Samstöðufundur um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2014 16:20 Þriðjudaginn 21. október kl 17.00 verður samstöðufundur náttúruverndarsinna og mótmælenda á Íslandi haldinn við Garðastekk við Álftanesveg undir nafninu Gálgahraun – samstöðufundur um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi. Fram kemur í yfirlýsingu frá samtökunum að fyrir ári síðan hafi 60 manna lögreglulið ráðist gegn hópi fólks sem mótmælti á friðsaman hátt lagningu nýs Álftanesvegar um Gálgahraun. Yfir 20 manns voru handteknir, færðir á lögreglustöð og margir settir í einangrun. Níu þeirra voru síðar ákærð og þann 9. október síðastliðinn gerðist sá alvarlegi atburður að Héraðsdómur Reykjaness sakfelldi þau fyrir borgaralega óhlýðni. Fram kemur í tilkynningunni að handtökur mótmælenda í Gálgahrauni þann 21. október 2013, með stærstu lögregluaðgerð seinni ára, séu vitni um alvarlegt ofbeldi stjórnvalda gagnvart þegnum landsins og stórt skref í átt að lögregluríki. „Sakfelling 9 menninganna er síðan alvarleg aðför að tjáningarfrelsi á Íslandi sem veitir lögreglu ótakmarkaðar heimildir til að brjóta upp friðsamleg mótmæli og handtaka fólk að handahófi og án tilefnis.“ Samtökin hvetja náttúruverndarsinna og alla sem vilja verja rétt Íslendinga til að mótmæla athöfnum stjórnvalda til að mæta við Garðastekk og Gálgahraun þar sem handtökur mótmælenda hófust fyrir ári. „Ómar Ragnarsson flytur sitt óviðjafnanlega Gálgarokk, Háskólakórinn undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar syngur nokkur lög og nokkrir þeirra handteknu syngja söngva sem ómuðu úr einangrunarklefunum. Stutt erindi verða einnig flutt, boðið upp á mótmælakaffi og andmælakökur í tjaldbúðum mótmælenda og sýndar verða ljósmyndir sem sýna aðfarir lögreglunnar. Náttúrverndartrefillinn verður auðvitað á svæðinu lengri enn nokkru sinni fyrr. Til að komast á staðinn er ekið inn á bílastæði af Álftanesveginum á leiðinni til Bessastaða.“ Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Þriðjudaginn 21. október kl 17.00 verður samstöðufundur náttúruverndarsinna og mótmælenda á Íslandi haldinn við Garðastekk við Álftanesveg undir nafninu Gálgahraun – samstöðufundur um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi. Fram kemur í yfirlýsingu frá samtökunum að fyrir ári síðan hafi 60 manna lögreglulið ráðist gegn hópi fólks sem mótmælti á friðsaman hátt lagningu nýs Álftanesvegar um Gálgahraun. Yfir 20 manns voru handteknir, færðir á lögreglustöð og margir settir í einangrun. Níu þeirra voru síðar ákærð og þann 9. október síðastliðinn gerðist sá alvarlegi atburður að Héraðsdómur Reykjaness sakfelldi þau fyrir borgaralega óhlýðni. Fram kemur í tilkynningunni að handtökur mótmælenda í Gálgahrauni þann 21. október 2013, með stærstu lögregluaðgerð seinni ára, séu vitni um alvarlegt ofbeldi stjórnvalda gagnvart þegnum landsins og stórt skref í átt að lögregluríki. „Sakfelling 9 menninganna er síðan alvarleg aðför að tjáningarfrelsi á Íslandi sem veitir lögreglu ótakmarkaðar heimildir til að brjóta upp friðsamleg mótmæli og handtaka fólk að handahófi og án tilefnis.“ Samtökin hvetja náttúruverndarsinna og alla sem vilja verja rétt Íslendinga til að mótmæla athöfnum stjórnvalda til að mæta við Garðastekk og Gálgahraun þar sem handtökur mótmælenda hófust fyrir ári. „Ómar Ragnarsson flytur sitt óviðjafnanlega Gálgarokk, Háskólakórinn undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar syngur nokkur lög og nokkrir þeirra handteknu syngja söngva sem ómuðu úr einangrunarklefunum. Stutt erindi verða einnig flutt, boðið upp á mótmælakaffi og andmælakökur í tjaldbúðum mótmælenda og sýndar verða ljósmyndir sem sýna aðfarir lögreglunnar. Náttúrverndartrefillinn verður auðvitað á svæðinu lengri enn nokkru sinni fyrr. Til að komast á staðinn er ekið inn á bílastæði af Álftanesveginum á leiðinni til Bessastaða.“
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira