Kapp lagt á að bjarga farmi Akrafells Heimir Már Pétursson skrifar 7. september 2014 19:49 Allt kapp er nú lagt á að koma í veg fyrir frekari skemmdir á Akrafelli sem strandaði við Vattarnes snemma í gærmorgun og bjarga farmi þess með því að koma rafmagni á frystigáma skipsins. Göt eru á botni skipsins sem nú liggur við bryggju á Eskifirði. Nákvæmlega 24 klukkustundum eftir að barst tilkynning um að skipið hefði strandað var það komið til hafnar á Eskifirði. Menn byrjuðu á því að létta skipið með því að hífa tóma gáma á land. Fjölveiðiskipið Aðalsteinn Jónsson dró Akrafellið af skerinu við Vattarnes upp úr miðnætti í nótt og var komið með það til Eskifjarðar rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Skipið er algerlega vélarvana eftir að vélarrúm þess fylltist af sjó en eftir bráðabirgðaviðgerð kafara Landhelgisgæslunnar á strandstað í gær tóku dælur loks að hafa undan. Þegar okkur bar að garði í dag var enn verið að dæla sjó úr skipinu en skoðun kafara hefur staðfest að göt eru á botni skipsins. Veðrið lék við björgunarmenn allan tímann sem aðgerðir stóðu yfir og gerði það sitt til þess að allt fór vel en skipið er engu að síður mikið sigið þar sem það liggur við bryggju á Eskifirði. Björgunarsveitarmennirnir Þórlindur Magnússon og Steinar Ísfeld Ómarsson voru með þeim fyrstu sem komu á vettvang snemma í gærmorgun. Þórlindur segir að aðkoman hafi verið óskemmtileg. „Þarna liggur skipið undir kletti og óvíst hvað er að gerast,“ segir Þórlindur. Hins vegar hafi ekkert hreyft við skipinu nema undiraldan og því hafi það ekki haggast á skerinu. „Þetta hefði verið miklu verra ef það hefði verðið austanátt eða hafátt,“ bætir Steinar Ísfeld við. Veðrið hafi því ráðið miklu. Tugir björgunarsveitarmanna á Austfjörum tóku ásamt liðsmönnum Landhelgisgæslunnar og fleiri þátt í björgun skipsins en það var ekki hlaupið að því að koma dælum niður í vélarrúmið eftir þröngum krókaleiðum eins og þessar myndir Þórlinds Magnússonar björgunarsveitarmanns sýna. „Við vorum ansi skorðaðir af því hvaða pláss við höfðum til að koma búnaði að vélarrúmsopinu. Það var bæði dálítið langt og þröngt og um erfiðan veg að fara. Þannig að það varð að passa að við legðum ekki af stað með búnað sem kæmist ekki alla leið,“ segir Þórlindur. En hann segir að hátt í tíu dælur hafi verið notaðar við að dæla úr skipinu á strandstað og samt höfðu þær ekki undan. Steinar Ísfeld viðurkennir að það hafi verið svolítið óhugnanlegt að vera um borð í skipi þar sem sjór fossar inn of dælur hafa ekki undan. „Jú, jú vissulega og þegar fór að flæða að var komin meiri hreyfing á skipið og það auðvitað lyftist svolítið á strandstað og svo hjó það niður aftur. Þannig að það er vissulega óþægileg tilfinning,“ segir Steinar. Farmur Akrafells er gífurlega verðmætur, mest megnis frosinn fiskur til útflutnings og allt kapp er lagt á að koma rafmagni á frystigámana til að bjarga þeim verðmætum. Verið er að meta hvernig rafmagni verður best komið á gámana og fulltrúar tryggingafélaga þurfa síðan að ákveða með framtíð skipsins. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Allt kapp er nú lagt á að koma í veg fyrir frekari skemmdir á Akrafelli sem strandaði við Vattarnes snemma í gærmorgun og bjarga farmi þess með því að koma rafmagni á frystigáma skipsins. Göt eru á botni skipsins sem nú liggur við bryggju á Eskifirði. Nákvæmlega 24 klukkustundum eftir að barst tilkynning um að skipið hefði strandað var það komið til hafnar á Eskifirði. Menn byrjuðu á því að létta skipið með því að hífa tóma gáma á land. Fjölveiðiskipið Aðalsteinn Jónsson dró Akrafellið af skerinu við Vattarnes upp úr miðnætti í nótt og var komið með það til Eskifjarðar rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Skipið er algerlega vélarvana eftir að vélarrúm þess fylltist af sjó en eftir bráðabirgðaviðgerð kafara Landhelgisgæslunnar á strandstað í gær tóku dælur loks að hafa undan. Þegar okkur bar að garði í dag var enn verið að dæla sjó úr skipinu en skoðun kafara hefur staðfest að göt eru á botni skipsins. Veðrið lék við björgunarmenn allan tímann sem aðgerðir stóðu yfir og gerði það sitt til þess að allt fór vel en skipið er engu að síður mikið sigið þar sem það liggur við bryggju á Eskifirði. Björgunarsveitarmennirnir Þórlindur Magnússon og Steinar Ísfeld Ómarsson voru með þeim fyrstu sem komu á vettvang snemma í gærmorgun. Þórlindur segir að aðkoman hafi verið óskemmtileg. „Þarna liggur skipið undir kletti og óvíst hvað er að gerast,“ segir Þórlindur. Hins vegar hafi ekkert hreyft við skipinu nema undiraldan og því hafi það ekki haggast á skerinu. „Þetta hefði verið miklu verra ef það hefði verðið austanátt eða hafátt,“ bætir Steinar Ísfeld við. Veðrið hafi því ráðið miklu. Tugir björgunarsveitarmanna á Austfjörum tóku ásamt liðsmönnum Landhelgisgæslunnar og fleiri þátt í björgun skipsins en það var ekki hlaupið að því að koma dælum niður í vélarrúmið eftir þröngum krókaleiðum eins og þessar myndir Þórlinds Magnússonar björgunarsveitarmanns sýna. „Við vorum ansi skorðaðir af því hvaða pláss við höfðum til að koma búnaði að vélarrúmsopinu. Það var bæði dálítið langt og þröngt og um erfiðan veg að fara. Þannig að það varð að passa að við legðum ekki af stað með búnað sem kæmist ekki alla leið,“ segir Þórlindur. En hann segir að hátt í tíu dælur hafi verið notaðar við að dæla úr skipinu á strandstað og samt höfðu þær ekki undan. Steinar Ísfeld viðurkennir að það hafi verið svolítið óhugnanlegt að vera um borð í skipi þar sem sjór fossar inn of dælur hafa ekki undan. „Jú, jú vissulega og þegar fór að flæða að var komin meiri hreyfing á skipið og það auðvitað lyftist svolítið á strandstað og svo hjó það niður aftur. Þannig að það er vissulega óþægileg tilfinning,“ segir Steinar. Farmur Akrafells er gífurlega verðmætur, mest megnis frosinn fiskur til útflutnings og allt kapp er lagt á að koma rafmagni á frystigámana til að bjarga þeim verðmætum. Verið er að meta hvernig rafmagni verður best komið á gámana og fulltrúar tryggingafélaga þurfa síðan að ákveða með framtíð skipsins.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira