Innlent

Fallegar myndir frá gosstöðvunum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar

Afar spennandi landslagsmyndun er nú að eiga sér stað á Dyngjusandi vegna eldsumbrotanna. Stærstu gosgígarnir rísa sífellt hærra upp úr mikilli sléttu og nýtt lón og foss gætu myndast þegar hraunið girðir fyrir Jökulsá. 

Sjón er sögu ríkari, en þessar fallegu myndir tók Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður Stöðvar 2 á gosstöðvunum í vikunni.


Tengdar fréttir

Sagan geymir afar öflug þeytigos

Sig Bárðarbunguöskjunnar um rúmlega 20 metra á stuttum tíma, og fjöldi stórra jarðskjálfta, veldur jarðvísindamönnum miklum áhyggjum. Það er ekki að ástæðulausu segir Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sem þekkir sögu eldstöðvakerfisins út í hörgul.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.