Segir upplýsingar um Omos hafa verið skoðaðar um miðja nótt Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. september 2014 11:36 Gísli Freyr Valdórsson sætir ákæru vegna lekamálsins. vísir/gva Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður hefur verið í lekamálinu, segir að samantekt sú er upplýsingarnar byggði á hafi verið skoðuð á innra drifi innanríkisráðuneytisins aðfararnótt 20. nóvember síðastliðinn. Það er nóttin áður en fréttir af hælisleitandanum Tony Omos birtust í fjölmiðlum. Um 80 starfsmenn innanríkisráðuneytisins hafi haft aðgang að drifinu. Þetta segir í greinargerð sem verjandi Gísla Freys lagði fyrir dómara við þingfestingu ákærunnar í morgun. Gísli Freyr segir í greinargerðinni að ekki liggi fyrir að nokkur starfsmaður innanríkisráðuneytisins hafi þá verið mættur til vinnu. Skjalið virðist því hafa verið kallað fram og skoðað utan úr bæ. Gísli Freyr sé ekki með svokallað VPN tengingu og kemst ekki inn á drifið nema innan ráðuneytisins. „Ákærða og verjanda var fyrst kunnugt um þetta atriði þegar þeir fengu gögn málsins afhent eftir útgáfu kæru,‟ segir í greinargerðinni. Gísli Freyr krefst frávísunar málsins frá dómi. Meðal annars vegna óskýrleika ákærunnar en einnig á þeirri forsendu að lögregla hafi ekki gætt meðalhófs við rannsókn málsins. Þessu til stuðnings segir hann að rannsakendur hafi aflað upplýsinga um símnotkun sína tveimur mánuðum áður en hann tók við starfi aðstoðarmanns innanríkisráðherra, þá hafi rannsakendur gert kröfu um að fá aðgang að persónulegu pósthólfi hans og gert kröfu um að fá utan-á-liggjandi harðan disk í eigu ákærða sem m.a. innheldur fjölskyldumyndir, heimilisbókhald og aðrar persónulegar upplýsingar. Lekamálið Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður hefur verið í lekamálinu, segir að samantekt sú er upplýsingarnar byggði á hafi verið skoðuð á innra drifi innanríkisráðuneytisins aðfararnótt 20. nóvember síðastliðinn. Það er nóttin áður en fréttir af hælisleitandanum Tony Omos birtust í fjölmiðlum. Um 80 starfsmenn innanríkisráðuneytisins hafi haft aðgang að drifinu. Þetta segir í greinargerð sem verjandi Gísla Freys lagði fyrir dómara við þingfestingu ákærunnar í morgun. Gísli Freyr segir í greinargerðinni að ekki liggi fyrir að nokkur starfsmaður innanríkisráðuneytisins hafi þá verið mættur til vinnu. Skjalið virðist því hafa verið kallað fram og skoðað utan úr bæ. Gísli Freyr sé ekki með svokallað VPN tengingu og kemst ekki inn á drifið nema innan ráðuneytisins. „Ákærða og verjanda var fyrst kunnugt um þetta atriði þegar þeir fengu gögn málsins afhent eftir útgáfu kæru,‟ segir í greinargerðinni. Gísli Freyr krefst frávísunar málsins frá dómi. Meðal annars vegna óskýrleika ákærunnar en einnig á þeirri forsendu að lögregla hafi ekki gætt meðalhófs við rannsókn málsins. Þessu til stuðnings segir hann að rannsakendur hafi aflað upplýsinga um símnotkun sína tveimur mánuðum áður en hann tók við starfi aðstoðarmanns innanríkisráðherra, þá hafi rannsakendur gert kröfu um að fá aðgang að persónulegu pósthólfi hans og gert kröfu um að fá utan-á-liggjandi harðan disk í eigu ákærða sem m.a. innheldur fjölskyldumyndir, heimilisbókhald og aðrar persónulegar upplýsingar.
Lekamálið Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira