Mikil fjölgun vændismála Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. september 2014 09:20 Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, segir lögregluna hafa fengið fjölda upplýsinga og ábendinga um vændi á síðasta ári. Vísir/Valli Ársskýrsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2013 kom út í síðastu viku. Í henni kemur fram að vændismálum fjölgaði mikið á milli ára; árið 2012 voru þau 22 talsins en í fyrra 98. Um er ræða mál sem lögreglan tók til rannsóknar og beindust þau að kaupendum vændis. Ekki liggur fyrir í hversu mörgum málum var ákært. Í skýrslu lögreglunnar um fjölda vændismála segir orðrétt: „Miklar sveiflur hafa verið í fjölda tilvika undanfarin ár einkum vegna þess að þessi brot eru að mestu tilkomin vegna frumkvæðisvinnu lögreglu og sveiflast fjöldinn því nokkuð eftir áherslum í löggæslu á hverjum tíma.“ Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, segir frumkvæðisvinnu lögreglu tilkomna vegna upplýsinga og ábendinga sem lögreglunni hafi borist um vændi. Það hafi því verið farið í sérstakt átak þar sem sjónum var sérstaklega beint að vændismálum.Stígamót segja aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn mansali og vændi ágæta en áætluninni þarf að fylgja fjárveiting.Fjöldi vændismála kemur Stígamótum ekki á óvart Þórunn Þórarinsdóttir hjá Stígamótum fagnar átaki lögreglunnar en segir að því miður komi fjöldi vændismála samtökunum ekki á óvart. „Við höfum bent á þetta í mörg ár og þessar tölur lögreglunnar þýða ekkert endilega að það sé meira um vændi. Þetta sýnir bara að um leið og farið er í átak á borð við það sem lögreglan réðst í þá skilar það árangri,“ segir Þórunn. Þórunn segir að hjá stjórnvöldum sé til fín aðgerðaráætlun varðandi það hvernig taka eigi á mansali og vændi en þrátt fyrir það hafi lítið gerst í málaflokknum. „Við hjá Stígamótum rákum Kristínarhús sem tilraunaverkefni í tvö og hálft ár og var það sérstaklega hugsað fyrir konur sem voru á leið úr vændi og/eða mansali. Húsinu var svo lokað þar sem ekki voru til nægir fjármunir fyrir starfseminni en fjárveitingin sem við fengum dugði einungis fyrir leigunni,“ segir Þórunn. Hún segir mikla þörf á úrræði fyrir konur sem eru á leið út úr vændi og/eða mansali. Kristínarhús hafi sýnt það og þó að það sé ekkert endilega rétta formið fyrir slíkt úrræði þá þurfi nauðsynlega eitthvað að gerast í þeim málum. „Aðgerðaáætlun stjórnvalda er fínn pappír en svona áætlunum þarf að fylgja fjárveiting. Við hnipptum í stjórnvöld í haust og bentum þeim á ýmislegt sem þarf að gera,“ bætir Þórunn við að lokum. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Ársskýrsla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2013 kom út í síðastu viku. Í henni kemur fram að vændismálum fjölgaði mikið á milli ára; árið 2012 voru þau 22 talsins en í fyrra 98. Um er ræða mál sem lögreglan tók til rannsóknar og beindust þau að kaupendum vændis. Ekki liggur fyrir í hversu mörgum málum var ákært. Í skýrslu lögreglunnar um fjölda vændismála segir orðrétt: „Miklar sveiflur hafa verið í fjölda tilvika undanfarin ár einkum vegna þess að þessi brot eru að mestu tilkomin vegna frumkvæðisvinnu lögreglu og sveiflast fjöldinn því nokkuð eftir áherslum í löggæslu á hverjum tíma.“ Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, segir frumkvæðisvinnu lögreglu tilkomna vegna upplýsinga og ábendinga sem lögreglunni hafi borist um vændi. Það hafi því verið farið í sérstakt átak þar sem sjónum var sérstaklega beint að vændismálum.Stígamót segja aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn mansali og vændi ágæta en áætluninni þarf að fylgja fjárveiting.Fjöldi vændismála kemur Stígamótum ekki á óvart Þórunn Þórarinsdóttir hjá Stígamótum fagnar átaki lögreglunnar en segir að því miður komi fjöldi vændismála samtökunum ekki á óvart. „Við höfum bent á þetta í mörg ár og þessar tölur lögreglunnar þýða ekkert endilega að það sé meira um vændi. Þetta sýnir bara að um leið og farið er í átak á borð við það sem lögreglan réðst í þá skilar það árangri,“ segir Þórunn. Þórunn segir að hjá stjórnvöldum sé til fín aðgerðaráætlun varðandi það hvernig taka eigi á mansali og vændi en þrátt fyrir það hafi lítið gerst í málaflokknum. „Við hjá Stígamótum rákum Kristínarhús sem tilraunaverkefni í tvö og hálft ár og var það sérstaklega hugsað fyrir konur sem voru á leið úr vændi og/eða mansali. Húsinu var svo lokað þar sem ekki voru til nægir fjármunir fyrir starfseminni en fjárveitingin sem við fengum dugði einungis fyrir leigunni,“ segir Þórunn. Hún segir mikla þörf á úrræði fyrir konur sem eru á leið út úr vændi og/eða mansali. Kristínarhús hafi sýnt það og þó að það sé ekkert endilega rétta formið fyrir slíkt úrræði þá þurfi nauðsynlega eitthvað að gerast í þeim málum. „Aðgerðaáætlun stjórnvalda er fínn pappír en svona áætlunum þarf að fylgja fjárveiting. Við hnipptum í stjórnvöld í haust og bentum þeim á ýmislegt sem þarf að gera,“ bætir Þórunn við að lokum.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira