"Þessi kostnaður sveið" Hrund Þórsdóttir skrifar 10. september 2014 20:00 Læknis- og meðferðarkostnaður krabbameinssjúklinga hér á landi er umtalsverður eins og fram hefur komið í fréttum Stöðvar 2. Í sjötugustuogsjöttu grein stjórnarskrárinnar segir: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.“ Þá kveða lög um sjúkratryggingar á um „jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.“ Hnykkt er á þessu í Alþjóðasamningi sem byggir á Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna en þrátt fyrir þetta greiða íslenskir krabbameinssjúklingar oft mikið. Lítum á tvö íslensk dæmi: 38 ára einstæð móðir með þrjú börn, greindist núna í júlí með sjaldgæfa tegund krabbameins. Hún hefur meðal annars farið í átján segulómanir og blóðrannsóknir og kostnaður hennar er þegar kominn í 250 þúsund krónur. Hún var öryrki fyrir greiningu og borgaði til að byrja með samkvæmt taxta öryrkja og síðan með afsláttarkorti, en samt er kostnaðurinn þetta mikill. 27 ára karlmaður, barnlaus en í sambúð, greindist með krabbamein fyrir tveimur árum. Hann hefur þurft mikla læknisþjónustu, lyfjameðferð, rannsóknir og fleira og er heildarkostnaður hans vegna sjúkdómsins nú um ein og hálf milljón króna.Berum þetta saman við nágrannalöndin: Í Englandi, Frakklandi og Þýskalandi er ekkert greitt vegna krabbameins eða krabbameinslyfja, með þeirri undantekningu að í Þýskalandi er greitt sérstaklega fyrir eins manns stofu á sjúkrahúsi. Í Noregi er kostnaðurinn enginn og ekki heldur í Svíþjóð, sjúkraþjálfun og heimahjúkrun meðtalin. Þá er ekkert greitt fyrir læknisheimsóknir eða meðferð á sjúkrahúsi í Danmörku en hámarksgreiðsla vegna lyfja er tæpar sautján þúsund íslenskar krónur á ári og hægt er að sækja um styrk á móti. Hægt er að sjá samantektina hér."Þessi kostnaður sveið" Arndís Halla Jóhannesdóttir er 38 ára, gift, tveggja barna móðir. Hún greindist með brjóstakrabbamein þegar hún bjó í Bandaríkjunum árið 2012 en býr nú á Akranesi og í mars kom í ljós að meinið hafði tekið sig upp aftur. Síðan þá hefur hún greitt 212 þúsund krónur auk óbeins kostnaðar, til dæmis vegna vinnutaps maka. „Þessar litlu upphæðir verða bara svo stórar, þetta er ótrúlega fljótt að tínast saman,“ segir Arndís. 80 þúsund krónur hafa farið í far fyrir eiginmann hennar vegna tveggja ferða í sneiðmyndatökur í Danmörku. „Þótt maður sé ekki fárveikur er maður ekki í standi til að fara einn og þessi kostnaður sveið. Arndís kveðst sjálf í ágætri stöðu en veit um marga sem eiga í erfiðleikum. „Ég bara hugsa til þess fólks sem nær varla endum saman dagsdaglega án þess að standa í þessu og þarf svo að fara að hafa áhyggjur af þessu ofan á allt annað. Það er miklu meira en nóg að hafa áhyggjur af þróun sjúkdómsins sjálfs.“ Arndís er hálfnuð með sína lyfjameðferð og framhaldið lítur vel út. „En maður veit aldrei. Sumir eru heldur ekkert í þeirri stöðu að hafa fengið góðar fréttir eins og ég er akkúrat í dag og þá sjá þeir kannski engan endi á útlátunum.“Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og á fimmtán ára afmæli þess, þann fyrsta október, verður stofnaður neyðarsjóður til að styðja við bakið á ungu fólki sem ekki hefur efni á að greiða læknis-og meðferðarkostnað. Efnt verður til styrktartónleika hér í Norðurljósasal Hörpu sautjánda september og nánari upplýsingar um þá eru hér. „Þetta er svo ósanngjarn kostnaður. Auðvitað vill enginn lenda í þessu og ef maður hefur á annað borð efni á þessu vill maður frekar setja peningana í ferðasjóð eða eitthvað; ég held bara að þeir séu svo margir sem hafa ekki neitt aflögu og þá verður að taka þetta af matarpeningum eða öðru slíku.“ Tengdar fréttir Hræðileg tilfinning að hafa ekki efni á lyfjunum "Það er mikið áfall að greinast með krabbamein og að þurfa að takast á við fjárhagsvandræði í ofanálag er mjög erfitt,“ segir 26 ára maður sem er á lokastigi krabbameins. "Hræðileg tilfinning að hafa ekki einu sinni efni á lyfjunum,“ segir kærasta hans. 9. mars 2014 20:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Læknis- og meðferðarkostnaður krabbameinssjúklinga hér á landi er umtalsverður eins og fram hefur komið í fréttum Stöðvar 2. Í sjötugustuogsjöttu grein stjórnarskrárinnar segir: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.“ Þá kveða lög um sjúkratryggingar á um „jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.“ Hnykkt er á þessu í Alþjóðasamningi sem byggir á Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna en þrátt fyrir þetta greiða íslenskir krabbameinssjúklingar oft mikið. Lítum á tvö íslensk dæmi: 38 ára einstæð móðir með þrjú börn, greindist núna í júlí með sjaldgæfa tegund krabbameins. Hún hefur meðal annars farið í átján segulómanir og blóðrannsóknir og kostnaður hennar er þegar kominn í 250 þúsund krónur. Hún var öryrki fyrir greiningu og borgaði til að byrja með samkvæmt taxta öryrkja og síðan með afsláttarkorti, en samt er kostnaðurinn þetta mikill. 27 ára karlmaður, barnlaus en í sambúð, greindist með krabbamein fyrir tveimur árum. Hann hefur þurft mikla læknisþjónustu, lyfjameðferð, rannsóknir og fleira og er heildarkostnaður hans vegna sjúkdómsins nú um ein og hálf milljón króna.Berum þetta saman við nágrannalöndin: Í Englandi, Frakklandi og Þýskalandi er ekkert greitt vegna krabbameins eða krabbameinslyfja, með þeirri undantekningu að í Þýskalandi er greitt sérstaklega fyrir eins manns stofu á sjúkrahúsi. Í Noregi er kostnaðurinn enginn og ekki heldur í Svíþjóð, sjúkraþjálfun og heimahjúkrun meðtalin. Þá er ekkert greitt fyrir læknisheimsóknir eða meðferð á sjúkrahúsi í Danmörku en hámarksgreiðsla vegna lyfja er tæpar sautján þúsund íslenskar krónur á ári og hægt er að sækja um styrk á móti. Hægt er að sjá samantektina hér."Þessi kostnaður sveið" Arndís Halla Jóhannesdóttir er 38 ára, gift, tveggja barna móðir. Hún greindist með brjóstakrabbamein þegar hún bjó í Bandaríkjunum árið 2012 en býr nú á Akranesi og í mars kom í ljós að meinið hafði tekið sig upp aftur. Síðan þá hefur hún greitt 212 þúsund krónur auk óbeins kostnaðar, til dæmis vegna vinnutaps maka. „Þessar litlu upphæðir verða bara svo stórar, þetta er ótrúlega fljótt að tínast saman,“ segir Arndís. 80 þúsund krónur hafa farið í far fyrir eiginmann hennar vegna tveggja ferða í sneiðmyndatökur í Danmörku. „Þótt maður sé ekki fárveikur er maður ekki í standi til að fara einn og þessi kostnaður sveið. Arndís kveðst sjálf í ágætri stöðu en veit um marga sem eiga í erfiðleikum. „Ég bara hugsa til þess fólks sem nær varla endum saman dagsdaglega án þess að standa í þessu og þarf svo að fara að hafa áhyggjur af þessu ofan á allt annað. Það er miklu meira en nóg að hafa áhyggjur af þróun sjúkdómsins sjálfs.“ Arndís er hálfnuð með sína lyfjameðferð og framhaldið lítur vel út. „En maður veit aldrei. Sumir eru heldur ekkert í þeirri stöðu að hafa fengið góðar fréttir eins og ég er akkúrat í dag og þá sjá þeir kannski engan endi á útlátunum.“Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og á fimmtán ára afmæli þess, þann fyrsta október, verður stofnaður neyðarsjóður til að styðja við bakið á ungu fólki sem ekki hefur efni á að greiða læknis-og meðferðarkostnað. Efnt verður til styrktartónleika hér í Norðurljósasal Hörpu sautjánda september og nánari upplýsingar um þá eru hér. „Þetta er svo ósanngjarn kostnaður. Auðvitað vill enginn lenda í þessu og ef maður hefur á annað borð efni á þessu vill maður frekar setja peningana í ferðasjóð eða eitthvað; ég held bara að þeir séu svo margir sem hafa ekki neitt aflögu og þá verður að taka þetta af matarpeningum eða öðru slíku.“
Tengdar fréttir Hræðileg tilfinning að hafa ekki efni á lyfjunum "Það er mikið áfall að greinast með krabbamein og að þurfa að takast á við fjárhagsvandræði í ofanálag er mjög erfitt,“ segir 26 ára maður sem er á lokastigi krabbameins. "Hræðileg tilfinning að hafa ekki einu sinni efni á lyfjunum,“ segir kærasta hans. 9. mars 2014 20:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Hræðileg tilfinning að hafa ekki efni á lyfjunum "Það er mikið áfall að greinast með krabbamein og að þurfa að takast á við fjárhagsvandræði í ofanálag er mjög erfitt,“ segir 26 ára maður sem er á lokastigi krabbameins. "Hræðileg tilfinning að hafa ekki einu sinni efni á lyfjunum,“ segir kærasta hans. 9. mars 2014 20:00