„Voru skömmustuleg á svipinn þegar þau fóru“ Hjörtur Hjartarson skrifar 5. september 2014 19:45 Það var ekki fyrr en ég var búinn að skamma foreldrana hressilega sem þau áttuðu sig á því að drengurinn þeirra væri í hættu, segir fræðslufulltrúi Þingvalla um samskipti sín við bandarísk hjón og son þeirra sem stokkið hafði nakinn út í Flosagjá. Foreldrarnir hlógu og skríktu á meðan pilturinn barðist við að koma sér á þurrt. Einar Ásgeir Sæmundsen, fræðslufulltrúi Þingvalla var á gangi meðfram Flosagjá þegar hann heyrði einhver læti. Við nánari könnun kom í ljós að unglingspiltur hafði hoppað, nakinn ofan í gjánna. Syllan sem pilturinn stökk af er í um 5-6 metra hæð frá vatninu sem er um þriggja gráðu heitt. „Foreldrarnir sátu hér á klettasnösinni og hentu mikið gaman af þessu. Strákurinn stóð þarna niðri í grjóthrafli við vatnið og var eiginlega í miklu sjokki og var bara frosinn í öllum skilningi þess orðs, andlega og líkamlega. Foreldrarnir áttuðu sig eiginlega ekkert á því í hvaða hættu hann var og hvað honum var kalt. Það þurfti að tala nokkuð hraustlega við þau til þess að þau áttuðu sig á því að hann væri í raunverulegri hættu. Eftir smástund þá hafði hann sig upp og náði að fikra sig upp á litla mosatá. Þá áttuðu þau sig á því að þetta væri kannski ekkert mjög sniðugt,“ segir Einar Ásgeir.Einar Ásgeir Sæmundsen, fræðslufulltrúi ÞingvallaEldri bróðir piltsins hafi loks tekið við sér og hjálpað honum upp á brúnina. „Þetta var eiginlega hálf kindugt. Strákurinn var hálfkjökrandi þarna niðri og á meðan það ískraði í foreldrunum af hlátri. Þau hvöttu hann áfram og fannst hann bara vera helvítis aumingi. Hann var bara frosinn þarna niðri og ég þurfti virkilega að setja í hraungírinn til að fá þau til að átta sig á aðstæðum. Svo lét ég þau bara vita af því að Ísland er hættulegt land fyrir svona vissar tegundir af ferðamönnum,“ segir Einar.„Og hvernig skildirðu svo við fólkið, var strákurinn orðinn hress?“„Já, þau voru nú þokkalega hress þegar þau fóru en þó með skömmustusvip á andlitinu, það er ekki hægt að segja annað.“ Tengdar fréttir Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Það var ekki fyrr en ég var búinn að skamma foreldrana hressilega sem þau áttuðu sig á því að drengurinn þeirra væri í hættu, segir fræðslufulltrúi Þingvalla um samskipti sín við bandarísk hjón og son þeirra sem stokkið hafði nakinn út í Flosagjá. Foreldrarnir hlógu og skríktu á meðan pilturinn barðist við að koma sér á þurrt. Einar Ásgeir Sæmundsen, fræðslufulltrúi Þingvalla var á gangi meðfram Flosagjá þegar hann heyrði einhver læti. Við nánari könnun kom í ljós að unglingspiltur hafði hoppað, nakinn ofan í gjánna. Syllan sem pilturinn stökk af er í um 5-6 metra hæð frá vatninu sem er um þriggja gráðu heitt. „Foreldrarnir sátu hér á klettasnösinni og hentu mikið gaman af þessu. Strákurinn stóð þarna niðri í grjóthrafli við vatnið og var eiginlega í miklu sjokki og var bara frosinn í öllum skilningi þess orðs, andlega og líkamlega. Foreldrarnir áttuðu sig eiginlega ekkert á því í hvaða hættu hann var og hvað honum var kalt. Það þurfti að tala nokkuð hraustlega við þau til þess að þau áttuðu sig á því að hann væri í raunverulegri hættu. Eftir smástund þá hafði hann sig upp og náði að fikra sig upp á litla mosatá. Þá áttuðu þau sig á því að þetta væri kannski ekkert mjög sniðugt,“ segir Einar Ásgeir.Einar Ásgeir Sæmundsen, fræðslufulltrúi ÞingvallaEldri bróðir piltsins hafi loks tekið við sér og hjálpað honum upp á brúnina. „Þetta var eiginlega hálf kindugt. Strákurinn var hálfkjökrandi þarna niðri og á meðan það ískraði í foreldrunum af hlátri. Þau hvöttu hann áfram og fannst hann bara vera helvítis aumingi. Hann var bara frosinn þarna niðri og ég þurfti virkilega að setja í hraungírinn til að fá þau til að átta sig á aðstæðum. Svo lét ég þau bara vita af því að Ísland er hættulegt land fyrir svona vissar tegundir af ferðamönnum,“ segir Einar.„Og hvernig skildirðu svo við fólkið, var strákurinn orðinn hress?“„Já, þau voru nú þokkalega hress þegar þau fóru en þó með skömmustusvip á andlitinu, það er ekki hægt að segja annað.“
Tengdar fréttir Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43