Bannað að bjóða sig fram vegna óæskilegra skoðana Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2014 11:56 Skólayfirvöld meta það sem svo að "óæskilegar“ skoðanir drengs geri hann að slæmri fyrirmynd og þannig útilokandi frá trúnaðarstörfum innan nemendafélags. Snarrótinni, félagi um borgaraleg réttindi, barst á dögunum erindi frá pilti nokkrum sem sagði farir sínar ekki sléttar í samskiptum við skólayfirvöld. Pétur Þorsteinsson er formaður Snarrótar. „Jú, við fengum bréf frá ungum manni, framhaldsskólanema, sem skólayfirvöld bönnuðu að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa fyrir nemendafélagið vegna rangra skoðana í fíkniefnamálum og lögvæðingu. Hann var kallaður á kontór til skólameistarans og sagt að hann væri slæm fyrirmynd vegna þess að hann hafði lýst því yfir á fræðslufundi SÁÁ, þar sem reyndar ítrekað var kallað eftir skoðun fundargesta, að hann teldi einu skynsamlegu leiðina að lögleiða kannabisefni. Sú glæpsamlega hugsun, sú glæpsamlega skoðun, útilokaði drenginn frá því að fá að taka þátt í félagslífi nemenda með leiðandi hætti.“Þá að mati skólastjóra? „Já, og kennara sem viðstaddir voru þessa yfirhalningu.“Líkast til stjórnarskrárbrot Viðbrögð Snarrótar við þessu erindi hins unga manns eru þau að ræða við piltinn og fá nánari upplýsingar um málið og svo er lögmaður fenginn til að fara yfir málin. Sá er Gísli Tryggvason og segir hann að fljótt á litið sé um klárt stjórnarskrárbrot sé að ræða. Þá hvatti Snarrót framhaldsskólann til þess að fara fram á skriflega greinargerð frá skólastjóranum. „Já, skólameistari í framhaldsskóla er stjórnvald. Pilturinn gerði það og skólastjórinn afþakkaði þann heiður. Taldi sig ekki geta gert það. Ég tel skólastjórann skyldugan til þess og þá því yrði svo vísað áfram til umboðsmanns alþingis og/eða úrskurðarnefndar í menntamálaráðuneytinu.“Pétur Þorsteinsson. Troðið er á réttindum ungs fólks af purkunarleysi og ruddaskap.Níðst á réttindum nemenda Pétur segir Snarrótina auglýsa nú grimmt eftir sögum af þessu tagi, þar sem ætla má að brotið sé á borgaralegum réttindum. Og þær berast Snarrótinni í umtalsverðu magni, en til stendur að taka þetta saman til útgáfu. Pétur segir að þessi tiltekna saga hafi komið sér á óvart, og varpað nýju ljósi á þennan málaflokk. Pétur telur einsýnt að purkunarlaust sé níðst á réttindum nemenda af valdstjórninni. „Ég fullyrði, eftir að hafa starfað í þessum málaflokki nú í tæp tvö ár, að það er fráleitt að tala um að ungt fólk á Íslandi njóti borgaralega réttinda. Það er traðkað á krökkunum af fullkomnu purkunarleysi og ruddaskap,“ segir Pétur sem talar af reynslu en hann starfaði á árum áður og árum saman sem skólastjóri og þekkir því vel til málaflokksins. Alþingi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Snarrótinni, félagi um borgaraleg réttindi, barst á dögunum erindi frá pilti nokkrum sem sagði farir sínar ekki sléttar í samskiptum við skólayfirvöld. Pétur Þorsteinsson er formaður Snarrótar. „Jú, við fengum bréf frá ungum manni, framhaldsskólanema, sem skólayfirvöld bönnuðu að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa fyrir nemendafélagið vegna rangra skoðana í fíkniefnamálum og lögvæðingu. Hann var kallaður á kontór til skólameistarans og sagt að hann væri slæm fyrirmynd vegna þess að hann hafði lýst því yfir á fræðslufundi SÁÁ, þar sem reyndar ítrekað var kallað eftir skoðun fundargesta, að hann teldi einu skynsamlegu leiðina að lögleiða kannabisefni. Sú glæpsamlega hugsun, sú glæpsamlega skoðun, útilokaði drenginn frá því að fá að taka þátt í félagslífi nemenda með leiðandi hætti.“Þá að mati skólastjóra? „Já, og kennara sem viðstaddir voru þessa yfirhalningu.“Líkast til stjórnarskrárbrot Viðbrögð Snarrótar við þessu erindi hins unga manns eru þau að ræða við piltinn og fá nánari upplýsingar um málið og svo er lögmaður fenginn til að fara yfir málin. Sá er Gísli Tryggvason og segir hann að fljótt á litið sé um klárt stjórnarskrárbrot sé að ræða. Þá hvatti Snarrót framhaldsskólann til þess að fara fram á skriflega greinargerð frá skólastjóranum. „Já, skólameistari í framhaldsskóla er stjórnvald. Pilturinn gerði það og skólastjórinn afþakkaði þann heiður. Taldi sig ekki geta gert það. Ég tel skólastjórann skyldugan til þess og þá því yrði svo vísað áfram til umboðsmanns alþingis og/eða úrskurðarnefndar í menntamálaráðuneytinu.“Pétur Þorsteinsson. Troðið er á réttindum ungs fólks af purkunarleysi og ruddaskap.Níðst á réttindum nemenda Pétur segir Snarrótina auglýsa nú grimmt eftir sögum af þessu tagi, þar sem ætla má að brotið sé á borgaralegum réttindum. Og þær berast Snarrótinni í umtalsverðu magni, en til stendur að taka þetta saman til útgáfu. Pétur segir að þessi tiltekna saga hafi komið sér á óvart, og varpað nýju ljósi á þennan málaflokk. Pétur telur einsýnt að purkunarlaust sé níðst á réttindum nemenda af valdstjórninni. „Ég fullyrði, eftir að hafa starfað í þessum málaflokki nú í tæp tvö ár, að það er fráleitt að tala um að ungt fólk á Íslandi njóti borgaralega réttinda. Það er traðkað á krökkunum af fullkomnu purkunarleysi og ruddaskap,“ segir Pétur sem talar af reynslu en hann starfaði á árum áður og árum saman sem skólastjóri og þekkir því vel til málaflokksins.
Alþingi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira