Frosti og Diddi gera sig klára fyrir Asíu og Afríku Frosti Logason skrifar 18. september 2014 16:00 Fíll í fullu fjöri í Kruger Park. Í lok þessa mánaðar mun ég ásamt félaga mínum Sigurði Þorsteinssyni, sem hefur alltaf verið kallaður Diddi (ekki spyrja mig hvers vegna), halda af stað í ferðalag um Asíu og Afríku. Í ferðinni ætlum við félagar að koma við á Indlandi, Tælandi, Balí, Japan, Kúala Lúmpúr, Japan og Suður Afríku. Við höfum aldrei komið á þessar slóðir áður þannig að þetta mun koma til með að verða mikil upplifun fyrir okkur og vonandi mun okkur endast geðheilsan til þess að vera tveir saman í þessu mikla návígi í þær sex vikur sem ferðalagið mun taka. Ég hef einu sinni áður verið með Didda í útlöndum, en það var á Hróarskeldu hátíðinni árið 1996. Þá mætti hann á tjaldsvæðið með svona stóra ferðatösku eins og mamma mín notaði alltaf í Ameríkuflugum í gamla daga. Þá vissi ég hreint ekki hvort hann væri með öllum mjalla. En Diddi reyndist pottþéttur félagi í þeirri ferð og við höfum verið góðir vinir allar götur síðan. Ég hef litlar áhyggjur af þessu. Á leiðinni ætlum við að upplifa ný ævintýri, bragða á framandi mat og sjá bæði mannfólk og skepnur sem við höfum aldrei séð áður. Ég hlakka mest til að sjá vilt ljón og híenur í Afríku, en Diddi er meiri svona flóðhesta týpa. Það ættu allir að verða sáttir að ferðalagi loknu því okkur er sagt að við munum komast í návígi við allar þessar skepnur og fleiri til í Kruger Park safaríinu í Suður Afríku. Á Balí munum við vera í heila viku, en það er okkar lengsta stopp í þessari ferð. Þar verðum við í sörf-skóla á daginn og grillum svo á kvöldin auðvitað.Koh Tao í Tælandi er sannkölluð paradísareyja og vinsæll köfunarstaður.Við eyjunna Koh Tao á Tælandi munum við svo vera í nokkra daga í köfun og öðrum skemmtilegheitum. Lastabælið Bankok verður síðan að sjálfsögðu einnig á lista áfangastaða þar sem við munum meðal annars rannsaka hina áhugaverðu ladyboy menningu í þaula. Það verður eitthvað. Á þessari undirsíðu Vísis, sem við köllum AsíAfríkuvefinn, ætlum við svo að henda inn efni reglulega þar sem fólk getur fylgst með okkur, bæði í myndbrotum, ljósmyndum og pistlum, auk þess sem ég verð með reglulegar innkomur í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu 977.Surfskólinn á Balí er bæði afslappaður og notalegur.En ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni enda alger óþarfi að ljóstra upp öllu góðgæti ferðarinnar í fyrsta pistli. Við hvetjum fólk eindregið til þess að fylgjast vel með og upplifa þetta ævintýri hérna með okkur í beinni ef svo má segja. Ég hlakka til að deila þessu með ykkur og vona að þið hafið gaman af. Og já, Diddi biður að heilsa. Hann er orðinn vel spenntur og skríkir hérna við hliðina á mér eins og lítil smá stelpa. Bestu kveðjur, Frosti Logason AsíAfríka Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Í lok þessa mánaðar mun ég ásamt félaga mínum Sigurði Þorsteinssyni, sem hefur alltaf verið kallaður Diddi (ekki spyrja mig hvers vegna), halda af stað í ferðalag um Asíu og Afríku. Í ferðinni ætlum við félagar að koma við á Indlandi, Tælandi, Balí, Japan, Kúala Lúmpúr, Japan og Suður Afríku. Við höfum aldrei komið á þessar slóðir áður þannig að þetta mun koma til með að verða mikil upplifun fyrir okkur og vonandi mun okkur endast geðheilsan til þess að vera tveir saman í þessu mikla návígi í þær sex vikur sem ferðalagið mun taka. Ég hef einu sinni áður verið með Didda í útlöndum, en það var á Hróarskeldu hátíðinni árið 1996. Þá mætti hann á tjaldsvæðið með svona stóra ferðatösku eins og mamma mín notaði alltaf í Ameríkuflugum í gamla daga. Þá vissi ég hreint ekki hvort hann væri með öllum mjalla. En Diddi reyndist pottþéttur félagi í þeirri ferð og við höfum verið góðir vinir allar götur síðan. Ég hef litlar áhyggjur af þessu. Á leiðinni ætlum við að upplifa ný ævintýri, bragða á framandi mat og sjá bæði mannfólk og skepnur sem við höfum aldrei séð áður. Ég hlakka mest til að sjá vilt ljón og híenur í Afríku, en Diddi er meiri svona flóðhesta týpa. Það ættu allir að verða sáttir að ferðalagi loknu því okkur er sagt að við munum komast í návígi við allar þessar skepnur og fleiri til í Kruger Park safaríinu í Suður Afríku. Á Balí munum við vera í heila viku, en það er okkar lengsta stopp í þessari ferð. Þar verðum við í sörf-skóla á daginn og grillum svo á kvöldin auðvitað.Koh Tao í Tælandi er sannkölluð paradísareyja og vinsæll köfunarstaður.Við eyjunna Koh Tao á Tælandi munum við svo vera í nokkra daga í köfun og öðrum skemmtilegheitum. Lastabælið Bankok verður síðan að sjálfsögðu einnig á lista áfangastaða þar sem við munum meðal annars rannsaka hina áhugaverðu ladyboy menningu í þaula. Það verður eitthvað. Á þessari undirsíðu Vísis, sem við köllum AsíAfríkuvefinn, ætlum við svo að henda inn efni reglulega þar sem fólk getur fylgst með okkur, bæði í myndbrotum, ljósmyndum og pistlum, auk þess sem ég verð með reglulegar innkomur í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu 977.Surfskólinn á Balí er bæði afslappaður og notalegur.En ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni enda alger óþarfi að ljóstra upp öllu góðgæti ferðarinnar í fyrsta pistli. Við hvetjum fólk eindregið til þess að fylgjast vel með og upplifa þetta ævintýri hérna með okkur í beinni ef svo má segja. Ég hlakka til að deila þessu með ykkur og vona að þið hafið gaman af. Og já, Diddi biður að heilsa. Hann er orðinn vel spenntur og skríkir hérna við hliðina á mér eins og lítil smá stelpa. Bestu kveðjur, Frosti Logason
AsíAfríka Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira