Frosti og Diddi gera sig klára fyrir Asíu og Afríku Frosti Logason skrifar 18. september 2014 16:00 Fíll í fullu fjöri í Kruger Park. Í lok þessa mánaðar mun ég ásamt félaga mínum Sigurði Þorsteinssyni, sem hefur alltaf verið kallaður Diddi (ekki spyrja mig hvers vegna), halda af stað í ferðalag um Asíu og Afríku. Í ferðinni ætlum við félagar að koma við á Indlandi, Tælandi, Balí, Japan, Kúala Lúmpúr, Japan og Suður Afríku. Við höfum aldrei komið á þessar slóðir áður þannig að þetta mun koma til með að verða mikil upplifun fyrir okkur og vonandi mun okkur endast geðheilsan til þess að vera tveir saman í þessu mikla návígi í þær sex vikur sem ferðalagið mun taka. Ég hef einu sinni áður verið með Didda í útlöndum, en það var á Hróarskeldu hátíðinni árið 1996. Þá mætti hann á tjaldsvæðið með svona stóra ferðatösku eins og mamma mín notaði alltaf í Ameríkuflugum í gamla daga. Þá vissi ég hreint ekki hvort hann væri með öllum mjalla. En Diddi reyndist pottþéttur félagi í þeirri ferð og við höfum verið góðir vinir allar götur síðan. Ég hef litlar áhyggjur af þessu. Á leiðinni ætlum við að upplifa ný ævintýri, bragða á framandi mat og sjá bæði mannfólk og skepnur sem við höfum aldrei séð áður. Ég hlakka mest til að sjá vilt ljón og híenur í Afríku, en Diddi er meiri svona flóðhesta týpa. Það ættu allir að verða sáttir að ferðalagi loknu því okkur er sagt að við munum komast í návígi við allar þessar skepnur og fleiri til í Kruger Park safaríinu í Suður Afríku. Á Balí munum við vera í heila viku, en það er okkar lengsta stopp í þessari ferð. Þar verðum við í sörf-skóla á daginn og grillum svo á kvöldin auðvitað.Koh Tao í Tælandi er sannkölluð paradísareyja og vinsæll köfunarstaður.Við eyjunna Koh Tao á Tælandi munum við svo vera í nokkra daga í köfun og öðrum skemmtilegheitum. Lastabælið Bankok verður síðan að sjálfsögðu einnig á lista áfangastaða þar sem við munum meðal annars rannsaka hina áhugaverðu ladyboy menningu í þaula. Það verður eitthvað. Á þessari undirsíðu Vísis, sem við köllum AsíAfríkuvefinn, ætlum við svo að henda inn efni reglulega þar sem fólk getur fylgst með okkur, bæði í myndbrotum, ljósmyndum og pistlum, auk þess sem ég verð með reglulegar innkomur í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu 977.Surfskólinn á Balí er bæði afslappaður og notalegur.En ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni enda alger óþarfi að ljóstra upp öllu góðgæti ferðarinnar í fyrsta pistli. Við hvetjum fólk eindregið til þess að fylgjast vel með og upplifa þetta ævintýri hérna með okkur í beinni ef svo má segja. Ég hlakka til að deila þessu með ykkur og vona að þið hafið gaman af. Og já, Diddi biður að heilsa. Hann er orðinn vel spenntur og skríkir hérna við hliðina á mér eins og lítil smá stelpa. Bestu kveðjur, Frosti Logason AsíAfríka Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Sjá meira
Í lok þessa mánaðar mun ég ásamt félaga mínum Sigurði Þorsteinssyni, sem hefur alltaf verið kallaður Diddi (ekki spyrja mig hvers vegna), halda af stað í ferðalag um Asíu og Afríku. Í ferðinni ætlum við félagar að koma við á Indlandi, Tælandi, Balí, Japan, Kúala Lúmpúr, Japan og Suður Afríku. Við höfum aldrei komið á þessar slóðir áður þannig að þetta mun koma til með að verða mikil upplifun fyrir okkur og vonandi mun okkur endast geðheilsan til þess að vera tveir saman í þessu mikla návígi í þær sex vikur sem ferðalagið mun taka. Ég hef einu sinni áður verið með Didda í útlöndum, en það var á Hróarskeldu hátíðinni árið 1996. Þá mætti hann á tjaldsvæðið með svona stóra ferðatösku eins og mamma mín notaði alltaf í Ameríkuflugum í gamla daga. Þá vissi ég hreint ekki hvort hann væri með öllum mjalla. En Diddi reyndist pottþéttur félagi í þeirri ferð og við höfum verið góðir vinir allar götur síðan. Ég hef litlar áhyggjur af þessu. Á leiðinni ætlum við að upplifa ný ævintýri, bragða á framandi mat og sjá bæði mannfólk og skepnur sem við höfum aldrei séð áður. Ég hlakka mest til að sjá vilt ljón og híenur í Afríku, en Diddi er meiri svona flóðhesta týpa. Það ættu allir að verða sáttir að ferðalagi loknu því okkur er sagt að við munum komast í návígi við allar þessar skepnur og fleiri til í Kruger Park safaríinu í Suður Afríku. Á Balí munum við vera í heila viku, en það er okkar lengsta stopp í þessari ferð. Þar verðum við í sörf-skóla á daginn og grillum svo á kvöldin auðvitað.Koh Tao í Tælandi er sannkölluð paradísareyja og vinsæll köfunarstaður.Við eyjunna Koh Tao á Tælandi munum við svo vera í nokkra daga í köfun og öðrum skemmtilegheitum. Lastabælið Bankok verður síðan að sjálfsögðu einnig á lista áfangastaða þar sem við munum meðal annars rannsaka hina áhugaverðu ladyboy menningu í þaula. Það verður eitthvað. Á þessari undirsíðu Vísis, sem við köllum AsíAfríkuvefinn, ætlum við svo að henda inn efni reglulega þar sem fólk getur fylgst með okkur, bæði í myndbrotum, ljósmyndum og pistlum, auk þess sem ég verð með reglulegar innkomur í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu 977.Surfskólinn á Balí er bæði afslappaður og notalegur.En ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni enda alger óþarfi að ljóstra upp öllu góðgæti ferðarinnar í fyrsta pistli. Við hvetjum fólk eindregið til þess að fylgjast vel með og upplifa þetta ævintýri hérna með okkur í beinni ef svo má segja. Ég hlakka til að deila þessu með ykkur og vona að þið hafið gaman af. Og já, Diddi biður að heilsa. Hann er orðinn vel spenntur og skríkir hérna við hliðina á mér eins og lítil smá stelpa. Bestu kveðjur, Frosti Logason
AsíAfríka Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Sjá meira