Hræðileg tilfinning að hafa ekki efni á lyfjunum Hrund Þórsdóttir skrifar 9. mars 2014 20:00 Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Halldóru Víðisdóttur, sem missti systur sína úr krabbameini. Halldóra er formaður Krafts og ætlar félagið að stofna sjóð sem mun styðja fjárhagslega við unga krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra. „Við erum með mörg dæmi hjá Krafti og Krabbameinsfélaginu þar sem við sjáum að fólk lendir oft í mjög alvarlegri stöðu fjárhagslega þegar það greinist með krabbamein,“ segir Halldóra. Sem dæmi má nefna 35 ára konu sem lokið hefur krabbameinsmeðferð en er í eftirfylgni og greiddi nær þrjátíu þúsund krónur vegna hennar fyrstu tvo mánuði ársins. Hún hefur ekki getað unnið og þarf að sleppa úrræðum sem í boði eru vegna kostnaðar. Hún sér fram á svipaðar greiðslur áfram.Bjarki Már Sigvaldason þekkir þetta af eigin raun. 25 ára greindist hann með ristilkrabbamein í árslok 2012 og síðar meinvörp í lungum og er hann á lokastigi krabbameins. Frá byrjun síðasta árs hefur beinn kostnaður hans vegna sjúkdómsins verið um átta hundruð þúsund krónur og er það fyrir utan óbeinan kostnað við til dæmis ferðir og breytt mataræði. „Þar við bætist svo auðvitað tekjumissir hjá mér og maka mínum,“ segir Bjarki. Hann og kærasta hans, Ástrós Rut Sigurðardóttir, leigðu íbúð tvö saman en réðu ekki lengur við það vegna veikinda hans. Úr varð að þau og nánasta fjölskylda Bjarka sögðu upp íbúðum sínum og búa nú saman. Þá hefur vinnuveitandi Bjarka reynst vel auk þess sem fótboltafélagar hans í HK söfnuðu hárri upphæð. „Ég er búnn að fá mikla hjálp og án hennar hefði ég aldrei komist í gegnum þetta,“ segir Bjarki. Þau Ástrós eiga ekki börn og Bjarki getur ekki ímyndað sér hvernig til dæmis einstæðir foreldrar geti tekist á við kostnaðinn sem fylgi krabbameini. „Það er auðvitað mikið álag að vera veikur og fara í gegnum þetta, en að þurfa svo að takast á við fjárhagsvandræði í ofanálag er mjög erfitt,“ segir hann og Ástrós tekur undir. „Ég man bara eftir því þegar við vorum á spítalanum og heimabankinn var bara rauður, það var allt rautt þar því ég gat ekkert unnið,“ segir hún. „Það er auðvitað mjög óþægilegt og hræðileg tilfinning að vita til þess að maður hefur ekki einu sinni efni á lyfjunum. Án þessarar aðstoðar sem við fengum frá HK og fleirum hefði ég farið á hausinn. Ég hefði samt gefið allt til að geta bara verið hjá Bjarka." Nánari upplýsingar fást á heimasíðu Krafts og er reikningsnúmer sjóðsins 327-26-112233 og kennitalan 571199-3009. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Halldóru Víðisdóttur, sem missti systur sína úr krabbameini. Halldóra er formaður Krafts og ætlar félagið að stofna sjóð sem mun styðja fjárhagslega við unga krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra. „Við erum með mörg dæmi hjá Krafti og Krabbameinsfélaginu þar sem við sjáum að fólk lendir oft í mjög alvarlegri stöðu fjárhagslega þegar það greinist með krabbamein,“ segir Halldóra. Sem dæmi má nefna 35 ára konu sem lokið hefur krabbameinsmeðferð en er í eftirfylgni og greiddi nær þrjátíu þúsund krónur vegna hennar fyrstu tvo mánuði ársins. Hún hefur ekki getað unnið og þarf að sleppa úrræðum sem í boði eru vegna kostnaðar. Hún sér fram á svipaðar greiðslur áfram.Bjarki Már Sigvaldason þekkir þetta af eigin raun. 25 ára greindist hann með ristilkrabbamein í árslok 2012 og síðar meinvörp í lungum og er hann á lokastigi krabbameins. Frá byrjun síðasta árs hefur beinn kostnaður hans vegna sjúkdómsins verið um átta hundruð þúsund krónur og er það fyrir utan óbeinan kostnað við til dæmis ferðir og breytt mataræði. „Þar við bætist svo auðvitað tekjumissir hjá mér og maka mínum,“ segir Bjarki. Hann og kærasta hans, Ástrós Rut Sigurðardóttir, leigðu íbúð tvö saman en réðu ekki lengur við það vegna veikinda hans. Úr varð að þau og nánasta fjölskylda Bjarka sögðu upp íbúðum sínum og búa nú saman. Þá hefur vinnuveitandi Bjarka reynst vel auk þess sem fótboltafélagar hans í HK söfnuðu hárri upphæð. „Ég er búnn að fá mikla hjálp og án hennar hefði ég aldrei komist í gegnum þetta,“ segir Bjarki. Þau Ástrós eiga ekki börn og Bjarki getur ekki ímyndað sér hvernig til dæmis einstæðir foreldrar geti tekist á við kostnaðinn sem fylgi krabbameini. „Það er auðvitað mikið álag að vera veikur og fara í gegnum þetta, en að þurfa svo að takast á við fjárhagsvandræði í ofanálag er mjög erfitt,“ segir hann og Ástrós tekur undir. „Ég man bara eftir því þegar við vorum á spítalanum og heimabankinn var bara rauður, það var allt rautt þar því ég gat ekkert unnið,“ segir hún. „Það er auðvitað mjög óþægilegt og hræðileg tilfinning að vita til þess að maður hefur ekki einu sinni efni á lyfjunum. Án þessarar aðstoðar sem við fengum frá HK og fleirum hefði ég farið á hausinn. Ég hefði samt gefið allt til að geta bara verið hjá Bjarka." Nánari upplýsingar fást á heimasíðu Krafts og er reikningsnúmer sjóðsins 327-26-112233 og kennitalan 571199-3009.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira