Allt sterka áfengið verði girt af Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. september 2014 18:45 Áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar þingmanns gerir ráð fyrir að allt sterkt áfengi, þ.e. áfengi yfir 22% af hreinum vínanda, verði girt af eða falið t.d. bak við afgreiðsluborð í matvöruverslunum. Frumvarp Vilhjálms um sölu áfengis í matvöruverslunum mun gjörbylta verslun með áfengi hér á landi verði það að lögum. Sambærileg mál hafa sex sinnum áður verið flutt á Alþingi en ekkert þeirra hlut afgreiðslu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að: Sveitarstjórnir geti veitt einstaklingum og lögaðilum leyfi til smásöluverslunar á áfengi. Áfengissmásalar greiði gjald til ríkissjóðs fyrir leyfi til að selja áfengi í smásöluóheimilt verði að selja áfengi undir kostnaðarverði. Verslanir með áfengi megi ekki vera opnar lengur en frá kl. 9.00 að morgni til kl. 20.00 að kvöldi. Sveitarstjórn hafi svigrúm til að ákveða hvernig afgreiðslutíminn verður innan þessa ramma, þ.e. hafa opnunartímann skemmri. Það verði gert að skilyrði að starfsmenn sem afgreiða áfengi skuli vera a.m.k. 18 ára. Skýrt verði kveðið á um skyldu smásala til að geyma áfengi sem í er að rúmmáli meira en 22% af hreinum vínanda á stað sem er afmarkaður frá öðru verslunarrými, t.d. á bak við afgreiðsluborð. Ekki verði leyft að selja áfengi í tilteknum tegundum verslana eins og söluturnum, myndbandaleigum og söluvögnum. Vilhjálmur, sem drekkur ekki sjálfur og hefur aldrei gert, hefur þegar fengið vilyrði fyrir stuðningi 30 þingmanna við frumvarpið. Hann þarf því aðeins tvö atkvæði til viðbótar til að gulltryggja stuðninginn. Hann segist búast við því að frumvarpið verði á dagskrá þingsins í september eða síðasta lagi október.Finnur Árnason forstjóri Haga365/ÞÞTelur frumvarpið til mikilla bótaFinnur Árnason, forstjóri Haga, telur frumvarpið til mikilla bóta en Hagar eru stærsta verslanafyrirtæki landsins og reka m.a. Hagkaup og Bónus. „Eins og frumvarpið lítur út þá er gert ráð fyrir sérstökum svæðum undir áfengi. Við erum tilbúnir að takast á við þessa verslun,“ segir Finnur. Sérðu fyrir þér að slík deild verði í öllum matvöruverslunum fyrirtækisins? „Ég held all flestum, þar sem við höfum pláss. Mér finnst þetta frumvarp skynsamlegt. Það má líta á þetta sem tvo þætti. Annars vegar er verið að taka verslunina úr ríkisforsjá sem ég tel eðlilegt og sjálfsagt. Hins vegar eru skynsamlegar tillögur sem koma fram í frumvarpinu þar sem reynt er að ná sátt um þessa breytingu,“ segir Finnur. Frumvarp Vilhjálms Árnasonar í heild sinni má nálgast í viðhengi hér fyrir neðan. Alþingi Tengdar fréttir „Vonandi þorir þingið að taka þetta skref og stíga inn í nútímann“ Vilhjálmur Árnason og Ögmundur Jónasson voru gestir Björns Inga í Eyjunni í kvöld. 7. september 2014 22:34 Áfengisfrumvarpið nýtur verulegs stuðnings á þingi Vilhjálmur Árnason mun leggja fram áfengisfrumvarp sitt á morgun. Þingmenn allra flokka verða meðflutningsmenn að frátöldum Vinstri grænum. 10. september 2014 12:50 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar þingmanns gerir ráð fyrir að allt sterkt áfengi, þ.e. áfengi yfir 22% af hreinum vínanda, verði girt af eða falið t.d. bak við afgreiðsluborð í matvöruverslunum. Frumvarp Vilhjálms um sölu áfengis í matvöruverslunum mun gjörbylta verslun með áfengi hér á landi verði það að lögum. Sambærileg mál hafa sex sinnum áður verið flutt á Alþingi en ekkert þeirra hlut afgreiðslu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að: Sveitarstjórnir geti veitt einstaklingum og lögaðilum leyfi til smásöluverslunar á áfengi. Áfengissmásalar greiði gjald til ríkissjóðs fyrir leyfi til að selja áfengi í smásöluóheimilt verði að selja áfengi undir kostnaðarverði. Verslanir með áfengi megi ekki vera opnar lengur en frá kl. 9.00 að morgni til kl. 20.00 að kvöldi. Sveitarstjórn hafi svigrúm til að ákveða hvernig afgreiðslutíminn verður innan þessa ramma, þ.e. hafa opnunartímann skemmri. Það verði gert að skilyrði að starfsmenn sem afgreiða áfengi skuli vera a.m.k. 18 ára. Skýrt verði kveðið á um skyldu smásala til að geyma áfengi sem í er að rúmmáli meira en 22% af hreinum vínanda á stað sem er afmarkaður frá öðru verslunarrými, t.d. á bak við afgreiðsluborð. Ekki verði leyft að selja áfengi í tilteknum tegundum verslana eins og söluturnum, myndbandaleigum og söluvögnum. Vilhjálmur, sem drekkur ekki sjálfur og hefur aldrei gert, hefur þegar fengið vilyrði fyrir stuðningi 30 þingmanna við frumvarpið. Hann þarf því aðeins tvö atkvæði til viðbótar til að gulltryggja stuðninginn. Hann segist búast við því að frumvarpið verði á dagskrá þingsins í september eða síðasta lagi október.Finnur Árnason forstjóri Haga365/ÞÞTelur frumvarpið til mikilla bótaFinnur Árnason, forstjóri Haga, telur frumvarpið til mikilla bóta en Hagar eru stærsta verslanafyrirtæki landsins og reka m.a. Hagkaup og Bónus. „Eins og frumvarpið lítur út þá er gert ráð fyrir sérstökum svæðum undir áfengi. Við erum tilbúnir að takast á við þessa verslun,“ segir Finnur. Sérðu fyrir þér að slík deild verði í öllum matvöruverslunum fyrirtækisins? „Ég held all flestum, þar sem við höfum pláss. Mér finnst þetta frumvarp skynsamlegt. Það má líta á þetta sem tvo þætti. Annars vegar er verið að taka verslunina úr ríkisforsjá sem ég tel eðlilegt og sjálfsagt. Hins vegar eru skynsamlegar tillögur sem koma fram í frumvarpinu þar sem reynt er að ná sátt um þessa breytingu,“ segir Finnur. Frumvarp Vilhjálms Árnasonar í heild sinni má nálgast í viðhengi hér fyrir neðan.
Alþingi Tengdar fréttir „Vonandi þorir þingið að taka þetta skref og stíga inn í nútímann“ Vilhjálmur Árnason og Ögmundur Jónasson voru gestir Björns Inga í Eyjunni í kvöld. 7. september 2014 22:34 Áfengisfrumvarpið nýtur verulegs stuðnings á þingi Vilhjálmur Árnason mun leggja fram áfengisfrumvarp sitt á morgun. Þingmenn allra flokka verða meðflutningsmenn að frátöldum Vinstri grænum. 10. september 2014 12:50 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Vonandi þorir þingið að taka þetta skref og stíga inn í nútímann“ Vilhjálmur Árnason og Ögmundur Jónasson voru gestir Björns Inga í Eyjunni í kvöld. 7. september 2014 22:34
Áfengisfrumvarpið nýtur verulegs stuðnings á þingi Vilhjálmur Árnason mun leggja fram áfengisfrumvarp sitt á morgun. Þingmenn allra flokka verða meðflutningsmenn að frátöldum Vinstri grænum. 10. september 2014 12:50