„Ráðstöfunartekjur munu hækka um hálft prósent“ Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2014 08:53 Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, ræddu fjárlagafrumvarpið í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Oddný segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með breytinguna á virðisaukaskatts kerfinu. „Stóra myndin er þó í takt við það sem þessi ríkisstjórn hefur markað. Við sáum það í fjárlagafrumvarpinu 2014. Svigrúmið þar var nýtt fyrir þá sem hafa það best og það sama gerist í þessu.“ Hún segist hafa talað fyrir endurskoðun virðisaukaskattskerfisins, að fækka þyrfti undanþágum. Að of lítið skref hafi verið tekið í þá áttina og í raun væri varla hægt að tala um endurskoðun. „Síðan er matur hækkaður undir því yfirskyni að verið sé að einfalda kerfið.“ Hún bendir á að í frumvarpinu segir að virðisaukakerfi sé ekki góð leið til að ná fram jöfnuði og því sé þessi breyting gerð. Þó sé ekkert sagt til um aðrar leiðir til að auka jöfnuð. „Það er mjög mikilvægt að horfa á heildarmyndina. Það verður að horfa á þá sem að minnst hafa. Þeir auðvitað spyrja sig hvort þeir eigi að kaupa sjónvarp eða þvottavél og nota það sem þeir græða á því til að kaupa í matinn. Þetta gengur ekki upp,“ segir Oddný. „Ég skil ekki alveg þessa umræðu og þessar fullyrðingar um að þessi ríkisstjórn hafi fyrst og fremst hjálpað þeim sem hafi meira á milli handanna,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að ef áherslur fjárlagafrumvarpsins og í því síðasta hafi verið að hjálpa þeim sem hafi það best, því hafi tíu milljarðar verið settir í heilbrigðismálin og sjö milljarðar í almannatryggingar, fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Guðlaugur sagði AGS og OECD hafa sagt að virðisaukaskattur væri ekki góð leið til að ná fram jöfnuði. Hann segir að nú sé verið að taka út hin alræmdu vörugjöld, sem fylgt hafi miklar flækjur í gegnum tíðina. „Í heildina, liggur það fyrir að ráðstöfunartekjur heimilana munu aukast við þessar breytingar, um fjögur þúsund milljónir króna. Ráðstöfunartekjur munu hækka um hálft prósent miðað við allar þessar breytingar. Þetta er ekki bara afnám vörugjaldsins, eða lækkun á hæsta virðisaukastigi. Þetta er líka hækkun á lægra þrepinu og sömuleiðis er bætt í barnabæturnar.“ Umræðunni var þó ekki lokið hér, en hægt er að hlusta á þau Oddný og Guðlaug hér að ofan. Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, ræddu fjárlagafrumvarpið í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Oddný segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með breytinguna á virðisaukaskatts kerfinu. „Stóra myndin er þó í takt við það sem þessi ríkisstjórn hefur markað. Við sáum það í fjárlagafrumvarpinu 2014. Svigrúmið þar var nýtt fyrir þá sem hafa það best og það sama gerist í þessu.“ Hún segist hafa talað fyrir endurskoðun virðisaukaskattskerfisins, að fækka þyrfti undanþágum. Að of lítið skref hafi verið tekið í þá áttina og í raun væri varla hægt að tala um endurskoðun. „Síðan er matur hækkaður undir því yfirskyni að verið sé að einfalda kerfið.“ Hún bendir á að í frumvarpinu segir að virðisaukakerfi sé ekki góð leið til að ná fram jöfnuði og því sé þessi breyting gerð. Þó sé ekkert sagt til um aðrar leiðir til að auka jöfnuð. „Það er mjög mikilvægt að horfa á heildarmyndina. Það verður að horfa á þá sem að minnst hafa. Þeir auðvitað spyrja sig hvort þeir eigi að kaupa sjónvarp eða þvottavél og nota það sem þeir græða á því til að kaupa í matinn. Þetta gengur ekki upp,“ segir Oddný. „Ég skil ekki alveg þessa umræðu og þessar fullyrðingar um að þessi ríkisstjórn hafi fyrst og fremst hjálpað þeim sem hafi meira á milli handanna,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að ef áherslur fjárlagafrumvarpsins og í því síðasta hafi verið að hjálpa þeim sem hafi það best, því hafi tíu milljarðar verið settir í heilbrigðismálin og sjö milljarðar í almannatryggingar, fyrir elli- og örorkulífeyrisþega. Guðlaugur sagði AGS og OECD hafa sagt að virðisaukaskattur væri ekki góð leið til að ná fram jöfnuði. Hann segir að nú sé verið að taka út hin alræmdu vörugjöld, sem fylgt hafi miklar flækjur í gegnum tíðina. „Í heildina, liggur það fyrir að ráðstöfunartekjur heimilana munu aukast við þessar breytingar, um fjögur þúsund milljónir króna. Ráðstöfunartekjur munu hækka um hálft prósent miðað við allar þessar breytingar. Þetta er ekki bara afnám vörugjaldsins, eða lækkun á hæsta virðisaukastigi. Þetta er líka hækkun á lægra þrepinu og sömuleiðis er bætt í barnabæturnar.“ Umræðunni var þó ekki lokið hér, en hægt er að hlusta á þau Oddný og Guðlaug hér að ofan.
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira