Innlent

Vilborg sátt en svöng eftir leiðangurinn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Vilborg Arna Gissurardóttir á tindi Cho Oyu í Tíbet.
Vilborg Arna Gissurardóttir á tindi Cho Oyu í Tíbet. Mynd/Vilborg Arna
Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari, komst upp á sjötta hæsta fjallatind heims síðastliðinn fimmtudag, tind fjallsins Cho Oyu í Tíbet. Hún hefur sett sér það markmið að klífa sjö hæstu tinda heims, einn í hverri heimsálfu.

Vilborg komst á tindinn án aðstoðarmanna en tindurinn er  8.201 m hæð. Hún segir á Facbook síðu sinni að leiðangurinn hafi reynt talsvert á en að félagi hennar, Atli Pálsson, hafi þurft frá að hverfa vegna hæðarveiki í annarri umferð hæðaraðlögunar á fjallið.

Hún segist hafa lært margt á leiðangrinum og viðurkennir það fúslega að það sé heljarinnar mál að framkvæma slíkan leiðangur án utanaðkomandi aðstoðar. Segir hún mikið álag fylgja ferðum sem þessum, andlega og líkamlega. Þá segist hún ánægð með ferðina en heldur svöng.

Hér að neðan má sjá færslu Vilborgar.


Tengdar fréttir

Án súrefnis á sjötta hæsta tindinn

Vilborg Arna Gissurardóttir og vinur hennar Atli Pálsson hefja á miðvikudaginn leiðangur upp fjallið Cho You í Tíbet, sjötta hæsta fjall jarðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×