„Af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni?“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. október 2014 19:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. Markmiðið er að finna hæfan og óumdeildan lögfræðing með þekkingu á sakamálaréttarfari til að fara yfir endurupptökubeiðnir Guðjóns Skarphéðinssonar og Erlu Bolladóttur. Rétt fyrir kvöldfréttir sagði Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs að dómsmálaráðherra myndi kynna þetta á allra næstu dögum. Jóhannes Þór nefndi einnig að nokkur þraut hefði verið að finna lögfræðing sem uppfyllti öll skilyrðin en hefði engin tengsl við málið.Sjá má umfjöllun Stöðvar 2 um málið í kvöld með því að smella á myndskeið með frétt. Hefði verði óeðlilegt að lýsa yfir vanhæfi áður en formleg beiðni barst Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, hefur legið undir gagnrýni í dag fyrir að hafa ekki strax tekið afstöðu til hæfis síns þegar krafa um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins kom fram, enda hafi fjölskyldutengsl hennar við Örn Höskuldsson, einn rannsakenda, ekki verið nýjar upplýsingar og legið fyrir frá upphafi. Sigríður segist að sjálfsögðu hafa haft þessi tengsl í huga. Hún segir að formlegar endurupptökubeiðnir hafi fyrst borist til sín 4. september síðastliðinn. Í endurupptökubeiðnum er mikið byggt á því að lög hafi verið brotin við rannsókn málsins á sínum tíma. Hún hafi fyrst verið í stöðu til að huga að hæfi sínu að þessu leyti þegar formleg beiðni hafi borist. Hún segist ekki sammála því að það hafi verið „fyrirsjáanlegt“ að byggt yrði á því að rannsakendur hafi sýnt af sér refsiverða háttsemi með því að leyna sönnunargögnum, skjóta þeim undan og halda frá verjendum. Þá segir hún að það hefði verið óeðlilegt af sér að stíga fram og lýsa yfir vanhæfi sínu þegar það hafi ekki einu sinni verið komin fram formleg beiðni, þ.e. fyrir 4. september sl. Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari.Sterk ástæða til endurupptöku að mati fyrrverandi hæstaréttardómara Í greinargerðum fyrir endurupptökubeiðnum, sem Ragnar Aðalsteinsson hrl. vann fyrir hönd Guðjóns Skarphéðinssonar og Erlu Bolladóttur, koma fram annars vegar tilvísanir um ný gögn og nýjar upplýsingar um að sönnunargögnum hafi verið haldið frá verjendum eða þau látin hverfa, en það er í raun ábending um refsiverða háttsemi þeirra sem fóru með rannsókn málsins. Skilyrði fyrir endurupptöku sakamála sem dómur hefur gengið um koma fram í 211. gr. laga um meðferð sakamála. Nóg er að eitt skilyrðanna sé uppfyllt, en þar segir m.a: a-liður: „fram eru komin ný gögn sem ætla má að hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk.“ b-liður: „ætla má að lögregla, ákærandi, dómari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram þau málalok sem orðin eru“ Jón Steinar Gunnlaugsson gætti á sínum tíma hagsmuna Magnúsar Leopoldssonar, eins sakborninga, þegar fyrst var farið fram á endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Sem fyrrverandi dómari í Hæstarétti og verjandi í marga áratugi þar á undan þekkir hann bæði málið og málaflokkinn vel. Hann segir ný gögn og upplýsingar um að lög hafi verið brotin við rannsókn gilda ástæðu til endurupptöku málsins. „Að mínu mati er það mjög sterk ástæða til endurupptöku. Reyndar hef ég verið þeirrar skoðunar öll þessi ár, af því maður lifði alla þessa tíma, að þessir dómar hafi á sínum tíma gengið á ófullnægjandi forsendum og það hafi átt að leyfa endurupptöku málsins á grundvelli ákvæðis í lögunum þar sem kveðið er á um það að ef ástæða sé til að ætla að sönnunargögn hafi verið rangt metin þá sé það nægilegt til endurupptöku. Það má líka spyrja í þessu sambandi, af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni? Það er vegna þess að dómarnir voru aldrei fullnægjandi. Bara til þess að varpa í einni setningu ljósi á það þá voru dómarnir byggðir á játningum sakborninganna sem eiga að hafa játað á sig tvö manndráp. Samt gat ekkert þeirra bent á líkin. Hvernig stóð á því, ef eitthvað mark var takandi á játningunum?,“ segir Jón Steinar. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. Markmiðið er að finna hæfan og óumdeildan lögfræðing með þekkingu á sakamálaréttarfari til að fara yfir endurupptökubeiðnir Guðjóns Skarphéðinssonar og Erlu Bolladóttur. Rétt fyrir kvöldfréttir sagði Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs að dómsmálaráðherra myndi kynna þetta á allra næstu dögum. Jóhannes Þór nefndi einnig að nokkur þraut hefði verið að finna lögfræðing sem uppfyllti öll skilyrðin en hefði engin tengsl við málið.Sjá má umfjöllun Stöðvar 2 um málið í kvöld með því að smella á myndskeið með frétt. Hefði verði óeðlilegt að lýsa yfir vanhæfi áður en formleg beiðni barst Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, hefur legið undir gagnrýni í dag fyrir að hafa ekki strax tekið afstöðu til hæfis síns þegar krafa um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins kom fram, enda hafi fjölskyldutengsl hennar við Örn Höskuldsson, einn rannsakenda, ekki verið nýjar upplýsingar og legið fyrir frá upphafi. Sigríður segist að sjálfsögðu hafa haft þessi tengsl í huga. Hún segir að formlegar endurupptökubeiðnir hafi fyrst borist til sín 4. september síðastliðinn. Í endurupptökubeiðnum er mikið byggt á því að lög hafi verið brotin við rannsókn málsins á sínum tíma. Hún hafi fyrst verið í stöðu til að huga að hæfi sínu að þessu leyti þegar formleg beiðni hafi borist. Hún segist ekki sammála því að það hafi verið „fyrirsjáanlegt“ að byggt yrði á því að rannsakendur hafi sýnt af sér refsiverða háttsemi með því að leyna sönnunargögnum, skjóta þeim undan og halda frá verjendum. Þá segir hún að það hefði verið óeðlilegt af sér að stíga fram og lýsa yfir vanhæfi sínu þegar það hafi ekki einu sinni verið komin fram formleg beiðni, þ.e. fyrir 4. september sl. Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari.Sterk ástæða til endurupptöku að mati fyrrverandi hæstaréttardómara Í greinargerðum fyrir endurupptökubeiðnum, sem Ragnar Aðalsteinsson hrl. vann fyrir hönd Guðjóns Skarphéðinssonar og Erlu Bolladóttur, koma fram annars vegar tilvísanir um ný gögn og nýjar upplýsingar um að sönnunargögnum hafi verið haldið frá verjendum eða þau látin hverfa, en það er í raun ábending um refsiverða háttsemi þeirra sem fóru með rannsókn málsins. Skilyrði fyrir endurupptöku sakamála sem dómur hefur gengið um koma fram í 211. gr. laga um meðferð sakamála. Nóg er að eitt skilyrðanna sé uppfyllt, en þar segir m.a: a-liður: „fram eru komin ný gögn sem ætla má að hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk.“ b-liður: „ætla má að lögregla, ákærandi, dómari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram þau málalok sem orðin eru“ Jón Steinar Gunnlaugsson gætti á sínum tíma hagsmuna Magnúsar Leopoldssonar, eins sakborninga, þegar fyrst var farið fram á endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Sem fyrrverandi dómari í Hæstarétti og verjandi í marga áratugi þar á undan þekkir hann bæði málið og málaflokkinn vel. Hann segir ný gögn og upplýsingar um að lög hafi verið brotin við rannsókn gilda ástæðu til endurupptöku málsins. „Að mínu mati er það mjög sterk ástæða til endurupptöku. Reyndar hef ég verið þeirrar skoðunar öll þessi ár, af því maður lifði alla þessa tíma, að þessir dómar hafi á sínum tíma gengið á ófullnægjandi forsendum og það hafi átt að leyfa endurupptöku málsins á grundvelli ákvæðis í lögunum þar sem kveðið er á um það að ef ástæða sé til að ætla að sönnunargögn hafi verið rangt metin þá sé það nægilegt til endurupptöku. Það má líka spyrja í þessu sambandi, af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni? Það er vegna þess að dómarnir voru aldrei fullnægjandi. Bara til þess að varpa í einni setningu ljósi á það þá voru dómarnir byggðir á játningum sakborninganna sem eiga að hafa játað á sig tvö manndráp. Samt gat ekkert þeirra bent á líkin. Hvernig stóð á því, ef eitthvað mark var takandi á játningunum?,“ segir Jón Steinar.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira