Hafna öllum hugmyndum um að ríkið reisi áburðarverksmiðju Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. september 2014 10:57 Það eru ekki allir sammála Þorsteini um að ríkið eigi að kanna möguleika á áburðarverksmiðju. Vísir / Daníel Ungir sjálfstæðismenn mótmæla harðlega tillögu nokkurra Framsóknarmanna um að ríkið kanni hagkvæmni og möguleika þess að reisa áburðarverksmiðju hér á landi. „Það er ekki í verkahring ríkisins að standa að rekstri slíkrar verksmiðju og þá er erfitt að sjá hvernig ríkisáburðarverksmiðja geti vakið „ungum Íslendingum von í brjósti”, eins og segir í greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögu þingmannanna,“ segir í ályktun stjórnar Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknar, og sex aðrir félagar hans lögðu fram tillöguna í gær. Þetta er í annað sinn sem hópurinn leggur fram tillögu um áburðarverksmiðju. Í greinargerð þingsályktunartillögunnar segir að hópur áhugamanna um byggingu áburðarverksmiðju hafi gert frumáætlun um byggingu verksmiðju sem framleiða mundi 700 þúsund tonn af áburði og 700 þúsund tonn af kalsíumklóríði. Samkvæmt henni sé kostnaður við byggingu verksmiðjunnar um 120 milljarðar króna. Í ályktun SUS segir að ráðist ríkið í verkefnið yrði öll fjárfestingin á áhættu skattgreiðenda. „Gangi áætlanirnar eftir gæti það enn fremur þýtt að níðþungar skuldir ríkisins aukist um allt að 8%,“ segir í ályktuninni. „Ungir sjálfstæðismenn leggja áherslu á að atvinnulífið verði leyst úr viðjum ríkisafskipta, svo sem hárra skatta, gjaldeyrishafta og íþyngjandi reglugerða, þannig að einkaframtakið fái að njóta sín. Öllum hugmyndum um að ríkið reisi áburðarverksmiðju er því hafnað.“ Alþingi Tengdar fréttir Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05 600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Ungir sjálfstæðismenn mótmæla harðlega tillögu nokkurra Framsóknarmanna um að ríkið kanni hagkvæmni og möguleika þess að reisa áburðarverksmiðju hér á landi. „Það er ekki í verkahring ríkisins að standa að rekstri slíkrar verksmiðju og þá er erfitt að sjá hvernig ríkisáburðarverksmiðja geti vakið „ungum Íslendingum von í brjósti”, eins og segir í greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögu þingmannanna,“ segir í ályktun stjórnar Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknar, og sex aðrir félagar hans lögðu fram tillöguna í gær. Þetta er í annað sinn sem hópurinn leggur fram tillögu um áburðarverksmiðju. Í greinargerð þingsályktunartillögunnar segir að hópur áhugamanna um byggingu áburðarverksmiðju hafi gert frumáætlun um byggingu verksmiðju sem framleiða mundi 700 þúsund tonn af áburði og 700 þúsund tonn af kalsíumklóríði. Samkvæmt henni sé kostnaður við byggingu verksmiðjunnar um 120 milljarðar króna. Í ályktun SUS segir að ráðist ríkið í verkefnið yrði öll fjárfestingin á áhættu skattgreiðenda. „Gangi áætlanirnar eftir gæti það enn fremur þýtt að níðþungar skuldir ríkisins aukist um allt að 8%,“ segir í ályktuninni. „Ungir sjálfstæðismenn leggja áherslu á að atvinnulífið verði leyst úr viðjum ríkisafskipta, svo sem hárra skatta, gjaldeyrishafta og íþyngjandi reglugerða, þannig að einkaframtakið fái að njóta sín. Öllum hugmyndum um að ríkið reisi áburðarverksmiðju er því hafnað.“
Alþingi Tengdar fréttir Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05 600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05
600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19