Telur að kötturinn sem borðaði kanínuhræið sé Fídel Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. september 2014 16:43 Hér er Fídel. Þeir sem sjá hann eru beðnir um að hafa samband við Sólveigu. Sólveig Gylfadóttir telur að kötturinn sem Vísir sýndi myndband af í gær, að borða hræ af kanínu, sé kötturinn sinn. Hún vakti athygli á málinu skömmu eftir að fréttin birtist og fór að leita hans í Öskjuhlíðinni í gær. „Ég er búin að leita að honum úti um allt. Hann er búinn að vera týndur í fjóra mánuði. Ég fór eftir vinnu í gær og leitaði að honum og fann ekki og ætla aftur í kvöld,“ segir Sólveig í samtali við Vísi. Fídel týndist daginn eftir að hann fluttist með Sólveigu í Safamýrina. „Hann braust út um glugga og týndist. Ég er búin að auglýsa eftir honum víða og mér var send mynd af honum þegar hann var á Vesturgötunni fyrir þremur mánuðum síðan. Þá fór ég að leita að honum þar en fann hann ekki.“ Sólveig á annan kött sem gengur undir nafinu Medúsa. Hún fór með Fídel út um gluggann í Safamýrinni fyrir fjórum mánuðum, en Sólveg fann hana eftir 22 tíma leit. Sólveig sendir lesendum Vísis einnig eftirfarandi orðsendingu:Hér eru fleiri myndir af Fídel. Þeir sem sjá hann eru beðnir að hafa samband við Sólveigu."Þetta er hann Fídel !Hann týndist fyrir rúmum 4 mánuðum frá heimilinu okkar í Safamýri. Við vorum búin að búa þar í sólarhring þegar hann og önnur kisan mín ná að brjóta upp gluggafestingu og fara út. Ég finn hina kisuna mína hana Medúsu eftir 22 tíma labb um allt hverfið og lengra en það, en Fídel hefur ekki skilað sér heim.Við bjuggum áður í Lindarhverfinu í Kópavogi og hann hefur ekki heldur skilað sér þangaðFyrir rúmum 3 mánuðum þá fannst hann í Vesturbænum á Vesturgötunni. Ég fór þangað um leið og ég sá myndir af honum en þá var hann farinn. Sá í gær myndband af ketti á vísi þar sem var köttur að borða kanínuhræ. Ég er alveg viss um að það sé Fídel en svo veit maður ekkert hvernig hann lítur út í dag eftir að hafa verið úti í 4 mánuði. Fórum í Öskjuhlíðina í gær að leita af kisa en urðum ekki vör við hann, það kom myrkur fljótt svo við gátum ekki haldið leitinni áfram lengi en er að fara í langa göngu með hundana þar í kvöld og leita enn meira, hann þekkir hundana og kemur hlaupandi þegar hann sér þá.Hann er yndislegur, bröndóttur, 5 ára, geldur fress. Hlíðir kalli(“Fídel” og “mjámjá”), er með falskt mjálm. Félagsvera og elskar að leika við hunda.Fídels er sárt saknað og þrái ég ekkert heitar en að fá elskuna mína heim. Vona að fólk hafi augun opin og fylgist með honum fyrir mig og láti mig vita ef það verður vart við hann. Það er hægt að ná í mig í síma 820-7571 eða á facebook.Er búin að auglýsa um allt á netmiðlum, í fréttablaðinu, labba í hús og spurja gangandi fólk útum allan bæ. Búin að þræða allar götur frá skeifunni niður í Vesturbæ og síðan allt gamla hverfið mitt. Það eru tugir manns búnir að hjálpa mér, get ekki lýst því hvað ég er þakklát fyrir það. Yndislegt að sjá hvað það er til góðhjartað fólk <3"Sólveig telur að þetta sé Fídel. Tengdar fréttir Köttur hámar í sig kanínuhræið Þegar blaðamaður og ljósmyndari Vísis voru á staðnum um klukkan 14:00 í dag var þar mættur köttur og var hann að gæða sér á hræinu 15. september 2014 16:36 Hörð viðbrögð vegna kanínudrápsins í Öskjuhlíð Margir eru reiðir vegna þess að kanína var rist á hol og hræið skilið eftir í Öskjuhlíð um helgina. Málið hefur verið mikið rætt á samskiptamiðlum. 15. september 2014 13:41 „Sá sem gerði þetta gæti átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi“ Hræ af kanínu sem var búið að rista á hol fannst í Öskjuhlíð í gær. Lögfræðingur sem hefur sérhæft sig í rétti dýra segir þetta vera stórfellt brot. 15. september 2014 11:37 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Sólveig Gylfadóttir telur að kötturinn sem Vísir sýndi myndband af í gær, að borða hræ af kanínu, sé kötturinn sinn. Hún vakti athygli á málinu skömmu eftir að fréttin birtist og fór að leita hans í Öskjuhlíðinni í gær. „Ég er búin að leita að honum úti um allt. Hann er búinn að vera týndur í fjóra mánuði. Ég fór eftir vinnu í gær og leitaði að honum og fann ekki og ætla aftur í kvöld,“ segir Sólveig í samtali við Vísi. Fídel týndist daginn eftir að hann fluttist með Sólveigu í Safamýrina. „Hann braust út um glugga og týndist. Ég er búin að auglýsa eftir honum víða og mér var send mynd af honum þegar hann var á Vesturgötunni fyrir þremur mánuðum síðan. Þá fór ég að leita að honum þar en fann hann ekki.“ Sólveig á annan kött sem gengur undir nafinu Medúsa. Hún fór með Fídel út um gluggann í Safamýrinni fyrir fjórum mánuðum, en Sólveg fann hana eftir 22 tíma leit. Sólveig sendir lesendum Vísis einnig eftirfarandi orðsendingu:Hér eru fleiri myndir af Fídel. Þeir sem sjá hann eru beðnir að hafa samband við Sólveigu."Þetta er hann Fídel !Hann týndist fyrir rúmum 4 mánuðum frá heimilinu okkar í Safamýri. Við vorum búin að búa þar í sólarhring þegar hann og önnur kisan mín ná að brjóta upp gluggafestingu og fara út. Ég finn hina kisuna mína hana Medúsu eftir 22 tíma labb um allt hverfið og lengra en það, en Fídel hefur ekki skilað sér heim.Við bjuggum áður í Lindarhverfinu í Kópavogi og hann hefur ekki heldur skilað sér þangaðFyrir rúmum 3 mánuðum þá fannst hann í Vesturbænum á Vesturgötunni. Ég fór þangað um leið og ég sá myndir af honum en þá var hann farinn. Sá í gær myndband af ketti á vísi þar sem var köttur að borða kanínuhræ. Ég er alveg viss um að það sé Fídel en svo veit maður ekkert hvernig hann lítur út í dag eftir að hafa verið úti í 4 mánuði. Fórum í Öskjuhlíðina í gær að leita af kisa en urðum ekki vör við hann, það kom myrkur fljótt svo við gátum ekki haldið leitinni áfram lengi en er að fara í langa göngu með hundana þar í kvöld og leita enn meira, hann þekkir hundana og kemur hlaupandi þegar hann sér þá.Hann er yndislegur, bröndóttur, 5 ára, geldur fress. Hlíðir kalli(“Fídel” og “mjámjá”), er með falskt mjálm. Félagsvera og elskar að leika við hunda.Fídels er sárt saknað og þrái ég ekkert heitar en að fá elskuna mína heim. Vona að fólk hafi augun opin og fylgist með honum fyrir mig og láti mig vita ef það verður vart við hann. Það er hægt að ná í mig í síma 820-7571 eða á facebook.Er búin að auglýsa um allt á netmiðlum, í fréttablaðinu, labba í hús og spurja gangandi fólk útum allan bæ. Búin að þræða allar götur frá skeifunni niður í Vesturbæ og síðan allt gamla hverfið mitt. Það eru tugir manns búnir að hjálpa mér, get ekki lýst því hvað ég er þakklát fyrir það. Yndislegt að sjá hvað það er til góðhjartað fólk <3"Sólveig telur að þetta sé Fídel.
Tengdar fréttir Köttur hámar í sig kanínuhræið Þegar blaðamaður og ljósmyndari Vísis voru á staðnum um klukkan 14:00 í dag var þar mættur köttur og var hann að gæða sér á hræinu 15. september 2014 16:36 Hörð viðbrögð vegna kanínudrápsins í Öskjuhlíð Margir eru reiðir vegna þess að kanína var rist á hol og hræið skilið eftir í Öskjuhlíð um helgina. Málið hefur verið mikið rætt á samskiptamiðlum. 15. september 2014 13:41 „Sá sem gerði þetta gæti átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi“ Hræ af kanínu sem var búið að rista á hol fannst í Öskjuhlíð í gær. Lögfræðingur sem hefur sérhæft sig í rétti dýra segir þetta vera stórfellt brot. 15. september 2014 11:37 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Köttur hámar í sig kanínuhræið Þegar blaðamaður og ljósmyndari Vísis voru á staðnum um klukkan 14:00 í dag var þar mættur köttur og var hann að gæða sér á hræinu 15. september 2014 16:36
Hörð viðbrögð vegna kanínudrápsins í Öskjuhlíð Margir eru reiðir vegna þess að kanína var rist á hol og hræið skilið eftir í Öskjuhlíð um helgina. Málið hefur verið mikið rætt á samskiptamiðlum. 15. september 2014 13:41
„Sá sem gerði þetta gæti átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi“ Hræ af kanínu sem var búið að rista á hol fannst í Öskjuhlíð í gær. Lögfræðingur sem hefur sérhæft sig í rétti dýra segir þetta vera stórfellt brot. 15. september 2014 11:37