Innlent

Talin hafa logið um tilraun til nauðgunar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Saksóknari telur að danski karlmaðurinn hafi verið borinn röngum sökum.
Saksóknari telur að danski karlmaðurinn hafi verið borinn röngum sökum. visir/stefán
Íslensk kona hefur verið ákærð fyrir að bera danskan karlmann þeim sökum að hafa gert tilraun til að nauðga sér. Konan á að hafa gefið rangan framburð hjá lögreglunni á Mið- og Vestur-Jótlandi í Thisted í Danmörk þann 2. október 2011. Konan neitaði sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum.

Í ákærunni kemur fram að konan hafi sagt lögreglu að danskur karlmaður hafi umrædda nótt þá um nóttina, í húsasundi í Thisted, gert tilraun til þess að þvinga ákærðu til kynferðismaka.

Í framburði hennar kom fram að maðurinn hefði haldið henni fastri, káfað á brjóstum hennar og reynt að kyssa hana og dregið pils hennar niður. Saksóknari telur að danski karlmaðurinn hafi verið borinn röngum sökum sem olli því að hann var handtekinn af lögreglu og sakaður um tilraun til nauðgunar.

Konan játaði við skýrslutöku lögreglu síðar sama dag að hafa sjálfviljug stundað kynferðismök með manninum.Ríkissaksóknari krefst þess að konan verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×