Segja Valdimar ekki hafa verið kallaðan „bölvaðan gyðing“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2014 23:08 Vísir/Andri Marinó Samtökin BDS Ísland fullyrða að ekki hafi slegið í brýnu milli Vina Ísraels annars vegar og meðlima BDS Íslands og Íslands - Palestínu hins vegar. Félögin síðarnefndu efndu til samstöðufundar við Laugardalsvöllinn á laugardaginn, þar sem landslið Íslands og Ísraels mættust í undankeppni HM kvenna. Vinir Ísraels mættu einnig við völlinn. Valdimar H. Jóhannesson greindi frá því á bloggsíðu sinni í gær að Salmann Tamimi hefði hrópað að sér og sagt að hann væri „bölvaður gyðingur“. BDS-Ísland fullyrða að að Valdimar sé að ljúga. Í tilkynningu frá BDS Ísland segir að Zíonistar og aðrir stuðningsmenn Ísraelsríkis hafi lengi haft þann hátt á að saka alla þá sem gagnrýna ísraelsk stjórnvöld og gjörðir þeirra um gyðingahatur. Þannig sé reynt að þagga niður alla umræðu og gagnrýni. „Slíkt á þó ekkert skylt við stefnu BDS Ísland né skoðanir stjórnarmeðlima og stuðningsmanna hreyfingarinnar, enda beinast aðgerðir okkar ekki gegn einstaklingum, gyðingum eða öðrum, heldur ísraelskum stjórnvöldum og grimmum aðgerðum þeirra gegn Palestínumönnum.“Uppfært 23:45 Salmann Tamimi segist, í samtali við Vísi, alls ekki hafa kallað Valdimar Jóhannesson „bölvaðan gyðing“ fyrir landsleik Íslands og Ísraels á laugardaginn líkt og Valdimar haldi fram á bloggsíðu sinni. Fjölmargir sem voru á svæðinu séu til vitnis um það. „Það voru kannski hundrað manns vitni að þessu. Það hefur aldrei í lífi mínu komið til þess að ég segði við mann: helvítis gyðingur, kristinn eða búddi. Það stangast meira að segja á við mína trú,“ segir Salmann. Hann segir Valdimar hafa komið til sín og viljað taka í höndina á honum. Því hafi hann neitað. „Ég sagði: Ég tek ekki í höndina á mönnum sem að berja konuna sína. Hann neitaði því og ég sagði að þetta hefði komið fram í öllum blöðum á sínum tíma. Þá sagði hann að ég kynni ekki að lesa íslensku.“ Salman segir þetta hafa verið það eina sem gengið hafi á milli sín og Valdimars. Hann ítrekar að fjöldi manna hafi orðið vitni að þessu. Þar á meðal lögregluþjónn. „Þetta er sannleikurinn.“ „Ég hef verið að berjast fyrir mannréttindum hér á landi í fjörutíu ár. Svo ég fer ekkert að svipta gyðinga sínum réttindum.“Tilkynningu BDS Íslands má sjá í heild sinni hér að neðan:Ekki sló í brýnu milli vina Ísraels og þeirra sem komu til þess að sýna mannréttindabaráttu Palestínumanna stuðning með því að sýna hernámi Ísraels rauða spjaldið, á landsleik Íslands og Ísraels á laugardag. Ekki er rétt greint frá því í fjölmiðlum þegar haft er eftir einum af vinum Ísraels að hann hafi verið kallaður "bölvaður gyðingur."Hér er hreinlega verið að ljúga, en fjölmiðlar höfðu ekki fyrir því að hafa samband við aðstandendur þeirra friðsamlega samstöðufundar sem fram fór, né þann sem er sakaður um slíkt kynþáttaníð, en Zíonistar og aðrir stuðningsmenn Ísraelsríkis hafa lengi haft þann hátt á að saka alla þá sem gagnrýna ísraelsk stjórnvöld og gjörðir þeirra, um gyðingahatur, en þannig reyna þeir að þagga niður alla umræðu og gagnrýni, eins og við höfum svo sannarlega orðið vör við.Slíkt á þó ekkert skylt við stefnu BDS Ísland né skoðanir stjórnarmeðlima og stuðningsmanna hreyfingarinnar, enda beinast aðgerðir okkar ekki gegn einstaklingum, gyðingum eða öðrum, heldur ísraelskum stjórnvöldum og grimmum aðgerðum þeirra gegn Palestínumönnum.Að stuðla að aðskilnaði, standa á bak við hernám, þjóðernishreinsun, byggingu ólöglegra landnemabyggða og að víkka út eigið landsvæði er ekki byggt á gyðingdóm heldur pólitískri hugsjón zíonisma og hugmyndinni um “Stór-Ísrael”. Þessar hugmyndir eiga ekki rétt á sér í flestum afbrigðum gyðingdóms eða menningu gyðinga. Zíonismi er pólitísk hreyfing sem er alls ekki studd af öllum gyðingum í heiminum. Raunverulegt gyðingahatur er sú tilraun að tileinka öllum gyðingum hugmyndafræði sem margir þeirra telja alls ekki í anda þeirra félagshyggju og samhygðar sem Gyðingdómur boðar.Fyrir hönd BDS ÍslandSema Erla SerdarFormaður Tengdar fréttir Salmann kallaði Valdimar bölvaðan gyðing Í brýnu sló milli vina Ísrael og Ísland/Palestína á landsleik Íslands við Ísrael. 15. september 2014 16:00 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Samtökin BDS Ísland fullyrða að ekki hafi slegið í brýnu milli Vina Ísraels annars vegar og meðlima BDS Íslands og Íslands - Palestínu hins vegar. Félögin síðarnefndu efndu til samstöðufundar við Laugardalsvöllinn á laugardaginn, þar sem landslið Íslands og Ísraels mættust í undankeppni HM kvenna. Vinir Ísraels mættu einnig við völlinn. Valdimar H. Jóhannesson greindi frá því á bloggsíðu sinni í gær að Salmann Tamimi hefði hrópað að sér og sagt að hann væri „bölvaður gyðingur“. BDS-Ísland fullyrða að að Valdimar sé að ljúga. Í tilkynningu frá BDS Ísland segir að Zíonistar og aðrir stuðningsmenn Ísraelsríkis hafi lengi haft þann hátt á að saka alla þá sem gagnrýna ísraelsk stjórnvöld og gjörðir þeirra um gyðingahatur. Þannig sé reynt að þagga niður alla umræðu og gagnrýni. „Slíkt á þó ekkert skylt við stefnu BDS Ísland né skoðanir stjórnarmeðlima og stuðningsmanna hreyfingarinnar, enda beinast aðgerðir okkar ekki gegn einstaklingum, gyðingum eða öðrum, heldur ísraelskum stjórnvöldum og grimmum aðgerðum þeirra gegn Palestínumönnum.“Uppfært 23:45 Salmann Tamimi segist, í samtali við Vísi, alls ekki hafa kallað Valdimar Jóhannesson „bölvaðan gyðing“ fyrir landsleik Íslands og Ísraels á laugardaginn líkt og Valdimar haldi fram á bloggsíðu sinni. Fjölmargir sem voru á svæðinu séu til vitnis um það. „Það voru kannski hundrað manns vitni að þessu. Það hefur aldrei í lífi mínu komið til þess að ég segði við mann: helvítis gyðingur, kristinn eða búddi. Það stangast meira að segja á við mína trú,“ segir Salmann. Hann segir Valdimar hafa komið til sín og viljað taka í höndina á honum. Því hafi hann neitað. „Ég sagði: Ég tek ekki í höndina á mönnum sem að berja konuna sína. Hann neitaði því og ég sagði að þetta hefði komið fram í öllum blöðum á sínum tíma. Þá sagði hann að ég kynni ekki að lesa íslensku.“ Salman segir þetta hafa verið það eina sem gengið hafi á milli sín og Valdimars. Hann ítrekar að fjöldi manna hafi orðið vitni að þessu. Þar á meðal lögregluþjónn. „Þetta er sannleikurinn.“ „Ég hef verið að berjast fyrir mannréttindum hér á landi í fjörutíu ár. Svo ég fer ekkert að svipta gyðinga sínum réttindum.“Tilkynningu BDS Íslands má sjá í heild sinni hér að neðan:Ekki sló í brýnu milli vina Ísraels og þeirra sem komu til þess að sýna mannréttindabaráttu Palestínumanna stuðning með því að sýna hernámi Ísraels rauða spjaldið, á landsleik Íslands og Ísraels á laugardag. Ekki er rétt greint frá því í fjölmiðlum þegar haft er eftir einum af vinum Ísraels að hann hafi verið kallaður "bölvaður gyðingur."Hér er hreinlega verið að ljúga, en fjölmiðlar höfðu ekki fyrir því að hafa samband við aðstandendur þeirra friðsamlega samstöðufundar sem fram fór, né þann sem er sakaður um slíkt kynþáttaníð, en Zíonistar og aðrir stuðningsmenn Ísraelsríkis hafa lengi haft þann hátt á að saka alla þá sem gagnrýna ísraelsk stjórnvöld og gjörðir þeirra, um gyðingahatur, en þannig reyna þeir að þagga niður alla umræðu og gagnrýni, eins og við höfum svo sannarlega orðið vör við.Slíkt á þó ekkert skylt við stefnu BDS Ísland né skoðanir stjórnarmeðlima og stuðningsmanna hreyfingarinnar, enda beinast aðgerðir okkar ekki gegn einstaklingum, gyðingum eða öðrum, heldur ísraelskum stjórnvöldum og grimmum aðgerðum þeirra gegn Palestínumönnum.Að stuðla að aðskilnaði, standa á bak við hernám, þjóðernishreinsun, byggingu ólöglegra landnemabyggða og að víkka út eigið landsvæði er ekki byggt á gyðingdóm heldur pólitískri hugsjón zíonisma og hugmyndinni um “Stór-Ísrael”. Þessar hugmyndir eiga ekki rétt á sér í flestum afbrigðum gyðingdóms eða menningu gyðinga. Zíonismi er pólitísk hreyfing sem er alls ekki studd af öllum gyðingum í heiminum. Raunverulegt gyðingahatur er sú tilraun að tileinka öllum gyðingum hugmyndafræði sem margir þeirra telja alls ekki í anda þeirra félagshyggju og samhygðar sem Gyðingdómur boðar.Fyrir hönd BDS ÍslandSema Erla SerdarFormaður
Tengdar fréttir Salmann kallaði Valdimar bölvaðan gyðing Í brýnu sló milli vina Ísrael og Ísland/Palestína á landsleik Íslands við Ísrael. 15. september 2014 16:00 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Salmann kallaði Valdimar bölvaðan gyðing Í brýnu sló milli vina Ísrael og Ísland/Palestína á landsleik Íslands við Ísrael. 15. september 2014 16:00