"Þessi kostnaður sveið" Hrund Þórsdóttir skrifar 10. september 2014 20:00 Læknis- og meðferðarkostnaður krabbameinssjúklinga hér á landi er umtalsverður eins og fram hefur komið í fréttum Stöðvar 2. Í sjötugustuogsjöttu grein stjórnarskrárinnar segir: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.“ Þá kveða lög um sjúkratryggingar á um „jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.“ Hnykkt er á þessu í Alþjóðasamningi sem byggir á Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna en þrátt fyrir þetta greiða íslenskir krabbameinssjúklingar oft mikið. Lítum á tvö íslensk dæmi: 38 ára einstæð móðir með þrjú börn, greindist núna í júlí með sjaldgæfa tegund krabbameins. Hún hefur meðal annars farið í átján segulómanir og blóðrannsóknir og kostnaður hennar er þegar kominn í 250 þúsund krónur. Hún var öryrki fyrir greiningu og borgaði til að byrja með samkvæmt taxta öryrkja og síðan með afsláttarkorti, en samt er kostnaðurinn þetta mikill. 27 ára karlmaður, barnlaus en í sambúð, greindist með krabbamein fyrir tveimur árum. Hann hefur þurft mikla læknisþjónustu, lyfjameðferð, rannsóknir og fleira og er heildarkostnaður hans vegna sjúkdómsins nú um ein og hálf milljón króna.Berum þetta saman við nágrannalöndin: Í Englandi, Frakklandi og Þýskalandi er ekkert greitt vegna krabbameins eða krabbameinslyfja, með þeirri undantekningu að í Þýskalandi er greitt sérstaklega fyrir eins manns stofu á sjúkrahúsi. Í Noregi er kostnaðurinn enginn og ekki heldur í Svíþjóð, sjúkraþjálfun og heimahjúkrun meðtalin. Þá er ekkert greitt fyrir læknisheimsóknir eða meðferð á sjúkrahúsi í Danmörku en hámarksgreiðsla vegna lyfja er tæpar sautján þúsund íslenskar krónur á ári og hægt er að sækja um styrk á móti. Hægt er að sjá samantektina hér."Þessi kostnaður sveið" Arndís Halla Jóhannesdóttir er 38 ára, gift, tveggja barna móðir. Hún greindist með brjóstakrabbamein þegar hún bjó í Bandaríkjunum árið 2012 en býr nú á Akranesi og í mars kom í ljós að meinið hafði tekið sig upp aftur. Síðan þá hefur hún greitt 212 þúsund krónur auk óbeins kostnaðar, til dæmis vegna vinnutaps maka. „Þessar litlu upphæðir verða bara svo stórar, þetta er ótrúlega fljótt að tínast saman,“ segir Arndís. 80 þúsund krónur hafa farið í far fyrir eiginmann hennar vegna tveggja ferða í sneiðmyndatökur í Danmörku. „Þótt maður sé ekki fárveikur er maður ekki í standi til að fara einn og þessi kostnaður sveið. Arndís kveðst sjálf í ágætri stöðu en veit um marga sem eiga í erfiðleikum. „Ég bara hugsa til þess fólks sem nær varla endum saman dagsdaglega án þess að standa í þessu og þarf svo að fara að hafa áhyggjur af þessu ofan á allt annað. Það er miklu meira en nóg að hafa áhyggjur af þróun sjúkdómsins sjálfs.“ Arndís er hálfnuð með sína lyfjameðferð og framhaldið lítur vel út. „En maður veit aldrei. Sumir eru heldur ekkert í þeirri stöðu að hafa fengið góðar fréttir eins og ég er akkúrat í dag og þá sjá þeir kannski engan endi á útlátunum.“Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og á fimmtán ára afmæli þess, þann fyrsta október, verður stofnaður neyðarsjóður til að styðja við bakið á ungu fólki sem ekki hefur efni á að greiða læknis-og meðferðarkostnað. Efnt verður til styrktartónleika hér í Norðurljósasal Hörpu sautjánda september og nánari upplýsingar um þá eru hér. „Þetta er svo ósanngjarn kostnaður. Auðvitað vill enginn lenda í þessu og ef maður hefur á annað borð efni á þessu vill maður frekar setja peningana í ferðasjóð eða eitthvað; ég held bara að þeir séu svo margir sem hafa ekki neitt aflögu og þá verður að taka þetta af matarpeningum eða öðru slíku.“ Tengdar fréttir Hræðileg tilfinning að hafa ekki efni á lyfjunum "Það er mikið áfall að greinast með krabbamein og að þurfa að takast á við fjárhagsvandræði í ofanálag er mjög erfitt,“ segir 26 ára maður sem er á lokastigi krabbameins. "Hræðileg tilfinning að hafa ekki einu sinni efni á lyfjunum,“ segir kærasta hans. 9. mars 2014 20:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Læknis- og meðferðarkostnaður krabbameinssjúklinga hér á landi er umtalsverður eins og fram hefur komið í fréttum Stöðvar 2. Í sjötugustuogsjöttu grein stjórnarskrárinnar segir: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.