Innlent

Sofnaði á rauðu ljósi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Stefán
„Að stjórna ökutæki krefst mikillar athygli og því er eins gott að ökumenn séu vel upplagðir þegar þeir setjast undir stýri,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni. Ástæða þessa að þetta er tekið fram er að í morgun sofnaði ökumaður á fjölförnum gatnamótum í morgun, þar sem hann beið eftir grænu ljósi.

Ekki hlaust slys af. Einhverjir aðrir ökumenn flautuðu, en flestir skiptu um akrein til að komast leiðar sinnar.

Lögreglan segir þó að tveir ökumenn hafi numið staðar og farið úr bíl sínum til að kanna hvort eitthvað amaði að ökumanninum sofandi. Þeir bönkuðu á glugga bílsins og kölluðu á ökumanninn sem virtist rænulaus.

Þegar hann vaknaði ók hann rakleitt af stað, en þá var aftur komið grænt ljós.

„Ekki er annað vitað, en hinn þreytti ökumaður hafi komist heill á áfangastað, en því miður er þetta atvik ekki einsdæmi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×