Innlent

Á þriðja hundrað tillögur: Drekahraun, Ómarshraun eða Litla-Hraun?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eldgosið í Holuhrauni.
Eldgosið í Holuhrauni. visir/egill
Fréttastofa hvatti almenning í gær til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og hrauninu og hafa fjölmargar tillögur borist. 

Nú þegar hafa rúmlega tvöhundruð tillögur borist. Eldgosið í Holuhrauni virðist vera á svipuðu róli og það var í gær en lesendur Vísis og áhorfendur Stöðvar 2 keppast nú við að senda inn tillögur að nafni að gosinu.

Flestir leggja til Drekahraun, Litlahraun, Ómarshraun og þá vilja einnig fjölmargir kalla það Holuhraun.

Hér að neðan má lesa tilnefningar sem fréttastofan hefur fengið inn á borð:

Gosstrókur í Holuhrauni.visir/egill
Þórður Guðmundsson: Þessi staður hefur lengi heitið „Holuhraun“ og hlýtur að heita það áfram þó nýtt hraun hafi runnið þar. Ekki skiptum við um nafn á Heklu í hvert sinn sem hún gýs. Sennilega er best að tala um „Holuhraunið nýja".

Björgvin Kristinsson: Þar sem nánast eina leiðin til að sjá herlegheitin er í gegn um tölvuna og versla fullt af gígabætum finnst mér eitthvað í líkingu við Gígabitgígar við hæfi - Megagígar - Gígagígar - metagígahraun - Gígabitagígar - Gígabitahraun – Hraunbitagígar.

Elsa Margrét Böðvarsdóttir: Ómarshraun miklu frekar. Finnst alveg kominn tími á að heiðra Ómar Ragnarsson með örnefni.

Soffía Helga Valsdóttir: Kristjánsgígar í æsifréttahrauni

Guðmundur Ringsted: Eldstöðin er í holuhrauni . Einfalt Holuhraun

Margrét Einarsdóttir: Gömul vinkona mín er búin að nefna þetta „Fjölmiðlahraun“ oft hefur nú mikið gengið á hjá miðlunum en sjaldan eins og nú.

visir/egill
Rannveig Ísfjörð: Míluhraun

Sigga Atla: Holuhraun áfram?

Páll Sverrisson: Góu Hraun

Björgvin Kristinsson: Hvað með Karíus og Baktusgígar ...í Holuhrauni?

Haukur Örn Jónsson: Lekahraun, á vel við núna

Ingunn Þóra Einarsdóttir: Næraberg!

Ragnar Ingi Karlsson: Fjölmiðlagos

Baldvin Guðmundur Baldvinsson: Skjálftahraun finnst mer vera flott.

Hjörleifur Jónsson: Gosið er í Holuhrauni við Bárðarbungu þá liggur beinast við að kalla það Holubunga:)

visir/egill
Bragi Þór Bragason: Surtseldar

Eymar Eyjólfsson: Óbyggðahraun.... en í alvöru??? Er þetta ekki holuhraun??? Er „holuhraun“ eitt samfellt gos eða mörg lög?? held að holuhraun sé vel við hæfi.

Haraldur A Haraldsson: Biðhraun

Guðrún Rosa Hauksdóttir: Nei alls ekki Kristjánshraun frekar Rauðómarshraun

Grétar Örn Marteinsson: Langalína

Kolbrún Sara Ósk Kristinsdóttir: Ómarshraun

Matthías D. Guðbjartsson: Vítishraun.

Árni Geir Geirsson: Þetta heitir Holuhraun og á að heita það áfram !! Það er ekki eins og hafi orðið til ný eyja.

Erla Ösp Ingvarsdóttir: Drekahraun.

Lilja Björnsdóttir: Bárðarvoði

Jón Hallgrímsson: Drekahraun

visir/egill
Heiðar Bragason: Ég Nefni það hér og nú, HRAUN-ÆÐI.

Thorhildur Sv Bjørkskov: Þetta er Bolahraun !

Arnþór Ingi Hlynsson: Bárðareldar

Gunnar Kr. Sigmundsson: Mótsögnin við Holuhraun mundi vera Hólahraun eða Þúfuhraun.

Anna Sigríður Grétarsdóttir: Elna

Björgvin Kristinsson: Hraungangagígar - Hraungangahraun. Kemur þetta ekki úr ca. 40 kílómetra löngum hraungangi?

Svavar Þór Einarsson: Lekahraun

Bára Þórarinsdóttir: Já já... Litlahraun er bara mitt uppáhald nú

Hestar Og Heilsa Ehf. : Fjölhraun

visir/egill
Bryndís Sveinsdóttir: Gæti heitið Tannlæknahraun, svona fyrst það er í Holuhrauni

Jón Kornelíus Gíslason: Drekahraun! Gossprungan líktist víst elddreka sagði einn af þeim fyrstu er sá eldgosið.

Elínborg Skúladóttir: Það átti að vera gos, enn varð ekki, það sem við sjáum eru mýrarljós, svo af hverju ekki mýraljósahraun?? Það gæti verið gaman að heyra þá útgáfu hjá fréttafólki í erlendum miðlum.

Guðrún Kr. Ívarsdóttir: Hraunelfur

Sigríður Magnúsdóttir: Skjálftahraun.

Sigrún Ögmundsdóttir: Bunguhraun

Ólafur Gunnarsson: Holufyllingarhraun.

Snjáfríður Árnadóttir: Stjánahraun er þá skárra, en ég held að það verði nú ekki ofan á. Líst einna best á Dyngjuhraun.

visir/egill
Sigríður Magnúsdóttir: Einhver nefndi Litla Hraun og það er flott.

Ásdís Kristjánsdóttir: Nýja Hraun/ Nýja Holuhraun .

Hulda Kolbrún Guðjónsdóttir: Lekahraun. Það „lak“ upp! Sá þá tillögu og finnst hún góð.

Margrét Einarsdóttir Long: Holufyllingarhraun.

Hólmfríður Stefánsdóttir: Langi Tröllahraun

Óskar Gústaf Ingjaldur Ólafsson: Spillingarhraun

Garðar Jóhann Garðarsson: Garðarshraun

Sara Dögg Guðnadóttir: Færeyingahraun!

Gauti Halldórsson: Heldgosahraun

visir/egill
Gréta Dröfn Jónsdóttir: Litla hraun

Sigrún Ella: Víðishraun.

Sigrún Guðmundardóttir: Kannski Hræðsluhraun, hann virkaði pínu þannig.

Elísabet Hlíðdal: Held-goshraun

Hafsteinn Kröyer Eiðsson: Vestishraun? Miðlagígar?

Anna Sigga Eiríksdóttir: Drekahraun eða Óvissuhraun

Leifur Skúlason: Það sem greinir þetta gos frá öllum öðrum í Íslandssögunni er að í fyrsta skipti er almenningi algerlega bannað að skoða gosið. Þá dettur manni í hug nöfn s.s. Hulinshraun eða Lögguhraun

Guðrún Þóra Arnardóttir: Sandaeldar og Sandahraun eða Sandeldar og Sandhraun.

visir/egill
Birna Friðbjört S. Hannesdóttir: Drekahraun

Arnþór Ingi: Bárðareldar

Stefán Karl: Drekahraun

Garðar Hvitfeld: Gosi

Hafdís og Anna Karen: Drekahraun

Jóhann Már Helgason: Hraungos Kristjáns M. Unnarssonar

Sævar Björgvinsson: Æsifréttahraun

Linda O´Dell: Bungueldar eða Bunguglæður

Ásdís Sveinbjörnsdóttir: Drekahraun

Kristleifur Leósson: Bárðarborgarskessa

Sigríður Tinna: Dómsdyngja

Ólafur í Hvarfi: Drekaflæðir

Lilja Björnsdóttir: Mér datt eitt nafn í hug. Bárðarvoði. :)

Heiðrún Baldursdóttir: Drekaslóð / Drekaslóðir.. Gosið er mjög ævintýralegt og ævintýragjarnri dóttur minni fannst þetta vera dreki, svo okkar nafn verður Drekaslóð/ir

Kristín Sigurðardóttir: Drekaeldar

Matthías Páll Gunnarsson: Skjálftahraun

Hjörleifur Jónsson: Nú auðvitað á þetta að heita Holubunga

Jón Salvör Kristinsdóttir: Eldhliðið. Daniel Esekíel 8 ára valdi það nafn.

Kristofer Limbaga: Drekabunga

Ingi Hrafn: Holuhraunsgosið.

Vigdís Bjarnadóttir: Holuflæður

Guðný Emilsdóttir: Drekagos

Ólafur Þór Gunnarsson: Mílueldar og Míluhraun

Erla U. Sigurðardóttir: Drekahryggur eða Drekahryggir.

Lilja Kristjánsdóttir: Drekahraun

Freyja Árdal: Mér datt í hug að gosstöðin gæti heitið Níðhöggur eins og drekinn sem dvelur við rætur Yggdrasil.

Lárus Rúnar Ástvaldsson: Bárðarsprunga, það ríkar vel við móðurstöðina:)

Haukur Sigurgeirsson: Ómarshraun, heiðurinn fyrir að fljúga ólöglega yfir hið nýja hraun.

Ingi Hrafn Stefánsson: Holuhraunsgosið

Lárus Lárusson: Skjálftahraun

Norbert Muller: Drekaeldar, gott fyrir túrista, væri sennilega aðdráttarafl.

Aldís Ása Guðnadóttir: Gunga þar sem gosið byrjaði og hætta svo er greinilega gunga en kom nu aftur.

Hjörtur Ragnar: Bárðáreldar

Ernir Steinn Arnarsson: Reykáshraun, því það hagar sér eins og Ragnar Reykás.

Hildur Guðlaugsdóttir: Míluhrun eða Mílueldar, þar sem vefmyndavél Mílu sá gosið fyrst og á undan öllum jarðfræðingum,váfræðingum og þeim sem voru í neonvestum.

Reynir Ásgeirsson: Drekahraun eða Elddrekahraun

Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir: Flæðandi

Þórir Steingrímsson: Rifa

Hörður Finnbogason: Fáfniseldar

Guðrún Bjarnadóttir: Drekaborg

Eyrún Olsen: Ég vil leggja það til að gígaröðin fái nafnið Þorleifsgígar til heiðurs okkar frábærar jarðfræðings Þorleifs Einarssonar sem hefði orðið 83 ára þann dag sem gos hófst, hefði hann lifað. Það er tímabært að þessi stórkostlegi jarðfræðingur fái viðurkenningu fyrir sín störf. Hann skrifaði kennslubækur sem ennþá eru notaðar og það var hann sem fyrstur kom fram með hugmyndina að kælinga hraunið með sjó þegar gosið var í Vestmannaeyjum 1973.

Ásta María Jensen: Sæl verið þið. Dóttur mína dreymdi nóttina fyrir gos ,að breyta þyrfti nafni eldsstöðvar og kom þá fram í draumnum , nafnið Urðardyngja ,og gæti hraunið heitið Urðarhraun. Hún hafði aldrei heyrt um ,Urðar-nöfn sbr. úr Goðafræðinni . Þar er td. Urðarbrunnur, Urður ,Verðandi ,Skuld. osfrv.

Atli Þ. Tómasson: Drekahraun

Ingibjörg Birna Steingrímsdóttir: Drekahraun.Nafnið finnst mér hæfa mjög vel, tignarlegt nafn og sérstaklega á það vel við þar sem staðurinn Drekagil er það rétt hjá, hef reyndar aldrei komið þangað. Svo vill til að í mínum uppvexti, þá var stofumálverkið fyrir ofan sófann heima hjá mömmu og pabba, málverk Kjarvals af Drekahraun. Málverkinu ánafnaði faðir minn Steingrímur Þorsteinsson, Kjarvalsstöðum, sem var auðvitað hárrétt ákvörðun hjá honum. Þar er málverkið geymt og nýlega var það til sýnis ásamt öðrum frábærum verkum Kjarvals. Alltaf hef ég saknað æskuheimili míns eftir að ég flutti þaðan og málverkið vekur upp góðar minningar hjá mér. Þess vegna á meðan fréttirnar voru sýndar og nafnið rætt, þá hugsaði ég "Drekahraun" Og fór beint í tölvuna til að skrifa ykkur. Ég vinn á Listasafni Íslands og mikið væri gaman ef þessi tillaga yrði ofan á, því málverk Kjarvals af Drekagili er til og eflaust ef hann væri á lífi, þá myndi hann mála stórkostlega mynd af hrauninu.

Jón Emil Kristinsson: Berggangshraun

Steindór Máni Björnsson: Dyngjuhraun

Sveinn Ásgeirsson: Bárðareldar

Halldór R. Lárusson: Bjánahraun, nú eða Heldhraun eða bara Kristjánshraun

Aldís Guðmundsdóttir: Dyngja, Dyngjuhraun, Dyngjueldar

Elín Sigurðardóttir: Eldstöðin ; Drekinn og hraunið; Drekahraun

Skúli Víkingsson: Hvað ætli hægt verði að kalla það hraun sem nú rennur? Það eru fá örnefni á þessum slóðum: Holuhraun, Flæður. Ekki er hægt að kenna hraunið við hraunið sem það leggst yfir. Er etv. skást að kalla það Flæðahraun?" Nefnt hefur verið "Dyngjuhraun". Það gengur ekki því að "dyngjuhraun" er jarðfræðilegt hugtak um hraun eins og þau sem runnu frá Skjaldbreið og Trölladyngju t.d. "Drekahraun" gengur heldur ekki það sem Drekahraun er til á Tungnaáröræfum. Tillaga mín er: Flæðahraun

Eydís Eyjólfsdóttir: Nátthraun, Goðahraun, Ágústhraun, Íshraun, Drekahraun eða Möttulhraun.

Ingólfur Myrkvi Torfason, 10 ára: Drekaeldar

Jón Trausti Markússon: Hólahraun

Erna Sigþórs: Mig langar til að stinga uppá þessum skemmtilegu nöfnum,sem eru,Drekaturn eða Drekakirkja,þar sem fyrstu gosgusurnar mynntu á turn eða kirkju.

Einar Sindri Ólafsson: Það er fátt annað í stöðinni en að kalla þetta nýja hraun Kristjánshraun.

Steingrímur Jónsson: Lekahraun, Hugmynd af nafni kom vegna leka mála sem tröllríða þjóðinni þessa daganna. Landspítalinn lekur, leki í Innanríkisráðuneytinu. Og gosið er eins og smá leki.

Rósa Helgadóttir: Drekalingur

Guðrún Þorsteinsdóttir: Drekakambur

Jón K.: Þetta á að heita Óvissuhraun. Vegna óvissunnar undanfarnar vikur og engin vísindamannanna gat sagt neitt eða þorði að gefa neitt út.

Björn Vernharðsson: Hraunið heitir Holuhraun. Af því má leiða líkur að gossprungan heitir því sérkennilega og skemmtilega nafni Holur. Því eru Holur að gjósa í Holuhrauni og nýja hraunið er því Holuhraun hið nýja.

Róbert B. Jóhannesson: Ég legg til að hraunið fái nafnið Frúarhraun til heiðurs Ómar Ragnarsson og flugvél hans TF-FRU.

Sigurlaug: Mánahraun, Mánaeldar.

Elínborg Ragnarsdóttir: Auka Óðins.

Einar Jónsson: Óvissuhraun

Guðrún Halldórsson: Holudreki

Dagný E. Einarsdóttir: Kúfur, Kúfshraun.

Magnea Ólafsdóttir: Óvissa eða Óvissuhraun.

Sigurdís Jónsdóttir: Drekahraun

Heiða Briem: Drekahraun.

Unnur Sæmundsdóttir: Holuhraun.

Karl Rúnar: Óvissuhraun.

Guðmundur Oddsson: Mig langaði til að skella fram hugmyndum að nöfnum á nýja hraunið. Eðlilegast væri kannski Dyngjugangshraun. Aðrar útfærslur væru Bárðargangshraun eða Bungugangshraun. Ég er hinsvegar hrifnari af nafninu Vellingur enda er það lýsandi um hvernig hraunið vellur í þessu gosi, auk þess að vera íslenskt fram í fingurgóma. Alíslenskur grautur. Virðulegra en þessu tengt er Vellandi - og þá kannski um sprunguna alla. Vellandagígar og Vellandahraun.  Þriðja megin hugmyndin er Ógöngur. Ógönguhraun.

Kristinn Guðjónsson: Ólguhraun. Enda ríkti mikil ólga í fréttamiðlum og einstaklingum á veraldarvefnum sem kepptust um það að fjalla um jarðskjálftana sem hleyptu þessari ólgu af stað, bæði í miðlunum sem og jarðskorpunni sjálfri.  Á sama hátt þá ríkir mikil ólga í Ólguhrauninu sem stendur.

Edda Kr. Björnsdóttir: Drekahraun.

Stefnir Þorfinnsson: Ef ég hef fylgst vel með fréttum af þessu gosi virðist mér að eldstöðin heiti Holuhraun og sé 200 ára gömul.Þarf hún þá nokkuð nýtt nafn.

Víglundur Þór: Míluhraun.....það sást fyrst á vefmyndavél Mílu og svo er gossprungan 1 míla á lengd.

Jóhannes Guðbjörnsson: Dreki skal eldstöðin heita og hraunið að sjálfsögðu Drekahraun.

Þórður Birgisson: Óvissuhraun.

Anna og Árni: Drekahraun, Fjallahraun, Sandhraun.

Reynir Örn Björnsson: Ég sting upp á nafninu Bæringshraun af virðingu við Bæring Gunnar Steinþórsson, tölvunarfræðing hjá CCP, sem hjálpað hefur almenningi og öðrum svo frábærlega við að sjá fyrir sér skjálftavirknina í rauntíma í þrívídd.

Ásdís Magnúsdóttir: Drekadyngja.

Guðrún og Björn: Drekaeldar, astrogos, appolloeldar, Dragongos, Gangnaeldar, Dyngjueldar, Hryggeldar, Hryggjargos, Hraunayfirholuhraun, Holuhraunseldar, Kvikugangnaeldar, Skriðdrekahraun, Möttulhraun, Bárðareldar, Bárðarglæður, Tvíflæður.

Gunnar Þór Björgvinsson: Níðhöggsbruni mun vera réttnefni.

Ragnheiður Rún Daðadóttir: Hraunkambur

Erna Gunnarsdóttir: Bunguhraun

María Sverrisdóttir: Það á að heita Bárðarbunguhraun. Og svo gosið á að heita Bárðarbungugos. Mér finnst það eitthvað svo heilandi og spennandi gos.

Þórunn Sigurðardóttir: Drekahraun

Guðjón Magnússon: Gangahraun, vegna kvikugangsins langa.

Guðlaug Vala: Þorleifsgos ætti það auðvita að heita þar sem Þorleifur Einarsson sérfræðingur í jarðfræði hefði átt afmæli daginn sem gosið byrjaði.

Þorlákur Karlsson: Bárðardreki eða Bárðardrekahraun – Bárðarflæður.

Geir Arnar Geirsson: Hraunið sem rennur frá eldstöðinni í Holuhrauni er Bóluhraun. Enda er bóla og hola það sama, bara spurning hvoru megin þú ert.

Jóhannes Rúnarsson: Persónulega finnst mér hraunið eiga að heita Óvissuhraun vegna allrar óvissunnar í kringum þennan atburð.

Indriði Benediktsson: Mér finnst tilvalið að hin nýju hraun í Holuhrauni heiti einfaldlega Nýuholuhraun. Síðan má selja þau landnámsmanninum Nubo undir golfvöll. Eldsumbrotin sjálf, sem eru jú tengd miklum jarðhræringum í Bárðarbungu gætu kallast Bárðarbungabunga.


Tengdar fréttir

Live webcam: "Similar in size to the largest Krafla eruptions"

Magma started flowing in Holuhraun at 5:00 AM this morning. The eruption is located on the same fissure as the previous eruption on Friday morning, but is many times larger. This is the third eruption in the Bárðarbunga region in roughly a week, and the largest by far.

Amazing pictures from the eruption

Armann Hoskuldsson, a scientist at the Institute of Earth Sciences at the University of Iceland, took some amazing photographs in the early morning when scientists witnessed the eruption in Holuhraun north of Dyngjujokull.

Hvað á nýja eldstöðin að heita?

Fjölmargar tillögur um nafn á nýju eldstöðina hafa borist fréttastofu. Flestir leggja til Drekahraun og þá hafa einnig fjölmargir lagt til Bárðarhraun.

Eruption started again

An eruption has started again in Holuhraun, just north of Dyngjujokull in Iceland. The eruption was visible from a live webcam at 5:49 AM local time.

Flatarmál hraunsins nú rúmir fjórir ferkílómetrar

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug yfir umbrotasvæðið við norðanverðan Vatnajökul milli klukkan 13:45 og 16:30 í dag. Gossprungan er um 1,5 kílómetri og er samfellt gos á um 600 til 800 metra löngum kafla.

„Mjög fallegt sprungugos“

Þorbjörg Ágústsdóttir doktorsnemi í jarðeðlisfræði var meðal þeirra fyrstu á eldstöðvarnar í Holuhrauni í morgun. Hún segir gosið afar fallegt og að hraunflæðið sé töluvert meira en í gosinu á föstudag.

Stærra gos en síðast

"Þetta er hraungos og það er aðeins meira en síðast. Meira hraun sem er ósköp eðlilegt og eins og við var búist,“ segir eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson

Ægifegurð við Holuhraun

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari náði þessum mögnuðu myndum af nýja hrauninu eftir gosið í nótt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.