Elliði særir ekkjur með líkingarmáli sínu Jakob Bjarnar skrifar 30. september 2014 09:38 Mikið afskaplega finn ég til með þessari ekkju sem Elliði kallar vinkonu sína en er það tæpast lengur, segir Vilborg um pistil sem hún segir alveg einstaklega kauðskan. Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum er gegnheill og tilfinningaríkur Sjálfstæðismaður og hann birti nýverið pistil á heimasíðu sinni þar sem hann fjallar um stöðu flokksins. Elliði grípur til þess að líkja Sjálfstæðisflokknum við syrgjandi ekkju. Pistill hans er undir fyrirsögninni „Sjálfstæðisflokkurinn er eins og syrgjandi ekkja“ og þar segir meðal annars: „Sorgin markaði fyrstu vikurnar. Heimilið var enn notalegt heim að sækja og því vel við haldið en fjörið þar minna. Félagslífið var einnig nánast horfið og framkoma ekkjunnar einkenndist fyrst og fremst af því að henni fannst ekki við hæfi að gleðjast. Hún hafði jú misst og henni fannst hún ef til vill þurfa að sýna að hún væri syrgjandi ekkja,“ skrifar Elliði. Þetta líkingarmál Elliða hefur lagst afar illa í ekkjur og Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur á vart orð í eigu sinni, og lýsir andúð sinni á stílbrögðum Elliða, á Facebooksíðu sinni: „Ég veit ekki hvar ég á að byrja að lýsa andúð minni á því líkingamáli sem hér er notað. Mikið afskaplega finn ég til með þessari ekkju sem Elliði kallar vinkonu sína en er það tæpast lengur. Og já, ég held ég finni líka dálítið til með Sjálfstæðisflokknum. Svona eins og maður gæti vorkennt þeim sem hefur sk***ð upp á bak án þess að taka eftir því sjálfur.“ Ýmsir eru til að taka undir orð Vilborgar, þeirra á meðal Þórunn Erna Clausen leikkona, henni finnst þetta í hæsta máta ósmekklegt og tekur undir orð Vilborgar. Þá sjást setningar sem mega heita lýsandi um viðhorf margra Elliða, eða öllu heldur þess hversu stílvopnin eru bæjarstjóranum laus í höndum: „[Þ]essi maður hefur greinilega aldrei misst“. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira
Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum er gegnheill og tilfinningaríkur Sjálfstæðismaður og hann birti nýverið pistil á heimasíðu sinni þar sem hann fjallar um stöðu flokksins. Elliði grípur til þess að líkja Sjálfstæðisflokknum við syrgjandi ekkju. Pistill hans er undir fyrirsögninni „Sjálfstæðisflokkurinn er eins og syrgjandi ekkja“ og þar segir meðal annars: „Sorgin markaði fyrstu vikurnar. Heimilið var enn notalegt heim að sækja og því vel við haldið en fjörið þar minna. Félagslífið var einnig nánast horfið og framkoma ekkjunnar einkenndist fyrst og fremst af því að henni fannst ekki við hæfi að gleðjast. Hún hafði jú misst og henni fannst hún ef til vill þurfa að sýna að hún væri syrgjandi ekkja,“ skrifar Elliði. Þetta líkingarmál Elliða hefur lagst afar illa í ekkjur og Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur á vart orð í eigu sinni, og lýsir andúð sinni á stílbrögðum Elliða, á Facebooksíðu sinni: „Ég veit ekki hvar ég á að byrja að lýsa andúð minni á því líkingamáli sem hér er notað. Mikið afskaplega finn ég til með þessari ekkju sem Elliði kallar vinkonu sína en er það tæpast lengur. Og já, ég held ég finni líka dálítið til með Sjálfstæðisflokknum. Svona eins og maður gæti vorkennt þeim sem hefur sk***ð upp á bak án þess að taka eftir því sjálfur.“ Ýmsir eru til að taka undir orð Vilborgar, þeirra á meðal Þórunn Erna Clausen leikkona, henni finnst þetta í hæsta máta ósmekklegt og tekur undir orð Vilborgar. Þá sjást setningar sem mega heita lýsandi um viðhorf margra Elliða, eða öllu heldur þess hversu stílvopnin eru bæjarstjóranum laus í höndum: „[Þ]essi maður hefur greinilega aldrei misst“.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira