Frosti og Diddi gera sig klára fyrir Asíu og Afríku Frosti Logason skrifar 18. september 2014 16:00 Fíll í fullu fjöri í Kruger Park. Í lok þessa mánaðar mun ég ásamt félaga mínum Sigurði Þorsteinssyni, sem hefur alltaf verið kallaður Diddi (ekki spyrja mig hvers vegna), halda af stað í ferðalag um Asíu og Afríku. Í ferðinni ætlum við félagar að koma við á Indlandi, Tælandi, Balí, Japan, Kúala Lúmpúr, Japan og Suður Afríku. Við höfum aldrei komið á þessar slóðir áður þannig að þetta mun koma til með að verða mikil upplifun fyrir okkur og vonandi mun okkur endast geðheilsan til þess að vera tveir saman í þessu mikla návígi í þær sex vikur sem ferðalagið mun taka. Ég hef einu sinni áður verið með Didda í útlöndum, en það var á Hróarskeldu hátíðinni árið 1996. Þá mætti hann á tjaldsvæðið með svona stóra ferðatösku eins og mamma mín notaði alltaf í Ameríkuflugum í gamla daga. Þá vissi ég hreint ekki hvort hann væri með öllum mjalla. En Diddi reyndist pottþéttur félagi í þeirri ferð og við höfum verið góðir vinir allar götur síðan. Ég hef litlar áhyggjur af þessu. Á leiðinni ætlum við að upplifa ný ævintýri, bragða á framandi mat og sjá bæði mannfólk og skepnur sem við höfum aldrei séð áður. Ég hlakka mest til að sjá vilt ljón og híenur í Afríku, en Diddi er meiri svona flóðhesta týpa. Það ættu allir að verða sáttir að ferðalagi loknu því okkur er sagt að við munum komast í návígi við allar þessar skepnur og fleiri til í Kruger Park safaríinu í Suður Afríku. Á Balí munum við vera í heila viku, en það er okkar lengsta stopp í þessari ferð. Þar verðum við í sörf-skóla á daginn og grillum svo á kvöldin auðvitað.Koh Tao í Tælandi er sannkölluð paradísareyja og vinsæll köfunarstaður.Við eyjunna Koh Tao á Tælandi munum við svo vera í nokkra daga í köfun og öðrum skemmtilegheitum. Lastabælið Bankok verður síðan að sjálfsögðu einnig á lista áfangastaða þar sem við munum meðal annars rannsaka hina áhugaverðu ladyboy menningu í þaula. Það verður eitthvað. Á þessari undirsíðu Vísis, sem við köllum AsíAfríkuvefinn, ætlum við svo að henda inn efni reglulega þar sem fólk getur fylgst með okkur, bæði í myndbrotum, ljósmyndum og pistlum, auk þess sem ég verð með reglulegar innkomur í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu 977.Surfskólinn á Balí er bæði afslappaður og notalegur.En ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni enda alger óþarfi að ljóstra upp öllu góðgæti ferðarinnar í fyrsta pistli. Við hvetjum fólk eindregið til þess að fylgjast vel með og upplifa þetta ævintýri hérna með okkur í beinni ef svo má segja. Ég hlakka til að deila þessu með ykkur og vona að þið hafið gaman af. Og já, Diddi biður að heilsa. Hann er orðinn vel spenntur og skríkir hérna við hliðina á mér eins og lítil smá stelpa. Bestu kveðjur, Frosti Logason AsíAfríka Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Í lok þessa mánaðar mun ég ásamt félaga mínum Sigurði Þorsteinssyni, sem hefur alltaf verið kallaður Diddi (ekki spyrja mig hvers vegna), halda af stað í ferðalag um Asíu og Afríku. Í ferðinni ætlum við félagar að koma við á Indlandi, Tælandi, Balí, Japan, Kúala Lúmpúr, Japan og Suður Afríku. Við höfum aldrei komið á þessar slóðir áður þannig að þetta mun koma til með að verða mikil upplifun fyrir okkur og vonandi mun okkur endast geðheilsan til þess að vera tveir saman í þessu mikla návígi í þær sex vikur sem ferðalagið mun taka. Ég hef einu sinni áður verið með Didda í útlöndum, en það var á Hróarskeldu hátíðinni árið 1996. Þá mætti hann á tjaldsvæðið með svona stóra ferðatösku eins og mamma mín notaði alltaf í Ameríkuflugum í gamla daga. Þá vissi ég hreint ekki hvort hann væri með öllum mjalla. En Diddi reyndist pottþéttur félagi í þeirri ferð og við höfum verið góðir vinir allar götur síðan. Ég hef litlar áhyggjur af þessu. Á leiðinni ætlum við að upplifa ný ævintýri, bragða á framandi mat og sjá bæði mannfólk og skepnur sem við höfum aldrei séð áður. Ég hlakka mest til að sjá vilt ljón og híenur í Afríku, en Diddi er meiri svona flóðhesta týpa. Það ættu allir að verða sáttir að ferðalagi loknu því okkur er sagt að við munum komast í návígi við allar þessar skepnur og fleiri til í Kruger Park safaríinu í Suður Afríku. Á Balí munum við vera í heila viku, en það er okkar lengsta stopp í þessari ferð. Þar verðum við í sörf-skóla á daginn og grillum svo á kvöldin auðvitað.Koh Tao í Tælandi er sannkölluð paradísareyja og vinsæll köfunarstaður.Við eyjunna Koh Tao á Tælandi munum við svo vera í nokkra daga í köfun og öðrum skemmtilegheitum. Lastabælið Bankok verður síðan að sjálfsögðu einnig á lista áfangastaða þar sem við munum meðal annars rannsaka hina áhugaverðu ladyboy menningu í þaula. Það verður eitthvað. Á þessari undirsíðu Vísis, sem við köllum AsíAfríkuvefinn, ætlum við svo að henda inn efni reglulega þar sem fólk getur fylgst með okkur, bæði í myndbrotum, ljósmyndum og pistlum, auk þess sem ég verð með reglulegar innkomur í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu 977.Surfskólinn á Balí er bæði afslappaður og notalegur.En ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni enda alger óþarfi að ljóstra upp öllu góðgæti ferðarinnar í fyrsta pistli. Við hvetjum fólk eindregið til þess að fylgjast vel með og upplifa þetta ævintýri hérna með okkur í beinni ef svo má segja. Ég hlakka til að deila þessu með ykkur og vona að þið hafið gaman af. Og já, Diddi biður að heilsa. Hann er orðinn vel spenntur og skríkir hérna við hliðina á mér eins og lítil smá stelpa. Bestu kveðjur, Frosti Logason
AsíAfríka Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira