Var fáviti að kjósa Framsóknarflokkinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2014 22:15 Ólafur Páll Gunnarsson. vísir/stefán Ólafur Páll Gunnarsson, dagskrárgerðarmaður og tónlistarstjóri Rásar 2, birti nú rétt í þessu yfirlýsingu á Facebook-vegg sínum þar sem hann beinir spjótum að ... sjálfum sér. Tilefnið eru hugmyndir Vigdísar Hauksdóttur þess efnis að það hljóti að koma til greina að selja Rás 2. Ólafi Páli hugnast það greinilega ekki og setur fram játningar þess efnis að hann hafi kosið Framsóknarflokkinn. Það hafi hann gert vegna lána sinna en ekki óraði hann fyrir að „stórhættulegt fólk“ á borð við Vigdísi myndi fylgja með í kaupunum. „Ég stíg hér með fram og segi: Það er fávitum eins og mér að kenna að svona rugludallar (mig langaði að nota annað orð....) eru við völd á Íslandi í dag. Mér var lofað að stökkbreytta húsnæðislánið mitt yrði leiðrétt og ÞESS VEGNA KAUS ÉG FRAMSÓKNARFLOKKINN í síðustu kosningum!,“ skrifar Ólafur á Facebook. Ólafur segir það afleitt að ætla að selja stöðina – ekkert sé til að selja. „Ég er algjörlega gáttaður. Ef fólk vill loka þessari útvarpsstöð, þá gerir það það bara. Það er ekkert til þess að selja. Ef það væri mögulegt að selja hana þá myndi það þýða að það þyrfti að hækka afnotagjöldin eða nefskattinn til þess að hægt væri að halda úti annarri starfsemi óbreyttri,“ segir Ólafur í samtali við Vísi og bætir við að Rás 2 hafi alla tíð staðið undir sér. „Rás 2 er mér vitanlega sú eining, eða af þessum þremur, sem hefur alla tíð skilað meiri tekjum en hún hefur kostað. Og það var forsenda þess að hún yrði sett á laggirnar á sínum tíma.“ Yfirlýsingu Ólafs má sjá í heild sinni hér að neðan:Ég stíg hér með fram og segi: Það er fávitum eins og mér að kenna að svona rugludallar (mig langaði að nota annað orð....) eru við völd á Íslandi í dag. Mér var lofað að stökkbreytta húsnæðislánið mitt yrði leiðrétt og ÞESS VEGNA KAUS ÉG FRAMSÓKNARFLOKKINN í síðustu kosningum! Þið megið ÖLL gera grín að mér til æviloka - en ég TRÚÐI því virkilega og einlæglega sem formaðurinn og fyrrum samstarfsfélagi minn af RÚV sagði - ég trúði því að þetta Hókus Pókus með lánin og hrægammasjóðina og það alltsaman væri mögulegt. Ég og allir hinir sem kusum FRAMSÓKNARFLOKKINN gerðum okkur ekki grein fyrir því (amk. ekki ég) að svona stórhættulegt fólk fylgdi með í dílnum. Fari ég og önnur fífl í rassgat! P.s. Ég er með fullri rænu og ódrukkinn Seljum svo Rás 2....eða hendum henni bara. Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir vill selja Rás 2 Vill skoða hvort rétt sé að selja Rás tvö og fá þannig pening í ríkiskassann. 2. október 2014 18:45 Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins ohf á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. 2. október 2014 11:36 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
Ólafur Páll Gunnarsson, dagskrárgerðarmaður og tónlistarstjóri Rásar 2, birti nú rétt í þessu yfirlýsingu á Facebook-vegg sínum þar sem hann beinir spjótum að ... sjálfum sér. Tilefnið eru hugmyndir Vigdísar Hauksdóttur þess efnis að það hljóti að koma til greina að selja Rás 2. Ólafi Páli hugnast það greinilega ekki og setur fram játningar þess efnis að hann hafi kosið Framsóknarflokkinn. Það hafi hann gert vegna lána sinna en ekki óraði hann fyrir að „stórhættulegt fólk“ á borð við Vigdísi myndi fylgja með í kaupunum. „Ég stíg hér með fram og segi: Það er fávitum eins og mér að kenna að svona rugludallar (mig langaði að nota annað orð....) eru við völd á Íslandi í dag. Mér var lofað að stökkbreytta húsnæðislánið mitt yrði leiðrétt og ÞESS VEGNA KAUS ÉG FRAMSÓKNARFLOKKINN í síðustu kosningum!,“ skrifar Ólafur á Facebook. Ólafur segir það afleitt að ætla að selja stöðina – ekkert sé til að selja. „Ég er algjörlega gáttaður. Ef fólk vill loka þessari útvarpsstöð, þá gerir það það bara. Það er ekkert til þess að selja. Ef það væri mögulegt að selja hana þá myndi það þýða að það þyrfti að hækka afnotagjöldin eða nefskattinn til þess að hægt væri að halda úti annarri starfsemi óbreyttri,“ segir Ólafur í samtali við Vísi og bætir við að Rás 2 hafi alla tíð staðið undir sér. „Rás 2 er mér vitanlega sú eining, eða af þessum þremur, sem hefur alla tíð skilað meiri tekjum en hún hefur kostað. Og það var forsenda þess að hún yrði sett á laggirnar á sínum tíma.“ Yfirlýsingu Ólafs má sjá í heild sinni hér að neðan:Ég stíg hér með fram og segi: Það er fávitum eins og mér að kenna að svona rugludallar (mig langaði að nota annað orð....) eru við völd á Íslandi í dag. Mér var lofað að stökkbreytta húsnæðislánið mitt yrði leiðrétt og ÞESS VEGNA KAUS ÉG FRAMSÓKNARFLOKKINN í síðustu kosningum! Þið megið ÖLL gera grín að mér til æviloka - en ég TRÚÐI því virkilega og einlæglega sem formaðurinn og fyrrum samstarfsfélagi minn af RÚV sagði - ég trúði því að þetta Hókus Pókus með lánin og hrægammasjóðina og það alltsaman væri mögulegt. Ég og allir hinir sem kusum FRAMSÓKNARFLOKKINN gerðum okkur ekki grein fyrir því (amk. ekki ég) að svona stórhættulegt fólk fylgdi með í dílnum. Fari ég og önnur fífl í rassgat! P.s. Ég er með fullri rænu og ódrukkinn Seljum svo Rás 2....eða hendum henni bara.
Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir vill selja Rás 2 Vill skoða hvort rétt sé að selja Rás tvö og fá þannig pening í ríkiskassann. 2. október 2014 18:45 Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins ohf á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. 2. október 2014 11:36 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir vill selja Rás 2 Vill skoða hvort rétt sé að selja Rás tvö og fá þannig pening í ríkiskassann. 2. október 2014 18:45
Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins ohf á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. 2. október 2014 11:36