Lífið

"Stephen er góður maður að mínu mati“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Catherine og Stephen.
Catherine og Stephen. vísir/getty
Leikkonan Catherine Hicks segir leikarann Stephen Collins vera góðan mann en TMZ birti upptöku í gær þar sem Stephen heyrist játa að hann hafi misnotað stúlkur undir lögaldri. Catherine lék eiginkonu Stephens í sjónvarpsþáttunum 7th Heaven.

„Ég hef ekkert að segja, ekkert að fela. Ég veit ekkert. Stephen er góður maður að mínu mati,“ segir Catherine í samtali við TMZ.

Annar meðleikari Stephens í 7th Heaven, Kyle Searles, segir að Stephen hafi verið honum sem faðir á tökustað.

„Ég hlustaði á upptökuna sem þið spiluðuð á leiðinni í vinnuna í morgun,“ segir Kyle í Skype-viðtali við TMZ.

„Það var áfall. Ég var ringlaður því þetta var ekki maðurinn sem ég man eftir. Ég get bara sagt ykkur hver hann var þegar ég vann með honum. Aldrei man ég eftir stund þar sem hann hagaði sér á óviðeigandi hátt,“ bætir hann við. Hann rómar Stephen í samtali við TMZ.

„Stephen er maður sem ég leit upp til. Stephen var vingjarnlegasti og yndislegasti maður sem ég hef fengið að vinna með og hann hafði mikil áhrif á mig. Hann þekkti alla á tökustaðnum með nafni, ekki bara leikarana. Hann var föðurímynd fyrir alla á tökustað.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×