„Voru skömmustuleg á svipinn þegar þau fóru“ Hjörtur Hjartarson skrifar 5. september 2014 19:45 Það var ekki fyrr en ég var búinn að skamma foreldrana hressilega sem þau áttuðu sig á því að drengurinn þeirra væri í hættu, segir fræðslufulltrúi Þingvalla um samskipti sín við bandarísk hjón og son þeirra sem stokkið hafði nakinn út í Flosagjá. Foreldrarnir hlógu og skríktu á meðan pilturinn barðist við að koma sér á þurrt. Einar Ásgeir Sæmundsen, fræðslufulltrúi Þingvalla var á gangi meðfram Flosagjá þegar hann heyrði einhver læti. Við nánari könnun kom í ljós að unglingspiltur hafði hoppað, nakinn ofan í gjánna. Syllan sem pilturinn stökk af er í um 5-6 metra hæð frá vatninu sem er um þriggja gráðu heitt. „Foreldrarnir sátu hér á klettasnösinni og hentu mikið gaman af þessu. Strákurinn stóð þarna niðri í grjóthrafli við vatnið og var eiginlega í miklu sjokki og var bara frosinn í öllum skilningi þess orðs, andlega og líkamlega. Foreldrarnir áttuðu sig eiginlega ekkert á því í hvaða hættu hann var og hvað honum var kalt. Það þurfti að tala nokkuð hraustlega við þau til þess að þau áttuðu sig á því að hann væri í raunverulegri hættu. Eftir smástund þá hafði hann sig upp og náði að fikra sig upp á litla mosatá. Þá áttuðu þau sig á því að þetta væri kannski ekkert mjög sniðugt,“ segir Einar Ásgeir.Einar Ásgeir Sæmundsen, fræðslufulltrúi ÞingvallaEldri bróðir piltsins hafi loks tekið við sér og hjálpað honum upp á brúnina. „Þetta var eiginlega hálf kindugt. Strákurinn var hálfkjökrandi þarna niðri og á meðan það ískraði í foreldrunum af hlátri. Þau hvöttu hann áfram og fannst hann bara vera helvítis aumingi. Hann var bara frosinn þarna niðri og ég þurfti virkilega að setja í hraungírinn til að fá þau til að átta sig á aðstæðum. Svo lét ég þau bara vita af því að Ísland er hættulegt land fyrir svona vissar tegundir af ferðamönnum,“ segir Einar.„Og hvernig skildirðu svo við fólkið, var strákurinn orðinn hress?“„Já, þau voru nú þokkalega hress þegar þau fóru en þó með skömmustusvip á andlitinu, það er ekki hægt að segja annað.“ Tengdar fréttir Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Það var ekki fyrr en ég var búinn að skamma foreldrana hressilega sem þau áttuðu sig á því að drengurinn þeirra væri í hættu, segir fræðslufulltrúi Þingvalla um samskipti sín við bandarísk hjón og son þeirra sem stokkið hafði nakinn út í Flosagjá. Foreldrarnir hlógu og skríktu á meðan pilturinn barðist við að koma sér á þurrt. Einar Ásgeir Sæmundsen, fræðslufulltrúi Þingvalla var á gangi meðfram Flosagjá þegar hann heyrði einhver læti. Við nánari könnun kom í ljós að unglingspiltur hafði hoppað, nakinn ofan í gjánna. Syllan sem pilturinn stökk af er í um 5-6 metra hæð frá vatninu sem er um þriggja gráðu heitt. „Foreldrarnir sátu hér á klettasnösinni og hentu mikið gaman af þessu. Strákurinn stóð þarna niðri í grjóthrafli við vatnið og var eiginlega í miklu sjokki og var bara frosinn í öllum skilningi þess orðs, andlega og líkamlega. Foreldrarnir áttuðu sig eiginlega ekkert á því í hvaða hættu hann var og hvað honum var kalt. Það þurfti að tala nokkuð hraustlega við þau til þess að þau áttuðu sig á því að hann væri í raunverulegri hættu. Eftir smástund þá hafði hann sig upp og náði að fikra sig upp á litla mosatá. Þá áttuðu þau sig á því að þetta væri kannski ekkert mjög sniðugt,“ segir Einar Ásgeir.Einar Ásgeir Sæmundsen, fræðslufulltrúi ÞingvallaEldri bróðir piltsins hafi loks tekið við sér og hjálpað honum upp á brúnina. „Þetta var eiginlega hálf kindugt. Strákurinn var hálfkjökrandi þarna niðri og á meðan það ískraði í foreldrunum af hlátri. Þau hvöttu hann áfram og fannst hann bara vera helvítis aumingi. Hann var bara frosinn þarna niðri og ég þurfti virkilega að setja í hraungírinn til að fá þau til að átta sig á aðstæðum. Svo lét ég þau bara vita af því að Ísland er hættulegt land fyrir svona vissar tegundir af ferðamönnum,“ segir Einar.„Og hvernig skildirðu svo við fólkið, var strákurinn orðinn hress?“„Já, þau voru nú þokkalega hress þegar þau fóru en þó með skömmustusvip á andlitinu, það er ekki hægt að segja annað.“
Tengdar fréttir Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43