“ Þá kveða lög um sjúkratryggingar á um „jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.“ Hnykkt er á þessu í Alþjóðasamningi sem byggir á Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna en þrátt fyrir þetta greiða íslenskir krabbameinssjúklingar oft mikið. Lítum á tvö íslensk dæmi: 38 ára einstæð móðir með þrjú börn, greindist núna í júlí með sjaldgæfa tegund krabbameins. Hún hefur meðal annars farið í átján segulómanir og blóðrannsóknir og kostnaður hennar er þegar kominn í 250 þúsund krónur. Hún var öryrki fyrir greiningu og borgaði til að byrja með samkvæmt taxta öryrkja og síðan með afsláttarkorti, en samt er kostnaðurinn þetta mikill. 27 ára karlmaður, barnlaus en í sambúð, greindist með krabbamein fyrir tveimur árum. Hann hefur þurft mikla læknisþjónustu, lyfjameðferð, rannsóknir og fleira og er heildarkostnaður hans vegna sjúkdómsins nú um ein og hálf milljón króna.Berum þetta saman við nágrannalöndin: Í Englandi, Frakklandi og Þýskalandi er ekkert greitt vegna krabbameins eða krabbameinslyfja, með þeirri undantekningu að í Þýskalandi er greitt sérstaklega fyrir eins manns stofu á sjúkrahúsi. Í Noregi er kostnaðurinn enginn og ekki heldur í Svíþjóð, sjúkraþjálfun og heimahjúkrun meðtalin. Þá er ekkert greitt fyrir læknisheimsóknir eða meðferð á sjúkrahúsi í Danmörku en hámarksgreiðsla vegna lyfja er tæpar sautján þúsund íslenskar krónur á ári og hægt er að sækja um styrk á móti. Hægt er að sjá samantektina hér."Þessi kostnaður sveið" Arndís Halla Jóhannesdóttir er 38 ára, gift, tveggja barna móðir. Hún greindist með brjóstakrabbamein þegar hún bjó í Bandaríkjunum árið 2012 en býr nú á Akranesi og í mars kom í ljós að meinið hafði tekið sig upp aftur. Síðan þá hefur hún greitt 212 þúsund krónur auk óbeins kostnaðar, til dæmis vegna vinnutaps maka. „Þessar litlu upphæðir verða bara svo stórar, þetta er ótrúlega fljótt að tínast saman,“ segir Arndís. 80 þúsund krónur hafa farið í far fyrir eiginmann hennar vegna tveggja ferða í sneiðmyndatökur í Danmörku. „Þótt maður sé ekki fárveikur er maður ekki í standi til að fara einn og þessi kostnaður sveið. Arndís kveðst sjálf í ágætri stöðu en veit um marga sem eiga í erfiðleikum. „Ég bara hugsa til þess fólks sem nær varla endum saman dagsdaglega án þess að standa í þessu og þarf svo að fara að hafa áhyggjur af þessu ofan á allt annað. Það er miklu meira en nóg að hafa áhyggjur af þróun sjúkdómsins sjálfs.“ Arndís er hálfnuð með sína lyfjameðferð og framhaldið lítur vel út. „En maður veit aldrei. Sumir eru heldur ekkert í þeirri stöðu að hafa fengið góðar fréttir eins og ég er akkúrat í dag og þá sjá þeir kannski engan endi á útlátunum.“Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og á fimmtán ára afmæli þess, þann fyrsta október, verður stofnaður neyðarsjóður til að styðja við bakið á ungu fólki sem ekki hefur efni á að greiða læknis-og meðferðarkostnað. Efnt verður til styrktartónleika hér í Norðurljósasal Hörpu sautjánda september og nánari upplýsingar um þá eru hér. „Þetta er svo ósanngjarn kostnaður. Auðvitað vill enginn lenda í þessu og ef maður hefur á annað borð efni á þessu vill maður frekar setja peningana í ferðasjóð eða eitthvað; ég held bara að þeir séu svo margir sem hafa ekki neitt aflögu og þá verður að taka þetta af matarpeningum eða öðru slíku.“
Tengdar fréttir Hræðileg tilfinning að hafa ekki efni á lyfjunum "Það er mikið áfall að greinast með krabbamein og að þurfa að takast á við fjárhagsvandræði í ofanálag er mjög erfitt,“ segir 26 ára maður sem er á lokastigi krabbameins. "Hræðileg tilfinning að hafa ekki einu sinni efni á lyfjunum,“ segir kærasta hans. 9. mars 2014 20:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Hræðileg tilfinning að hafa ekki efni á lyfjunum "Það er mikið áfall að greinast með krabbamein og að þurfa að takast á við fjárhagsvandræði í ofanálag er mjög erfitt,“ segir 26 ára maður sem er á lokastigi krabbameins. "Hræðileg tilfinning að hafa ekki einu sinni efni á lyfjunum,“ segir kærasta hans. 9. mars 2014 20:00