Innlent

Hvetur þjóðir heims til að standa saman gegn IS

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bandaríkjaforseti á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag.
Bandaríkjaforseti á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Vísir/Getty
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hvatti þjóðir heims til að standa saman gegn hryðjuverkahópnum IS þegar hann ávarpaði Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í dag. Þetta kemur fram á The Guardian.

Í ræðu sinni sagði Obama hryðjuverkahópinn vera helstu áskorunina sem alþjóðasamfélagið stendur frammi fyrir. Bandaríkjaforseti sagði það ekkert nýtt að öfgahópar beittu hryðjuverkum en aðferðir IS væru óvenju grimmilegar.

Sú staðreynd hversu vel hópurinn nýtti sér jafnframt hnattvæðinguna og samfélagsmiðla til að koma málstað sínum á framfæri gerði hann einnig að sérstaklega mikilli ógn.

Obama sagði að Bandaríkin myndu nýta herstyrk sinn til þess að berjast gegn IS með loftárásum og hvatti þá sem höfðu gengið til liðs við hryðjuverkahópinn að yfirgefa hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×