Lífið

Gífurlega dýrt nektaratriði í Game of thrones

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá bænum Šibenik í Króatíu þar sem margar tökur Game of Thrones fara fram.
Frá bænum Šibenik í Króatíu þar sem margar tökur Game of Thrones fara fram. Vísir/Getty/HBO
Framleiðendur Game of thrones þáttanna greiddu um 50 þúsund dali á dag, jafnvirði um sex milljóna króna, í öryggisgæslu yfir þá fjóra daga sem upptökur á nektaratriði leikkonunnar Lena Heady fóru fram. Án þess að fara út í smáatriðin og skemma fyrir þeim sem ekki hafa lesið bækurnar, snýst atriðið um að drottningin Cersei Baratheon gengur nakin um götur Kings Landing.

Framleiðendum var mikið í mun um að engar myndir læku frá tökunum og kostaði viðbúnaður þeirra yfri dagana fjóra því um 24 milljónir króna.

Á heimasíðunni TMZ segir að rúmlega 200 öryggisverðir hafi verið ráðnir, farsímar bannaðir, starfsmönnum hótað lögsóknum og sektum ef eitthvað myndi leka. Þá var verslunareigendum í bænum Dubrovnik í Króatíu borgað fyrir að loka verslunum sínum og yfirgefa svæðið á meðan á tökum stóð.

Þrátt fyrir allan viðbúnað framleiðendanna og að einungis fjórir starfsmenn auk leikara hafi komið að tökunum, birti DailyMail þó mynd frá tökunum á heimasíðu sinni. (VARÚÐ - Inn í þeirri frétt er farið út í um hvað atriðið snýst. Svokallaður spoiler) Kirkjunnar menn í Króatíu höfðu áður farið fram á að atriðið yrði ekki tekið upp vegna nektaratriðsins. Óvissa ríkti um tíma hvort tökurnar færu yfir höfuð fram.


Tengdar fréttir

Game of Thrones geitunum bjargað í bili

Geitastofn Íslands telur nú rétt um 800 dýr og 22 prósent þeirra hafast við í Háafelli. Takist ekki að bjarga búinu verður þeim dýrum slátrað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×