Niðurdæling brennisteinsvetnis gengur framar vonum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. október 2014 18:42 Niðurdæling brennisteinsvetnis, sem hreinsað hefur verið úr útblæstri Hellisheiðarvirkjunar, gengur framar vonum. Þriðjungi þess brennisteinsvetnis sem fellur til er nú dælt aftur ofan í berglög en aðstandendur verkefnisins vonast til að árangur sjáist á loftgæðamælingum á höfuðborgarsvæðinu í vetur. Niðurdælingin hefur nú staðið yfir í fjóra mánuði. Verkefnið fellst í því að fanga brennisteinsvetni sem kemur upp með heitri gufu í Hellisheiðarvirkjun. Hveralyktin sem flestir þekkja stafar af brennisteinsvetni. Þetta er litlaus, eitruð gastegund sem getur verið skaðleg heilsu í miklum styrk. Nær undantekningalaust er styrkur brennisteinsvetnis á höfuðborgarsvæðinu langt undir hættumörkum. Á veturna, þegar hitastig er rétt yfir frostmarki og austanátt ríkir, hefur komið skot í styrk brennisteinsvetnis. Núna eru nokkrir mánuðir liðnir frá því að verkefnið fór á fullt. Nú er þriðjungi af öllu brennisteinsvetni sem til fellur dælt niður aftur. Í vetur skýrist hvort að verkefnið sé að skila árangri þegar niðurstöður úr loftgæðamælingum á höfuðborgarsvæðinu liggja fyrir. „Í vetur munum við sjá hver árangurinn. Það er á veturna sem möguleikinn er á að þessi sterku púlsar komi. Við reiknum með að í júlí á næsta ári að þá verði gefið út heilbrigðisvottorð á verkefnið,“ segir Bjarni Már Júlíusson, verkefnastjóri tækniþróunar hjá Orku náttúrunnar. Til að tryggja það að styrkur brennisteinsvetnis fari ekki yfir ströngustu viðmið hefur Orkuveita Reykjavíkur nú í hyggju að reisa 20-30 metra gufuháf sem mun dæla efninu í gegnum hitahvörf sem myndast í ákveðnum veðuraðstæðum. „Með þessum háfi þá væri hægt að dæla gufunni upp í efri loftlög og dreifa henni. Sem myndi þá draga úr styrk brennisteinsvetnis í byggð,“ segir Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Umreiknað losar Hellisheiðarvirkjun fjörutíu þúsund tonn af brennisteinsdíoxíð á ári eða það sem Holuraun losar á hálfum sólarhringi. „Við lifum á eldfjallaeyju og getum haft stjórn á þessu en ekki eldgosinu,“ segir Bjarni að lokum. Bárðarbunga Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Niðurdæling brennisteinsvetnis, sem hreinsað hefur verið úr útblæstri Hellisheiðarvirkjunar, gengur framar vonum. Þriðjungi þess brennisteinsvetnis sem fellur til er nú dælt aftur ofan í berglög en aðstandendur verkefnisins vonast til að árangur sjáist á loftgæðamælingum á höfuðborgarsvæðinu í vetur. Niðurdælingin hefur nú staðið yfir í fjóra mánuði. Verkefnið fellst í því að fanga brennisteinsvetni sem kemur upp með heitri gufu í Hellisheiðarvirkjun. Hveralyktin sem flestir þekkja stafar af brennisteinsvetni. Þetta er litlaus, eitruð gastegund sem getur verið skaðleg heilsu í miklum styrk. Nær undantekningalaust er styrkur brennisteinsvetnis á höfuðborgarsvæðinu langt undir hættumörkum. Á veturna, þegar hitastig er rétt yfir frostmarki og austanátt ríkir, hefur komið skot í styrk brennisteinsvetnis. Núna eru nokkrir mánuðir liðnir frá því að verkefnið fór á fullt. Nú er þriðjungi af öllu brennisteinsvetni sem til fellur dælt niður aftur. Í vetur skýrist hvort að verkefnið sé að skila árangri þegar niðurstöður úr loftgæðamælingum á höfuðborgarsvæðinu liggja fyrir. „Í vetur munum við sjá hver árangurinn. Það er á veturna sem möguleikinn er á að þessi sterku púlsar komi. Við reiknum með að í júlí á næsta ári að þá verði gefið út heilbrigðisvottorð á verkefnið,“ segir Bjarni Már Júlíusson, verkefnastjóri tækniþróunar hjá Orku náttúrunnar. Til að tryggja það að styrkur brennisteinsvetnis fari ekki yfir ströngustu viðmið hefur Orkuveita Reykjavíkur nú í hyggju að reisa 20-30 metra gufuháf sem mun dæla efninu í gegnum hitahvörf sem myndast í ákveðnum veðuraðstæðum. „Með þessum háfi þá væri hægt að dæla gufunni upp í efri loftlög og dreifa henni. Sem myndi þá draga úr styrk brennisteinsvetnis í byggð,“ segir Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Umreiknað losar Hellisheiðarvirkjun fjörutíu þúsund tonn af brennisteinsdíoxíð á ári eða það sem Holuraun losar á hálfum sólarhringi. „Við lifum á eldfjallaeyju og getum haft stjórn á þessu en ekki eldgosinu,“ segir Bjarni að lokum.
Bárðarbunga Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira