Hlutabréfamarkaðir vestan hafs bregðast við ebólusmiti Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. október 2014 23:32 Rick Perry, ríkisstjóri í Texas, fór yfir málið með fjölmiðlum í dag. Vísir / AFP Ótti hefur gripið um sig á bandarískum hlutabréfamörkuðum eftir að ebóla greindist í manni í Texas á þriðjudag. Hlutabréfaverð lækkaði um meira en eitt prósent í dag, miðvikudag, fyrsta dag viðskipta frá því að ebólutilfellið var staðfest. Lækkun vísitölu NYSE fyrir flugfélög nam 3,1 prósenti, sem er sú mesta síðan í janúar. Maðurinn sem smitaður er af ebólu liggur nú á sjúkrahúsi í Texas. Hann smitaðist á ferð í Líberíu í Vestur-Afríku en hann flaug til Bandaríkjanna fyrir helgi. Hann leitaði sér aðstoðar við slappleika á föstudag þar sem hann var sendur heim með sýklalyfjaskammt, án greiningar. Hann var svo fluttur aftur á spítalann með sjúkrabíl tveimur dögum síðar. Greint hefur verið frá því að maðurinn hafi kastað upp fyrir utan heimili sitt áður en hann var fluttur á brott með sjúkrabíl. Ebóla smitast ekki í gegnum loft heldur aðeins í gegnum snertingu við hverskonar líkamsvessa. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa nokkra einstaklinga sem maðurinn átti í samskiptum við áður honum var komið undir læknishendur undir eftirliti. Talið er að hann hafi átt samneyti við átján manns, þar af fimm börn. Börnin fóru öll í skóla eftir að hafa hitt manninn en eftir að smitið greindist hafa þau verið látin halda sig heima þar sem fylgst er með því hvort þau sýni einkenni ebólusmits. Talið að enginn hafi smitast af manninum og vonast er til að búið sé að koma í veg fyrir frekari smit. Enn er þó fylgst með öllum þeim sem komu nálægt honum eftir að hann fór að sýna merki smits. Ebóla Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Ótti hefur gripið um sig á bandarískum hlutabréfamörkuðum eftir að ebóla greindist í manni í Texas á þriðjudag. Hlutabréfaverð lækkaði um meira en eitt prósent í dag, miðvikudag, fyrsta dag viðskipta frá því að ebólutilfellið var staðfest. Lækkun vísitölu NYSE fyrir flugfélög nam 3,1 prósenti, sem er sú mesta síðan í janúar. Maðurinn sem smitaður er af ebólu liggur nú á sjúkrahúsi í Texas. Hann smitaðist á ferð í Líberíu í Vestur-Afríku en hann flaug til Bandaríkjanna fyrir helgi. Hann leitaði sér aðstoðar við slappleika á föstudag þar sem hann var sendur heim með sýklalyfjaskammt, án greiningar. Hann var svo fluttur aftur á spítalann með sjúkrabíl tveimur dögum síðar. Greint hefur verið frá því að maðurinn hafi kastað upp fyrir utan heimili sitt áður en hann var fluttur á brott með sjúkrabíl. Ebóla smitast ekki í gegnum loft heldur aðeins í gegnum snertingu við hverskonar líkamsvessa. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa nokkra einstaklinga sem maðurinn átti í samskiptum við áður honum var komið undir læknishendur undir eftirliti. Talið er að hann hafi átt samneyti við átján manns, þar af fimm börn. Börnin fóru öll í skóla eftir að hafa hitt manninn en eftir að smitið greindist hafa þau verið látin halda sig heima þar sem fylgst er með því hvort þau sýni einkenni ebólusmits. Talið að enginn hafi smitast af manninum og vonast er til að búið sé að koma í veg fyrir frekari smit. Enn er þó fylgst með öllum þeim sem komu nálægt honum eftir að hann fór að sýna merki smits.
Ebóla Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira