Frosti og Diddi gera sig klára fyrir Asíu og Afríku Frosti Logason skrifar 18. september 2014 16:00 Fíll í fullu fjöri í Kruger Park. Í lok þessa mánaðar mun ég ásamt félaga mínum Sigurði Þorsteinssyni, sem hefur alltaf verið kallaður Diddi (ekki spyrja mig hvers vegna), halda af stað í ferðalag um Asíu og Afríku. Í ferðinni ætlum við félagar að koma við á Indlandi, Tælandi, Balí, Japan, Kúala Lúmpúr, Japan og Suður Afríku. Við höfum aldrei komið á þessar slóðir áður þannig að þetta mun koma til með að verða mikil upplifun fyrir okkur og vonandi mun okkur endast geðheilsan til þess að vera tveir saman í þessu mikla návígi í þær sex vikur sem ferðalagið mun taka. Ég hef einu sinni áður verið með Didda í útlöndum, en það var á Hróarskeldu hátíðinni árið 1996. Þá mætti hann á tjaldsvæðið með svona stóra ferðatösku eins og mamma mín notaði alltaf í Ameríkuflugum í gamla daga. Þá vissi ég hreint ekki hvort hann væri með öllum mjalla. En Diddi reyndist pottþéttur félagi í þeirri ferð og við höfum verið góðir vinir allar götur síðan. Ég hef litlar áhyggjur af þessu. Á leiðinni ætlum við að upplifa ný ævintýri, bragða á framandi mat og sjá bæði mannfólk og skepnur sem við höfum aldrei séð áður. Ég hlakka mest til að sjá vilt ljón og híenur í Afríku, en Diddi er meiri svona flóðhesta týpa. Það ættu allir að verða sáttir að ferðalagi loknu því okkur er sagt að við munum komast í návígi við allar þessar skepnur og fleiri til í Kruger Park safaríinu í Suður Afríku. Á Balí munum við vera í heila viku, en það er okkar lengsta stopp í þessari ferð. Þar verðum við í sörf-skóla á daginn og grillum svo á kvöldin auðvitað.Koh Tao í Tælandi er sannkölluð paradísareyja og vinsæll köfunarstaður.Við eyjunna Koh Tao á Tælandi munum við svo vera í nokkra daga í köfun og öðrum skemmtilegheitum. Lastabælið Bankok verður síðan að sjálfsögðu einnig á lista áfangastaða þar sem við munum meðal annars rannsaka hina áhugaverðu ladyboy menningu í þaula. Það verður eitthvað. Á þessari undirsíðu Vísis, sem við köllum AsíAfríkuvefinn, ætlum við svo að henda inn efni reglulega þar sem fólk getur fylgst með okkur, bæði í myndbrotum, ljósmyndum og pistlum, auk þess sem ég verð með reglulegar innkomur í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu 977.Surfskólinn á Balí er bæði afslappaður og notalegur.En ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni enda alger óþarfi að ljóstra upp öllu góðgæti ferðarinnar í fyrsta pistli. Við hvetjum fólk eindregið til þess að fylgjast vel með og upplifa þetta ævintýri hérna með okkur í beinni ef svo má segja. Ég hlakka til að deila þessu með ykkur og vona að þið hafið gaman af. Og já, Diddi biður að heilsa. Hann er orðinn vel spenntur og skríkir hérna við hliðina á mér eins og lítil smá stelpa. Bestu kveðjur, Frosti Logason AsíAfríka Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Í lok þessa mánaðar mun ég ásamt félaga mínum Sigurði Þorsteinssyni, sem hefur alltaf verið kallaður Diddi (ekki spyrja mig hvers vegna), halda af stað í ferðalag um Asíu og Afríku. Í ferðinni ætlum við félagar að koma við á Indlandi, Tælandi, Balí, Japan, Kúala Lúmpúr, Japan og Suður Afríku. Við höfum aldrei komið á þessar slóðir áður þannig að þetta mun koma til með að verða mikil upplifun fyrir okkur og vonandi mun okkur endast geðheilsan til þess að vera tveir saman í þessu mikla návígi í þær sex vikur sem ferðalagið mun taka. Ég hef einu sinni áður verið með Didda í útlöndum, en það var á Hróarskeldu hátíðinni árið 1996. Þá mætti hann á tjaldsvæðið með svona stóra ferðatösku eins og mamma mín notaði alltaf í Ameríkuflugum í gamla daga. Þá vissi ég hreint ekki hvort hann væri með öllum mjalla. En Diddi reyndist pottþéttur félagi í þeirri ferð og við höfum verið góðir vinir allar götur síðan. Ég hef litlar áhyggjur af þessu. Á leiðinni ætlum við að upplifa ný ævintýri, bragða á framandi mat og sjá bæði mannfólk og skepnur sem við höfum aldrei séð áður. Ég hlakka mest til að sjá vilt ljón og híenur í Afríku, en Diddi er meiri svona flóðhesta týpa. Það ættu allir að verða sáttir að ferðalagi loknu því okkur er sagt að við munum komast í návígi við allar þessar skepnur og fleiri til í Kruger Park safaríinu í Suður Afríku. Á Balí munum við vera í heila viku, en það er okkar lengsta stopp í þessari ferð. Þar verðum við í sörf-skóla á daginn og grillum svo á kvöldin auðvitað.Koh Tao í Tælandi er sannkölluð paradísareyja og vinsæll köfunarstaður.Við eyjunna Koh Tao á Tælandi munum við svo vera í nokkra daga í köfun og öðrum skemmtilegheitum. Lastabælið Bankok verður síðan að sjálfsögðu einnig á lista áfangastaða þar sem við munum meðal annars rannsaka hina áhugaverðu ladyboy menningu í þaula. Það verður eitthvað. Á þessari undirsíðu Vísis, sem við köllum AsíAfríkuvefinn, ætlum við svo að henda inn efni reglulega þar sem fólk getur fylgst með okkur, bæði í myndbrotum, ljósmyndum og pistlum, auk þess sem ég verð með reglulegar innkomur í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu 977.Surfskólinn á Balí er bæði afslappaður og notalegur.En ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni enda alger óþarfi að ljóstra upp öllu góðgæti ferðarinnar í fyrsta pistli. Við hvetjum fólk eindregið til þess að fylgjast vel með og upplifa þetta ævintýri hérna með okkur í beinni ef svo má segja. Ég hlakka til að deila þessu með ykkur og vona að þið hafið gaman af. Og já, Diddi biður að heilsa. Hann er orðinn vel spenntur og skríkir hérna við hliðina á mér eins og lítil smá stelpa. Bestu kveðjur, Frosti Logason
AsíAfríka Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira