Fimm hundruð skjálftar frá miðnætti Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2014 12:53 Vísir/VIlhelm Nokkuð dró úr skjálftavirkni við Bárðarbungu þegar gosið hófst í Holuhrauni snemma í gærmorgun en fimm hundruð skjálftar hafa mælst síðan á miðnætti í nótt. Skömmu fyrir níu í morgun mældist skjálfti 5 að stærð í Bárðarbunguöskjunni og annar að stærð 5,2 varð klukkan 11:41 á sama svæði. Mesta virknin er á 15 kílómetra löngu svæði með miðju á jaðri Dyngjujökuls. Hraungos stendur enn yfir í Holuhrauni en klukkan átta í gærkvöldi náði hraunið yfir þriggja ferkílómetra svæði. Rúmmál hraunsins er talið vera á milli 16 til 25 milljón rúmmetrar. Ekkert öskufall er frá gosstöðvunum og gasbólstrar og gufa rísa nú frá sprungunni í nokkur hundruð metra hæð næst eldstöðvunum. Bólstrarnir stíga í allt að 1200 metra hæð þegar fjær dregur. TF-Sif fer í loftið klukkan eitt með vísindamenn frá Veðurstofunni Jarðvísindastofnun auk fulltrúa Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Frekari upplýsinga um hvað í ljós kemur er að vænta seinna í dag. Þá gefa gasmælingar í skyn að umtalsvert magn af brennisteinssamböndum sé í gosmekkinum og því gæti mikil hætta falist í því að nálgast svæðið. Þar að auki sína GPS mælingar áframhaldandi láréttar færslur vegna gliðnunar við Norðurjaðar Vatnajökuls. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að ekki sjáist skýr merki um þrýstingslækkun í ganginum í tengslum við eldgosið en greina megi óreglu í GPS færslum í næsta nágrenni hans. Þá virðisti bergangurinn ekki hafa færst til norðurs svo nokkurs nemi.Fjórar líklegar atburðarrásir Óvissa er enn um hvert framhaldið verði en fjórir möguleikar eru sagðir líklegastir: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út. Ekki komi til annars eldgoss. -Að gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Að gangurinn nái til yfirborðsins og annað eldgos hefjist, en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli.Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og ef til vill einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu, en það gæti leitt til jökulshlaups og ef til vill einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum. Þó er ekki hægt að útiloka aðrar hlaupleiðir eins og Skjálfandahlaup, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Litakóði fyrir flug er enn appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju. Bárðarbunga Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Nokkuð dró úr skjálftavirkni við Bárðarbungu þegar gosið hófst í Holuhrauni snemma í gærmorgun en fimm hundruð skjálftar hafa mælst síðan á miðnætti í nótt. Skömmu fyrir níu í morgun mældist skjálfti 5 að stærð í Bárðarbunguöskjunni og annar að stærð 5,2 varð klukkan 11:41 á sama svæði. Mesta virknin er á 15 kílómetra löngu svæði með miðju á jaðri Dyngjujökuls. Hraungos stendur enn yfir í Holuhrauni en klukkan átta í gærkvöldi náði hraunið yfir þriggja ferkílómetra svæði. Rúmmál hraunsins er talið vera á milli 16 til 25 milljón rúmmetrar. Ekkert öskufall er frá gosstöðvunum og gasbólstrar og gufa rísa nú frá sprungunni í nokkur hundruð metra hæð næst eldstöðvunum. Bólstrarnir stíga í allt að 1200 metra hæð þegar fjær dregur. TF-Sif fer í loftið klukkan eitt með vísindamenn frá Veðurstofunni Jarðvísindastofnun auk fulltrúa Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Frekari upplýsinga um hvað í ljós kemur er að vænta seinna í dag. Þá gefa gasmælingar í skyn að umtalsvert magn af brennisteinssamböndum sé í gosmekkinum og því gæti mikil hætta falist í því að nálgast svæðið. Þar að auki sína GPS mælingar áframhaldandi láréttar færslur vegna gliðnunar við Norðurjaðar Vatnajökuls. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að ekki sjáist skýr merki um þrýstingslækkun í ganginum í tengslum við eldgosið en greina megi óreglu í GPS færslum í næsta nágrenni hans. Þá virðisti bergangurinn ekki hafa færst til norðurs svo nokkurs nemi.Fjórar líklegar atburðarrásir Óvissa er enn um hvert framhaldið verði en fjórir möguleikar eru sagðir líklegastir: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út. Ekki komi til annars eldgoss. -Að gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Að gangurinn nái til yfirborðsins og annað eldgos hefjist, en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli.Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og ef til vill einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu, en það gæti leitt til jökulshlaups og ef til vill einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum. Þó er ekki hægt að útiloka aðrar hlaupleiðir eins og Skjálfandahlaup, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Litakóði fyrir flug er enn appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju.
Bárðarbunga Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira