heila ræðu þar sem hann fór ekki með eitt atriði rétt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Skattabreytingar núverandi ríkisstjórnar muni auka kaupmátt heimilanna og ráðstöfunartekjur allra heimila. Þetta væri m.a. gert með skattalækkunum en síðasta ríkisstjórn hefði framkvæmt um 200 breytingar á skattkerfinu til hækkunar. „Ég hvet hæstvirtan forsætisráðherra til að gera grein fyrir þvi í hverjum þessara atriða ég var ósannindamaður. Því það er fullkomlega ósæmandi að hann hagi sér með þessum hætti, eða tali með þessum hætti hér í ræðustól Alþingis,“ sagði Helgi. Forsætisráðherra sagði síðustu ríkisstjórn hafa svikið fyrirheit sín um að lækka skuldir heimilanna þegar gullið tækifæri hafi verið til þess. „Síðasta ríkisstjórn barðist fyrir því að koma skuldum fallina einkafyrirtækja á heimilin. Þessi ríkisstjórn færir skuldir heimilanna niður og skattleggur fjármálafyrirtækin um tugi milljarða, sem samkvæmt skattakenningum vinstrimanna síðasta ríkisstjórn gaf fjármálafyrirtækjunum tugi milljarða á ári,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Alþingi í morgun.
Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent