Innlent

Vilja stytta vinnuvikuna í 35 tíma

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ernir
Tveir þingmenn Pírata og þingmaður Samfylkingar hafa lagt fram frumvarp þess efnis að í vinnuviku verði ekki unnar fleiri en 35 klukkustundir. Vinnutíminn færi því úr átta klukkustundum í sjö. Tillagan myndi því minnka heildarvinnutíma um u.þ.b 230 klukkustundir á ári.

Vísað er í aðrar Evrópuþjóðir í frumvarpinu, meðal annars Danmörku, Belgíu, Holland og Noreg þar sem vinnutíminn er styttri en á Íslandi en framleiðin meiri. Í öllum þessum löndum séu greidd hærri laun en á  Íslandi. Því sé ekki hægt að útskýra meiri framleiðni né hærri laun með löngum vinnudegi. Þvert á móti bendi margt til þess að styttri vinnudagur leiði til meiri framleiðni og meiri lífsgæða.

Í frumvarpinu segir að í skýrslum OECD sem mæla jafnvægi á milli vinnu og frítíma komi Ísland mjög illa út, en þar er landið í 27. sæti af 36 þjóðum. Heildarvinnutími yfir árið því rétt undir meðaltali OECD landa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×