Innlent

Segir mikilvægt að skoða ástandið með eigin augum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Daníl/Stefán
Reykjavík síðdegis fór á rúntinn með Ólafi Guðmundssyni, umferðarsérfræðingi og Höskuldi Þórhallssyni, formanni samgöngunefndar þingsins, þar sem malbikið í Reykjavík var skoðað.

Ólafur vill meina að íslenska efnið sem notað er í malbik sé verra en annað og þar myndist frekar djúp hjólför. Hann segir einnig að þykktin á malbikinu skipti miklu máli.

„Ef að satt reynist og Ólafur færir góð rök fyrir máli sínu held ég að þetta sé eitthvað sem við verðum að skoða mjög alvarlega inn á þingi og ræða við Vegagerðina og heyra þeirra sjónarmið,“ segir Höskuldur.

„Vegagerðin er illa stödd og þessi málaflokkur, eins og landsmenn vita. Þetta getur nú sparað okkur til langframa ef við gætum búið til betra malbik. Það sem að ég sé hér, er sannfærandi.“

Hægt er að hlusta á bílferðina hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×