Innlent

„Þurfum vonandi aldrei á þessu tæki að halda“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Félagar í Lionsklúbbnum Frey afhentu SHS hjartahnoðtæki að gjöf til afnota í sjúkrabílum. Á myndinni eru þeir Guðmundur Jón Helgason, formaður Freys, Þórður Guðmundsson, ritari, Magnús Tryggvason, gjaldkeri, Sigurður Tómasson, Sverrir Helgason, Jón K. Guðbergsson, Bernhard Petersen, Sverrir Sigfússon, Gunnar Bjarnason og Jón R. Sigurjónsson. Einnig Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri, Brynjar Friðriksson deildarstjóri og sjúkraflutningamenn á vakt.
Félagar í Lionsklúbbnum Frey afhentu SHS hjartahnoðtæki að gjöf til afnota í sjúkrabílum. Á myndinni eru þeir Guðmundur Jón Helgason, formaður Freys, Þórður Guðmundsson, ritari, Magnús Tryggvason, gjaldkeri, Sigurður Tómasson, Sverrir Helgason, Jón K. Guðbergsson, Bernhard Petersen, Sverrir Sigfússon, Gunnar Bjarnason og Jón R. Sigurjónsson. Einnig Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri, Brynjar Friðriksson deildarstjóri og sjúkraflutningamenn á vakt.
„Við erum mjög meðvitaðir um starf SHS og þó að við félagarnir vonum að við þurfum aldrei á þessu tæki að halda óskum við þess einlæglega að það komi að góðum notum,“ segir Guðmundur Jón Helgason, formaður Lionsklúbbsins Freys.

Guðmundur afhenti Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins nýtt Lucas hjartahnoðtæki til afnota í sjúkrabílum. Tækið spennist utan um sjúklinginn og hnoðar hann með tjakki sem gengur niður á brjóstið. Þannig veitir það jafnt og stöðugt hjartahnoð sem getur aukið lífslíkur sjúklings sem þarf að flytja milli staða, oft á tíðum við erfiðar aðstæður.

Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri tók við tækinu fyrir hönd SHS og sagði það sannarlega koma að góðum notum. Sambærilegt tæki hjá SHS hefur létt mönnum verulega starfið og tilkoma þess líklega haft hvað mestu breytinguna í för með sér fyrir sjúkraflutningamenn síðustu árin að því er segir í tilkynningu frá slökkviliðinu. 

Lionsfélagar hafa það markmið að láta gott af sér leiða á sviði mannúðar- og menningarmála og leggja þeim lið sem minna meiga sín. Þegar þeir heyrðu að SHS vantaði hjartahnoðtæki hófu þeir söfnun fyrir einu sliku. Þar með er búið að tækjavæða tvær af þremur stöðvum SHS en sú fjórða er væntanleg í Mosfellsbæ fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×