Hræðileg tilfinning að hafa ekki efni á lyfjunum Hrund Þórsdóttir skrifar 9. mars 2014 20:00 Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Halldóru Víðisdóttur, sem missti systur sína úr krabbameini. Halldóra er formaður Krafts og ætlar félagið að stofna sjóð sem mun styðja fjárhagslega við unga krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra. „Við erum með mörg dæmi hjá Krafti og Krabbameinsfélaginu þar sem við sjáum að fólk lendir oft í mjög alvarlegri stöðu fjárhagslega þegar það greinist með krabbamein,“ segir Halldóra. Sem dæmi má nefna 35 ára konu sem lokið hefur krabbameinsmeðferð en er í eftirfylgni og greiddi nær þrjátíu þúsund krónur vegna hennar fyrstu tvo mánuði ársins. Hún hefur ekki getað unnið og þarf að sleppa úrræðum sem í boði eru vegna kostnaðar. Hún sér fram á svipaðar greiðslur áfram.Bjarki Már Sigvaldason þekkir þetta af eigin raun. 25 ára greindist hann með ristilkrabbamein í árslok 2012 og síðar meinvörp í lungum og er hann á lokastigi krabbameins. Frá byrjun síðasta árs hefur beinn kostnaður hans vegna sjúkdómsins verið um átta hundruð þúsund krónur og er það fyrir utan óbeinan kostnað við til dæmis ferðir og breytt mataræði. „Þar við bætist svo auðvitað tekjumissir hjá mér og maka mínum,“ segir Bjarki. Hann og kærasta hans, Ástrós Rut Sigurðardóttir, leigðu íbúð tvö saman en réðu ekki lengur við það vegna veikinda hans. Úr varð að þau og nánasta fjölskylda Bjarka sögðu upp íbúðum sínum og búa nú saman. Þá hefur vinnuveitandi Bjarka reynst vel auk þess sem fótboltafélagar hans í HK söfnuðu hárri upphæð. „Ég er búnn að fá mikla hjálp og án hennar hefði ég aldrei komist í gegnum þetta,“ segir Bjarki. Þau Ástrós eiga ekki börn og Bjarki getur ekki ímyndað sér hvernig til dæmis einstæðir foreldrar geti tekist á við kostnaðinn sem fylgi krabbameini. „Það er auðvitað mikið álag að vera veikur og fara í gegnum þetta, en að þurfa svo að takast á við fjárhagsvandræði í ofanálag er mjög erfitt,“ segir hann og Ástrós tekur undir. „Ég man bara eftir því þegar við vorum á spítalanum og heimabankinn var bara rauður, það var allt rautt þar því ég gat ekkert unnið,“ segir hún. „Það er auðvitað mjög óþægilegt og hræðileg tilfinning að vita til þess að maður hefur ekki einu sinni efni á lyfjunum. Án þessarar aðstoðar sem við fengum frá HK og fleirum hefði ég farið á hausinn. Ég hefði samt gefið allt til að geta bara verið hjá Bjarka." Nánari upplýsingar fást á heimasíðu Krafts og er reikningsnúmer sjóðsins 327-26-112233 og kennitalan 571199-3009. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Halldóru Víðisdóttur, sem missti systur sína úr krabbameini. Halldóra er formaður Krafts og ætlar félagið að stofna sjóð sem mun styðja fjárhagslega við unga krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra. „Við erum með mörg dæmi hjá Krafti og Krabbameinsfélaginu þar sem við sjáum að fólk lendir oft í mjög alvarlegri stöðu fjárhagslega þegar það greinist með krabbamein,“ segir Halldóra. Sem dæmi má nefna 35 ára konu sem lokið hefur krabbameinsmeðferð en er í eftirfylgni og greiddi nær þrjátíu þúsund krónur vegna hennar fyrstu tvo mánuði ársins. Hún hefur ekki getað unnið og þarf að sleppa úrræðum sem í boði eru vegna kostnaðar. Hún sér fram á svipaðar greiðslur áfram.Bjarki Már Sigvaldason þekkir þetta af eigin raun. 25 ára greindist hann með ristilkrabbamein í árslok 2012 og síðar meinvörp í lungum og er hann á lokastigi krabbameins. Frá byrjun síðasta árs hefur beinn kostnaður hans vegna sjúkdómsins verið um átta hundruð þúsund krónur og er það fyrir utan óbeinan kostnað við til dæmis ferðir og breytt mataræði. „Þar við bætist svo auðvitað tekjumissir hjá mér og maka mínum,“ segir Bjarki. Hann og kærasta hans, Ástrós Rut Sigurðardóttir, leigðu íbúð tvö saman en réðu ekki lengur við það vegna veikinda hans. Úr varð að þau og nánasta fjölskylda Bjarka sögðu upp íbúðum sínum og búa nú saman. Þá hefur vinnuveitandi Bjarka reynst vel auk þess sem fótboltafélagar hans í HK söfnuðu hárri upphæð. „Ég er búnn að fá mikla hjálp og án hennar hefði ég aldrei komist í gegnum þetta,“ segir Bjarki. Þau Ástrós eiga ekki börn og Bjarki getur ekki ímyndað sér hvernig til dæmis einstæðir foreldrar geti tekist á við kostnaðinn sem fylgi krabbameini. „Það er auðvitað mikið álag að vera veikur og fara í gegnum þetta, en að þurfa svo að takast á við fjárhagsvandræði í ofanálag er mjög erfitt,“ segir hann og Ástrós tekur undir. „Ég man bara eftir því þegar við vorum á spítalanum og heimabankinn var bara rauður, það var allt rautt þar því ég gat ekkert unnið,“ segir hún. „Það er auðvitað mjög óþægilegt og hræðileg tilfinning að vita til þess að maður hefur ekki einu sinni efni á lyfjunum. Án þessarar aðstoðar sem við fengum frá HK og fleirum hefði ég farið á hausinn. Ég hefði samt gefið allt til að geta bara verið hjá Bjarka." Nánari upplýsingar fást á heimasíðu Krafts og er reikningsnúmer sjóðsins 327-26-112233 og kennitalan 571199-3009.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira